Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Page 10

Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Page 10
VESTFIRSKA 10 Flutn- inga- bíll valt í Hrúta- firði Flutningabíll með aft- anívagn valt 14. desem- ber sl. á gatnamótum Hólmavíkurvegar og Laxárdalsheiðarvegar skammt utanvið Borð- eyri í Hrútafirði. Var þetta bfll með ísaðan fisk á leið frá Ólafsvík til Dalvíkur. Tilkynnt var um óhappið til Hólma- víkurlögreglu um fimm- leytið um morguninn. Bifreiðastjórinn var fluttur með sjúkrabifreið til Hvammstanga og kvartaði hann um eymsli í hálsi og baki. Einnig fékk hann skurð á höf- uðið. Hafði hann rotast en jafnaði sig fljótlega og gat látið vita af sér. Bflinn skemmdist mikið. Mikið basl var við að rétta bflinn og vagninn við og var því ekki lokið fyrr en klukkan sex síð- degis. Voru tvö tæki notuð við það, payloader og kranabíll. -GHj. Of margir far- þegar Á fimmta tímanum á nýjársnótt stöðvaði lög- reglan á ísafirði bifreið sem skráð var fyrir þrjá farþega og voru í henni sjö manns. Ökumaður- inn, ungur piltur, hafði skömmu áður verið far- þegi í sama bíl og þá hafði hann einnig verið stöðvaður með of marga farþega. Hljóta menn bágt fyrir þetta brot. -GHj. Stútur nýárs- nótt Á fimmta tímanum á nýársnótt var ökumaður, grunaður um ölvun við akstur, tekinn af lögregl- unni á Eyrinni á Isafirði. Var hann færður til blóð- töku og fær málið venju- lega meðferð. -GHj. Fimmtudagur 6. janúar 1994 | fb^ttabLAÐIÐ L Isafjarðarkaupstaður Sundhöll - íþróttahús Starfsmann vantar ( konu ) í fast starf Umsóknarfrestur til 20. janúar 1994. Upplýsingar hjá undirrituðum. íþróttafulltrúinn ísfirðingar - nágrannar Lausir tímar í íþróttahúsinu á Torfnesi og íþróttahúsinu við Austurveg tíma- bilið janúar - maí 1994. Upplýsingar hjá undirrituðum. íþ róttafulltrúinn ísafjörður Prófkjör Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á ísafirði hefur ákveðið frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnarkosningum næsta vor verði valdir í opnu prófkjöri. Prófkjörið fer fram 29. og 30. janúar 1994. Prófkjörið er opið öllum fullgildum félögum sjalfstæðisfélaganna á ísafirði og þeim stuðningsmönnum flokksins sem eiga munu kosningarétt í sveitarstjórnarkosn- ingunum á ísafirði og undirrita stuðnings- yfirlýsingu samhliða þátttöku í prófkjöri. Hér með auglýsir kjörnefnd Sjálfstæðis- flokksins á ísafirði eftir tillögum til fram- boðs í prófkjöri. Framboðum skal skila til formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins Jens Kristmannssonar, Engjavegi 31, ísa- firði, eigi síðar en 15. janúar 1994 en þann dag rennur framboðsfrestur út. Nánari upplýsingar veitir formaður kjörnefndar hs. 3098 og vs. 3941. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokkksins á ísafirði Þakkir Ég þakka öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttræðisafmæli mínu á aðfangadag. Hjörtur stapi Bjarnason Hlíðarvegi 8, Isafirði 63 Nýjar vestfirskar þjóðsögur Að fara fyrr af stað Sigurgeir Jónsson, Geiri í Kaupfélag- inu, sem lengi starfaði í Kaupfélagi Strandamann á Norðurfirði á Ströndum var oft skemmtilegur í tilsvörum. Eitt sinn þurfti Guðjón Kristinsson á Seljanesi (Guðjón á Dröngum) að komast í verslun. Geiri var ekki sérlega hrifinn af að af- greiða menn eftir lokun en Kaupfélaginu var ævinlega lokað klukkan sex. Guðjón kom að Kaupfélaginu rétt eftir sex því vegur frá Seljanesi inn með Ingólfsfirði er stórgrýttur og slæmur. Geiri stóð á stétt- inni og var nýbúinn að loka búðinni. Guðjón spurði hvort hann gæti ekki fengið að fara í búðina. „Jú, jú, það er í lagi“, sagði Geiri og lét Guðjón vita af þvi að hann hefði komið of seint og þetta væri ekki kristilegur tími til að fara í búð. „Það sprakk hjá mér á leiðinni og það tafði mig mikið“, sagði Guðjón. „Þegar svoleiðis kemur fyrir þá þarf að leggja fyrr af stað“, sagði Geiri. -GHj. Uppskrift í Vestfirska frá Bjarna Hákonarsyni hjá Fiskiöjunni Freyju á Suöureyri Sælgæti í sælkerasósu Eftir allar steikurnar yfir jólin fannst mér alveg tilvalið að koma með léttan og fljótlegan fiskrétt. í þennan rétt er hægt að nota flestar fisktegundir, allt eftir smekk og hug- myndaflugi kokksins, en þó mæli ég sérstaklega með þéttari fisktegundum s.s. humar, skötusel, hörpudisk eða steinbít. Rækjur eru síðan til að kóróna réttinn, (dreift útí sósuna, ekki steiktar með). Þetta er mjög einfaldur og fljót- legur réttur, (og sérstaklega gómsætur). í réttinn nú, hef ég hugsað mér að nota hörpudisk, ásamt rækjum til uppfylling- ar. 800 g af fiski er hæfilegt magn fyrir fjóra til fimm, og miðast uppskriftin við þann fjölda. Sósuna gerum við fyrst, og hægt er að laga hana fyrr um daginn og eiga til- búna, ef matarboð á að vera að kvöldi, þá er lítið mál að hita hana upp, steikja fiskinn (1-3 mín.), skella honum útí og setja síðan herlegheitin inn í ofn smá- stund, og þá er sælkeramatur tilbúinn. í sósuna þarf eftirfarandi: 1 stk blaðlauk sneiddan (meðalstór an) 2 stk sellerístöngla saxaða 2 stk paprikur (litur eftir smekk) láta þetta krauma smástund í smjöri/ smjörlíki. Síðan bætum við útí: 1 dl ananassafi (eða hvítvín) 1/2 tsk svartur pipar 1 tsk salt 1/4 tsk turmeric 1/4 tsk karrý 1 tsk Italian seasoning 1/2 tsk þriðja kryddið 1 stk fiskteningur 1 1/2 til 2 tsk tómatpuré 2 1/2 dl. rjómi Látið þetta krauma smástund, og þykkja síðan með 1 msk af hveiti, (sáldra því varlega útí, sósan má vera vel þykk, þar sem hún þynnist þegar fiskurinn kemur útí). Setjum þetta síðan í eldfast mót. Þá tökum við fiskinn, (ef eitthvað annað fiskmeti er áætlað, á að skera hann niður í 2-3 cm bita). Við veltum honum upp úr blöndu af 3 msk hveiti, 1 tsk salt og 1/2 tsk pipar. Snöggsteikjum sfðan þar til fiskinum er lokað, (alls ekki steikja humar og hörpudisk nema í smástund). Setjum síðan fiskinn vel of- aní sósuna, ásamt rækjunum, dreifum ca 150 g af Búraosti yfir. Tökum síðan góða handfylli af kartöfluflögum, papriku og/eða salt & pipar og myljum þær yfir, ekki smátt. Allt sett inn í vel heitan ofn, best undir grillið, neðarlega í ofninum. Þegar osturinn er orðinn fallega brúnn, er rétturinn tilbúinn. Berist fram með hrísgrjónum og hvftlauksbrauði, ásamt glasi af vel völdu hvítvíni. Ég skora á Sturlu Gunnar Eðvarðsson verslunarstjóra Kaupfélagsins á Hólma- vík, og annálaðan sælkera. í \ VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ Sími 4011 Fax 4423 Sunnukórinn ísafiröi 60 ára Sunnukórinn á ísafirði verð- ur 60 ára 25. janúar nk., en hann er elsti starfandi blandaði kór- inn á landinu. Margt er í deigl- unni vegna þessara merku tímamóta í starfsemi kórsins, svo sem árshátíð nú í janúar o.fl. Þó má segja að hápunkt- urinn verði þegar kórinn syngur með Sinfóníuhljómsveit Is- lands í júní nk. Það er ósk kórsins að allir þeir sem sungið hafa með kómum og treysta sér til, að þeir láti sjá sig í röðum kórfé- laganna, þannig að hægt verði að mynda einn stærsta kór sem hefur sést hér á ísafirði. Að sjálfsögðu eru allir aðrir söngelskir íbúar á fsafirði og nágrenni velkomnir. Æfingar eru á þriðjudögum kl. 20.15 í Tónlistarskólanum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.