Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 9
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐH) 9 ísbjarnardráp skipverja á Guðnýju ÍS frá Bolungarvík hljóp fyrir brjóstið á mörgum og kallaði á hörð viðbrögð dýraverndunarmanna utan úr heimi. þá hljóp þetta myndverk af skarttanum og árum hans fyrir Isafirði og kostaði Hjalta Guðröðsson eiganda hússins mikið dæmisverkfræðingi Vega- gerðarinnar á Vestfjörðum, þá miðuðust framkvæmdir við það að hægt yrði að leggja bundið slitlag á veginn yfir heiðina. Þar með yrði komið bundið slitlag á veginn alla leið úr Patreksfjarðarbotni og að Bfldudalsflugvelli. Gná kaupir loðnu- bræðsluna í Bolungarvík í ágúst keypti hlutafélagið Gná hf. sem er í eigu þeirra bræðra Einars og Elíasar Jóna- tanssona loðnuverksmiðjuna í Bolungarvík af Fiskveiðisjóði. Þeir bræður höfðu þá um vorið tekið verksmiðjuna á leigu og voru í ágúst búnir að bræða um 8.500 tonn af loðnu. Kaupverð verksmiðjunnar var nálægt 55 milljónum króna. Hótel Isafjörður selt Viðræður fóru í gang í ágúst við Áslaugu S. Alfreðsdóttur og Ólaf Örn Ólafsson þá- verandi hótelstjóra um kaup þeirra á 75% hlut bæjarsjóðs Isafjarðar í hótelinu. Tveir aðrir aðilar höfðu sýnt málinu áhuga, þar á meðal Hilmar Sölvason og Hafsteinn Hásler sem vildu kaupa hótelið með öllu tilheyrandi. Aðeins voru þó tvö tilboð tekin til afgreið- slu, annað frá Áslaugu og Ólafi, en hitt frá Unni Krist- jánsdóttir og Sturlu Þórðarsyni á Blönduósi. Tilboði Hilmars og Hafsteins var vísað til stjórnar Hótelsins. Gagnrýndu þau Unnur og Sturla mjög framgang niála og framkomu bæjarstjórnar í málinu, enda höfðu þau átt hæsta tilboðið, upp á 9,5 milljónir verðtryggt og með 1% vöxtum til 12 ára. Tilboð Áslaugar og Ólafs hljóðaði hinsvegar upp á 4,8 milljónir sem greiðast skyldu með 2% vöxtum einnig á 12 árum. Fór svo að lokum að samið var við Áslaugu og Ólaf um kaup þeirra á hlut bæjar- sjóðs. íþróttahúsið á Torfnesi vígt Þann 18 september var nýja íþróttahús Isfirðinga á Torfnesi vígt og var bæjarbúum af því tilefni boðið til mikillar veislu í húsinu. Húsakönnun á ísafirði Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur og Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt skiluðu af sér stórmerku heimildarverki í september. Um var að ræða könnum sem náði til allra húsa á eyrinni upp að Túngötu og var unnin eftir verklýsingu frá Húsafriðunarnefnd sem hafði yfirumsjón með verkinu. Afrakstur þessarar könnunar var bók í stóru broti upp á einar 176 síður með myndum af húsunum, bæði gömlum og nýjum. Vinna við könnunina hófst vorið 1992 og lauk eins og áður sagði síðastliðinn september. Hraðahindranir á Hnífsdalsvegi Hraðahindarnir á Hnífsdals- vegi vöktu upp ýmsar spurn- ingar á árinu og oft á tíðum hörð viðbrögð vegfarenda. Á vegum Isafjarðarkaupstaðar voru gerðar ýmsar tilraunir með hraðahindranir og vildu sumir meina að tæknideildin væri þar í stöðugri vinnu við að finna upp hjólið. í haust var síðan steypt mikið mannvirki við Hnífsdal og í Krók. Ekki hafði þetta mannvirki staðið lengi þegar starfsmenn bæjar- ins voru kvaddir til að fjarlægja hluta þess þar sem það hafði þá þegar valdið tjóni og skapaði umtalsverða slysahættu. Hættuástand er þó enn fyrir hendi við þessar hindranir og skömmu fyrir áramót varð árekstur við aðra hindrunina. Hafis Hafís gerði vart við sig við Vestfirði í september. Borgar- ísjaka rnátti sjá strandaða á grunnslóð og jafnvel um 30 mflur norður af Kögri þar sem gríðarlegur borgarísjaki var botnfastur. Sameining sveitarfélaga Sameiningarmál sveitarfél- aga var mjög í brennidepli þegar líða fór á haustið. Hörð gagnrýni kom fram á Um- dæmanefnd og sagt að kynn- ingu væri mjög ábótavant. Þann 20. nóvember fóru svo fram kosningar þar sem sameining- artillögur voru víðast hvar felldar. Á Vestfjörðum virtist þó vera opinn möguleiki á sameiningu fjögurra af fimm sveitarfélögum á sunnan- verðum kjálkanum og eins í sveitarfélögunum sem liggja að Vestfjarðagöngum. Hófust á báðum svæðunum viðræður sem enn eru í gangi Veiðiþjófnaður eða ekki veiðiþjófnaður? Finnbogi Jónasson og Þráinn Artúrsson voru í lok október sakaðir um veiðiþjófnað og seladráp í Skjaldabjarnarvík á Ströndum og yfirheyrðir af lögreglu. I viðtali við Vf. þann 4. október bera þeir félagar af sér sakargiftir og telja veiði- þjófnaðinn sviðsetningu Drangamanna sem vilji klekkja á þeim vegna fyrri ágreinings- mála. Launafulltrúi ísafjarðar- kaupstaðar lætur af störfum Mikið hitamál kom upp í bæjarstjórn um mánaðarmótin október/nóvember í kjölfar þess að launafulltrúinn, Sólveig Kristjánsdóttir hætti vegna Rétt eins og ísbjarnardrápið, brjóst siðprúðra bæjarbúa á Í af málningu. ósamkomulags urn starfsað- stöðu á skrifstofu. Harðar um- ræður urðu um málið í bæjar- stjórn fimmtudaginn 28. októ- ber. Tönn dregin úr Óla komma Viðar Konráðsson tann- læknir á Isafirði fór í all sér- stæða læknisvitjun í nóvember. Fór hann með björgunarbátn- um Daníel Sigmundssyni alla leið norður á Hornbjargsvita, þar sem hann gerði sér lítið fyrir og dró tönn úr sjálfum Ola komma í flæðarmálinu í Látra- vík. Besta kjötið á markaðnum Bændur við Patreksfjörð fengu góð meðmæli með sínu kjöti frá kaupmönnum í Reykj- avfk á árinu. I nóvember var forsíðufrétt í Vf. sem greindi frá því mati sunnlennskra kjöt- vinnslumanna að fyrir vestan væri að finna besta kjötið á markaðnum. Fyrir jól bárust síðan fréttir frá Sláturfélaginu Napa á Patreksfirði um það að þeir hefðu ekki undan að fram- leiða hangikjöt vegna gríðar- legrar eftirspurnar og hygðust auka afkastagetuna um áramót. Vandræði á Þingeyri Vandræði voru á árinu í út- gerð og rekstri Þingeyrar- togaranna Framness og Slétta- ness. íshúsfélag Isfirðinga sem var helmingseigandi í togar- anum Framnesi keypti þá hlut Þingeyringa í togaranum og er það annar togari sömu gerðar sem hlutafélög í eigu Ishús- félagsins eignast á árinu. Hátíð í Bolungarvík Mikil hátíð var í Bolungar- vík fimmtudaginn 18. nóvem- ber. Þá var formlega tekinn í notkun mikið hafnarmannvirki sem leysir gamla brimbrjótinn að miklu leyti frá hlutverki sínu, en nú er hann hinn bæri- legasti viðlegukanntur í góðu skjóli af nýrri og mikilli brim- vörn. Önundur skipaður yfirlögreglu- þjónn Önundur Jónsson var skip- aður yfirlögregluþjónn á ísa- firði 1. desember, en forveri hans Jónmundur Kjartansson hafði þá mánuði áður tekið við stöðu ^firlögregluþjóns á Sel- fossi. I sama blaði og greint var frá ráðningu Önundar, má sjá á baksíðu að farir hans hafa ekki alveg verið sléttar, því laugardeginum áður hafði slagsmálahundur skallað hann illilega í andlitið svo Önundur var heldur ófrýnilegur á eftir. Leikur að eldi Betur fór en á horfðist þann 3. desember er Slökkvilið Isa- fjarðar setti upp æfingu á Norðurveginum. Hugðust slökkviliðsmenn æfa sig á Templarahöllinni svokölluðu, er allt fór í bál og brand. Lengi vel réð slökkviliðið ekki við neitt vegna tækjabilunar, en tókst þó um síðir að koma í veg fyrir að næsta hús við hliðina yrði eldinum að bráð, þó það sviðnaði aðeins. Rúður brotn- uðu þó í öðrum nærliggjandi húsum. Gullauga flutt Verslunin og gullsmíða- verkstæðið Gullauga flutti sig um set í desember. Nú er fyrir- tækið komið í glæsilegt hús- næði að Hafnarstræti 4, en það varð 10 ára í október. Meira að segja stóru togaraarnir flúðu undan veðrinu Rysjótt tíð var til sjósóknar síðari hluta ársins. 14. desem- ber gerði mikið rok svo ekki var vært á miðum út af Vest- fjörðum fyrir nokkurt skip. Þannig leituðu meira að segja stóru togararnir vars og var mikill fjöldi báta og togara inni á Patreksfirði þennan dag. Látum við hér staðar numið í uppritjun á atburðum liðins árs, þó eflaust mætti tína til ýmsa fleiri þætti og suma spaugilega. Nýtt íþróttahús ísfirðinga á Torfnesi var vígt með pompi og pragt í haust. Þarna má sjá húsið á horni Norðurvegar og Fjarðarstrætis á ísafirði, sem lengi gekk undir nafninu Templarahöll. Votmúli var líka nafn sem á tímabili var tengt þessu húsi. Laugardaginn 3. desember kveikti Slökkvilið ísafjarðar í húsinu sem brann til kaldra kola og litlu mátti muna að illa færi fyrir nærliggjandi húsi.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.