Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Garðunnendur glíma nú víða við
lirfu rifsþélunnar, en tegundin hefur
lagst harkalega á rifsberja- og stik-
ilsberjarunna á suðvesturhorninu.
Margir garðeigendanna eru ráð-
þrota í baráttunni við lirfuna, en ým-
is ráð eru þó tæk til að sporna við
ágangi hennar.
Ekki víða en lætur til sín taka
Að sögn Erlings Ólafssonar, skor-
dýrafræðings hjá Náttúrufræði-
stofnun er líklegt að rifsþélan sé
komin til að vera. Hann segir þó ekki
líta út fyrir að hún hafi breitt veru-
lega úr sér hér á landi, en láti vel til
sín taka þar sem hún finnst.
„Þetta er í ákveðnu jafnvægi,
fjöldi þeirra hefur verið svipaður frá
ári til árs frá því hún kom hingað,“
segir hann.
Lirfan leggst nær eingöngu á rifs-
berjarunna hér á landi, enda stik-
ilsberjatré fátíð hérlendis. Hún étur
laufin upp til agna og getur aflaufg-
að runnana á skömmum tíma.
Í ljósi þess að lirfan leggst á fáar
trjátegundir er vandamálið því stað-
bundið og í flestum tilvikum auðvelt
að bregðast við ágangi rifsþélunnar.
Ýmis ráð tiltæk
vegna lirfunnar
Erling segir að þótt hægt sé að
vernda runna í görðum með hefð-
bundnu eitri, séu þó fleiri leiðir fær-
ar. Margar þeirra eru náttúrulegar,
til dæmis megi notast við grænsápu,
sem inniheldur efni sem fyrirfinnast
í náttúrunni.
Auk þess hafa einhverjir garðeig-
endanna brugðist við með því að
sjóða rabarbaralauf og úða soðinu
yfir runnana, í bland við grænsáp-
una, matarolíu eða hvítlauksvatn.
Éta rifsberjalaufin upp til agna
Rifsþélurnar komnar til að vera
Ýmis ráð tiltæk fyrir garðeigendur
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Rýr runni Þessi rifsberjarunni við Ásvallagötu í Reykjavík varð fyrir
barðinu á rifsþélu, en lirfan skilur ekkert eftir á grönnum greinunum.
Erlendur maður var í gær úrskurð-
aður í gæsluvarðhald til 20. ágúst að
kröfu lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu. Hann er grunaður um að
hafa smitað ungar konur af HIV-
veirunni, en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hafa tvær konur
greinst með sjúkdóminn eftir að
hafa átt samneyti við manninn og
hefur á annan tug kvenna farið í
HIV-greiningu.
Ríkisútvarpið greindi frá því að
maðurinn sé nígerískur hælisleit-
andi sem kom til landsins í ágúst á
síðasta ári.
Smitið var rakið
Ekki er vitað til þess að það hafi
komið upp á Íslandi að ein-
staklingur smiti annað fólk viljandi
með alvarlegum sjúkdómi. Talið er
að brotið myndi varða við 220. gr.
almennra hegningarlaga, en sam-
kvæmt ákvæðinu varðar það allt að
fjögurra ára fangelsi að stofna lífi
eða heilsu annarra í augljósan
háska, hvort sem er í ábataskyni, af
gáska eða á annan ófyrirleitinn
hátt.
Málið kom upp fyrir skömmu þeg-
ar fyrsta greiningin átti sér stað. Í
kjölfarið var hafin smitrakning sem
hefur leitt málið að þeim stað sem
það er í dag. Guðný Sigmundsdóttir,
settur sóttvarnarlæknir, segir fljót-
legt að greina hvort einstaklingur
sé HIV-smitaður. „Ef það liggur á
má gera það á einum sólarhring,“
segir Guðný.
„Þetta er HIV-smit sem veldur al-
næmi. Það er alvarlegur sjúkdómur.
Helstu smitleiðirnar eru kynmök og
skipti á sprautum og nálum,“ sagði
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir
við mbl.is. isb@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Blóðprufur Greining á HIV er fljót-
leg, en hún tekur aðeins einn dag.
Gæti varð-
að fjögurra
ára fangelsi
HIV-greining get-
ur tekið einn dag
Ungmennaráð Seltjarnarness bauð eldri borg-
urum á harmonikkuball í gær og einnig var boð-
ið upp á veitingar. Á ballinu var mikið dansað og
vel tókst til að sögn Soffíu Karlsdóttur sviðs-
stjóra menningar- og samskiptasviðs Seltjarn-
arness. Nikkuballið sem nú var haldið í sjötta
sinn fór fram á planinu við Björgunarsveitar-
húsið. Reynir Jónasson lék undir dansi á harm-
onikku og listahópur Seltjarnarnesbæjar,
Súkkuliðið, sló einnig á létta strengi. Soffía segir
að um 80-90 manns hafi mætt á staðinn og að í
sumar hafi verið mikið og gott samstarf á milli
Ungmennaráðsins og eldri borgara. Ungir
sumarstarfsmenn bæjarins bjóði til dæmis upp á
tölvunámskeið fyrir eldri borgara.
Morgunblaðið/RAX
Harmonikkan heillar unga sem aldna á Seltjarnarnesi
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra hefur kallað sendiherra
Danmerkur, Noregs, Rússlands,
Kanada og Bandaríkjanna á Íslandi
til fundar til að koma fram athuga-
semdum við yfirlýsingu sem undirrit-
uð var þeirra á milli í Ósló í síðustu
viku. Saman mynda þessi fimm ríki
svokallaðan A-5 ríkjahóp. Íslendingar
hafa krafist þess að rödd Íslands
heyrist varðandi málefni norður-
skautsins en yfirlýsingin sem sam-
þykkt var nú í síðustu viku snýr að
fiskveiðum á úthafinu í N-Íshafi.
„Sá vettvangur sem hefur verið
hugsaður til þess að ræða málefni
norðurskautsins er fyrst og fremst
Norðurskautsráðið en þar eru ekki
einungis þessi fimm lönd heldur einn-
ig Ísland, Svíþjóð og Finnland. Auk
þess skipa frumbyggjar stóran sess,“
segir Bjarni Már Magnússon lektor
við Háskólann í Reykjavík og bætir
við að samstarf A-5 ríkjanna án að-
komu hinna þriggja landanna sem
eiga sæti í Norðurskautsráði hafi
valdið spennu í samskiptum ríkjanna.
Bjarni Már segir hugmyndina á
bak við A-5 ríkjahópinn vera þá að
þar sitji löndin sem eigi lögsögu að
Norður-Íshafi. Ísland hafi hins vegar
haldið því fram að ekki sé hægt að líta
einungis til landfræðilegrar legu og
að landið ætti að koma að borðinu við
þessa vinnu einkum vegna mikilla
hagsmuna við fiskveiðar.
Ekki bundið af yfirlýsingunni
„Þegar kemur að úthafinu njóta
ríki ýmissa réttinda, til dæmis frelsis
til veiða. Það er þó gert eftir ákveðnu
kerfi í kringum fiskveiðistjórnunar-
samstarf. Ísland er ekki bundið af yf-
irlýsingunni en hún hefur mikla póli-
tíska vigt og það virðist sem þetta sé
upphafið að meira samstarfi þessara
fimm ríkja á sviði fiskveiðistjórnunar
á Norður-Íshafi,“ segir Bjarni Már en
bætir við að árið 2010 hafi Hillary
Clinton, þáverandi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, á fundi A-5 ríkja
snuprað Kanadamenn fyrir að bjóða
ekki Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og
frumbyggjum á fundinn. Það hafi ver-
ið metið til marks um aukin áhrif
Norðurskautsráðsins á kostnað A-5
samstarfsins. Yfirlýsingin í Ósló í síð-
ustu viku líti því út fyrir að vera frá-
hvarf í áttina til aukins samstarfs A-5
ríkjanna. isak@mbl.is
Ísland var skilið útundan við
stefnumótun á norðurskauti
Utanríkisráðuneytið kemur athugasemdum áleiðis á fundi með sendiherrum
Rifsþélan (Nematus ribesii) var
fyrst skráð hjá Náttúrufræði-
stofnun Íslands árið 2010, en
hefur líklega sest að hér á landi
tveimur til þremur árum áður.
Hún er útbreidd um alla Evrópu
og á Norðurlöndunum. Hún
þrífst ágætlega á Íslandi, en þó
með herkjum, miðað við langan
lirfutíma hennar hér.
Ekki á förum
RIFSÞÉLA Á ÍSLANDI