Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Síða 6

Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Síða 6
VRSTFIRSKA 6 Fimmtudagur 6. janúar 1994 ----- --------- FRÉTTABLAÐIÐ Guömundur Harðarson, yngsti flugmaöurinn hjá Cargolux - Byrjaði að fljúga 16 ára og kominn á Júmbóþotu hjá Cargolux 23 ára Hörður Kristjánsson. Guðmundur Harðarson flugmaður á vinnustað sínum um borð í Júmbóþotu Cargolux. Farkostur Guðmundar á flugvelli í Afríku með fragt fyrir Rauðakrossinn. Texti Það var í nóvember 1991 sem Guðmundur Harðarson flugmaður frá ísafirði hóf sinn feril hjá Cargolux í Luxemburg. Nú um ára- mótin hafði Guðmundur stutta viðdvöl á æskuslóðun- um þegar pása gafst frá flug- inu og taldi hann það sjálf- sagðan hlut að veita lesend- um Vestfirska fréttablaðsins smá innsýn í sín störf. Sagðist Guðmundur vera yngsti flugmaður Cargolux um þessar mundir og að það hefði verið mikið stökk að fara af Twin Otter sem er rúm fimm tonn og yfir á Boeing 747-200 Júmbó þotu sem vegur full- hlaðin hátt í 400 tonn. „Þetta er geysilegt stökk á stærð á flug- vélum, þetta eru fjögurra hreyfla flugvélar og allt önnur tæki, þó hitt sé kannski stærsta málið að læra á allar þessar nýju „rútur'1 og hinar ýmsu flugreglur sem eru mismun- andi í hinum fjölmörgu löndum sem flogið er til. Fyrir mig var það stærsta málið að komast inn í þetta nýja umhverfi. Hvernig maður á að haga sér á þessum stóru flugvöllum, þar sem mikil umferð er og annað. Þetta var allt saman nýtt fyrir mér. Við fljúgum um allan heim. Það eru austurlönd nær og fjær, Afríka, Japan, Kanada og víðar. Cargolux er með áætlun áeina 14eða 15 staði víðsvegar um heiminn. Síðan eru uppá- fallandi leiguflug". Heilmikið af íslendingum - Er mikið af Islendingum hjá Cargolux? „Já já þarna er heilmikið af Islendingum, flugmönnum flugvélstjórum og öðru starfs- fólki. Eg þori nú ekki að fara með neinar tölur, en það eru örugglega yfir tuttugu þrjátíu manns sem tengjast þessu flugi, meira eða minna“. Islenskir flugmenn Cargolux enn óhultir um sín störf þrátt fyrir ásókn Lufthansamanna - Nú voru blaðafregnir um það hér á Islandi í haust að Lufthansaflugmenn vildu fá stöður ykkar Islendinganna hjá félaginu í krafti eignaraðildar Lufthansa á Cargolux. „Já Lufthansa á orðið stóran hlut í Cargolux og á þar mann í stjórn . Þeir hafa sjálfsagt haft áhuga á að koma sínum mönn- um að á þessurn nýju vélum sem við erum að taka í notkun núna, Boeing 747-400. Ég hef minnst heyrt um þetta úti, en aðallega heyrt talað um þetta hér uppi á Islandi. Annars held ég að þeir komi ekki til með að taka vinnu af þeim mönnum sem þarna eru fyrir“. Flugskírteinið sjálft segir ekki allt, það er reynslan, tímarnir og áritanirnar sem segja til um samkeppnishæfnina - Er mikið atvinnuleysi meðal flugmanna í Evrópu ? „Ég veit nú ekki hversu mikið atvinnuleysi er, en það er sjálfsagt mikið til af flug- mönnum og hefur alltaf verið út um allan heim sem eru með skírteini, en hafa ekki vinnu. Þeir flugmenn sem eru með réttindi á svona flugvélar, þeir eru flest allir í vinnu. Það er aðal málið að vera með réttindi á einhverjar flugvélar upp á að geta fengið einhverja vinnu. Flugskírteinið sjálft segir ekki allt, það er reynslan og tímamir og áritanirnar sem segja til um það hvort þú ert samkeppnisfær á þessum markaði atvinnulega séð eða ekki“. Þjálfun flugmanna kostar heilmikla peninga - Er mikil sérhœfing á milli flugvélategund, er erfitt að skipta á milli véla? „Nei það er nú ekkert erfitt að skipta á milli flugvéla, en það kostar heilmikla peninga fyrir flugfélögin að þjálfa menn á ákveðnar tegundir. Það er eins og t.d. þjálfunin fyrir mig á Boeing þotuna. Fyrst var það bóklegur skóli og síðan var það flughermir. í mínu tilfelli var ég skuldbundin til að vinna á flugvélinni í þrjú ár, en það er sá tími sem það tekur að borga upp þjálfunina. Þannig er það yfirleitt hjá þessum flug- félögum varðandi stærri flug- vélarnar, en þetta er að sjálf- sögðu breytilegt eftir flugvéla- tegundum". Stórt stökk úr Twin Otter yfir á Júmbóþotu - En er þetta ekki mikið mál að taka svona stórt stökk af Twin Otter yfir á Júmbóþotu? „ Það er það nú kannski, en samt eru nú mörg dæmi þess einmitt hjá Islendingum, að þeir hafa farið þessa leið, af þessum minni vélum yfir á þessar stóru. Varðandi mig er þetta ekkert einsdæmi hvað það varðar. Það þykir kannski óve- njulegt hvað ég var ungur. Ég byrjaði bara það snemma að fljúga og var 16 ára þegar ég tók fyrsta flugtímann minn. Sem atvinnuflugmaður byrjaði ég árið 1988 og var kominn á Boeing þotu 23 ára gamall árið 1991". A leið í vinnu - Hvað tekur nú við? „Nú er ég á leiðinni út aftur um helgina, fer trúlega suður í dag og á að hefja vinnu þann tíunda". Allt að 12 til 40 daga tarnir, en góð frí á milli - Flýgur þú eitthvað hér lieima ífríunumþínu? „Nei það er ekkert fyrir mig að gera hér, svo maður tekur bara sitt frí í rólegheitum. Ég á nú kost á að koma oft hingað heim. Við vinnum svona þrjár vikur stanslaust og þá fær maður frí í átta daga samfellt á eftir. Vinnumánuðurinn hjá okkur er 28 dagar, en þeir geta sett okkur í yfir 40 daga törn, en þá er líka 16 daga frí á eftir. Yfirleitt er farið út frá Luxem- burg í túra sem eru oft í kring- um viku til tólf daga. Maður fer kannski í tvo svoleiðis túra í mánuðinum. Það er farið frá Luxemburg í austurtúr til Dubai í Sameinuðu arabísku furastadæmunum. Þaðan er farið til Hong Kong. Síðan er kannski farið frá Hong Kong, áfram til Fukuoka í Japan og til Bangkok í Thailandi. Þá er síðan aftur farið frá Bangkok til Dubai og frá Dubai til Luxem- burg. Svona túr tekur frá viku til tólf daga“. Þrír í áhöfn - Eru margir í áhöfn á þes- sum vélum? „Það eru þrír, flugstjóri, flugmaður og flugvélstjóri". „Öllum flugfreyjum sagt upp og sennilega kem ég að tómum kofanum hvað það varðar“ - Það eru náttúrulega engar flugfreyjur ífragtfluginu? „Jú, við höfum líka verið að taka farþega. það eru farþega- sæti á efri hæðinni og Cargolux hefur haft leyfi til að fljúga með farþega inn á þó nokkuð af þeim stöðum sem við fljúgum til. Núna á hinsvegar að fara að breyta til. Það var öllum flugfreyjum sagt upp fyrir áramót og áttu þær upp- sagnir að taka gildi um ára- mótin. Þannig að trúlega kem ég að tómum kofanum þarna úti núna hvað það varðar, ég veit ekki annað. Ég veit hins- vegar ekki hvort einhverjum samningum við flugfreyjur hafi verið framlengt. Astæðan fyrir þessu er sú að flugfélagið telur að þessir farþegaflutning- ar hafi ekki borgað sig. Það eru of fáir farþegar til að flytja með allri þessari þjónustu svo lang- ar leiðir. Þettaeru 14 til 16 sæti þarna á efri hæðinni og þetta er dýr útgerð, enda þjónustan eins og á Saga-class. Það á kannski ekki heldur alltaf saman að fljúga bæði með fragt og far- þega og flækir oft málið. Það er til dæmis oft mikið af varn- ingi sem ekki má fljúga með í farþegaflugi, eins og málning- arvörur, blek og jafnvel eld- fimum efnum, þá má ekki taka farþega með“. Flogið með gerfihnetti og bílaverksmiðjur - Eru engir vopnaflutning- ar? G. BEN. PRENTSTOFA HF. 6kðilcgt Ár og Þclkomin til öaglcgs Atnsturs, þar scm tölnupappir skipar ucglcgan scss. Umboðsaðili á Vestfjörðum: ísprent hf., ísafirði. RANARGOTU4A Slmf 91-18650 ISAFJARÐARLEIÐ VÖRUFLUTNINGAR Aðalstræti 7 • ísafirði S 94-4107 S 985-31830 ® 985-25342 Júmbóþoturnar eru engin smásmíöi. Þarna sést inneftir fragtrými í einni af nýju Boeing 747-400 þotu Cargolux.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.