Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Framkvæmdir eru hafnar við
stækkun Hótels Öldu á Laugavegi
66-68 í miðborg Reykjavíkur.
Athygli vekur að aðeins er rúmt
ár síðan Hótel Alda byrjaði að taka á
móti gestum 15. júní 2014.
Hótelið er nú með 64 herbergjum
en verður eftir stækkun með 88-90
herbergi, alls um 4.100 fermetrar.
Áformað er að taka nýju herberg-
in í notkun í desember 2015.
Húsið Laugavegur 70 hækkað
Stækkunin felur í sér að húsið á
Laugavegi 70 er hækkað um einn og
hálfan metra og húsið allt endur-
byggt til að það henti undir verslun
og hótelrekstur. Laugavegur 70
snýr að Laugaveginum og verður
húsið eftir hækkun tvær hæðir og
ris. Jafnframt verður húsið stækkað
inn á baklóð. Þar er nú fyrir húsið
Laugavegur 70b sem líka verður
endurbyggt og tengt við Laugaveg
66-70. Skv. fasteignaskrá var húsið
Laugavegur 70 byggt 1902.
Gunnar Gunnarsson lögmaður er
talsmaður félagsins sem byggir upp
reitinn. Hann segir tengigang verða
byggðan milli Laugavegar 66-68 og
70b. Innangengt verður úr Hótel
Öldu og inn í húsin tvö, sem nú eru
númer 70 og 70b, og verður garður á
baklóðinni. Tólf hótelherbergi verða
í hvoru húsi fyrir sig, samtals 24 her-
bergi, auk verslunar. Tvær svítur
verða í húsunum og segir Gunnar
stefnt að því að þetta verði „glæsi-
legustu svítur í Reykjavík“.
Gunnar segir framkvæmdirnar
munu fela í sér fegrun áberandi
byggingarreits á Laugaveginum.
„Þetta er viðkvæmt svæði og verk-
taki mun leggja sig fram um að fyrir-
tæki og íbúar á svæðinu finni sem
minnst fyrir framkvæmdunum og
það er tekið fullt tillit til umhverf-
isins,“ segir Gunnar.
Minna umfang en að var stefnt
Að sögn Gunnars eykst bygging-
armagnið á reitnum um 700-800 fer-
metra með stækkuninni.
Það sé mun minni aukning en
fyrirhuguð var á sínum tíma fyrir
Laugaveg 66-70 þegar til stóð að
byggja verslunarhæð á reitnum sem
næði frá Laugavegi og suður að lóð-
um við Grettisgötu.
Gunnar segir rekstur Hótel Öldu
hafa gengið afar vel og að hótelið hafi
eina hæstu einkunn höfuðborgar-
hótela á Norðurlöndum ef litið er til
samanlagðrar einkunnar á vefsíðun-
um Booking.com og tripadvisor.com.
Hann segir Laugaveg 70 munu
verða borgarprýði eftir breytingarn-
ar. „Þetta verða falleg herbergi í
gömlu og glæsilegu húsi. Hvergi
verður til sparað til þess að svo megi
verða. Húsið er friðað og við gætum
okkur á að vanda til verka,“ segir
Gunnar Gunnarsson.
Hótel stækkað ári frá opnun
Herbergjum á Hótel Öldu á Laugavegi verður fjölgað um 24 Útbúnar verða
glæsilegar svítur Tveimur gömlum húsum breytt og þau sameinuð Hótel Öldu
Teikning/Adamsson ehf arkitektar/Birt með leyfi
Gamalt hús hækkað Hægra megin á myndinni má sjá útlínur Hótel Öldu. Laugavegur 70 er til vinstri við hótelið. Það hús verður hækkað og endurbyggt.
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir Hér má sjá hluta af gamla húsinu. Hótel Alda er til hægri.
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
Vinnumarkaðsrannsókn Hagstof-
unnar leiðir í ljós að atvinnuþátttaka
hefur aukist og atvinnuleysi minnk-
að. Hefur atvinnuþátttaka ekki verið
meiri síðan í júní 2008. Atvinnuleysi
mældist 2,9% en samanborið við árið
í fyrra er það 1,7% stigi lægra þegar
atvinnuleysi var 4,6%. Sé atvinnu-
leysi leiðrétt fyrir árstíðabundnar
sveiflur telst það vera 3,2%. Hlutfall
atvinnulausra hefur því minnkað um
1,2% milli mánaða en í maí var at-
vinnuleysi 4,4% þegar búið er að
taka tillit til árstíðaleiðréttingar.
Atvinnuþátttaka mældist nú
86,6% og er það aukning um 1,3% en
í árið 2014 var atvinnuþátttaka
85,3% en eins og áður sagði hefur
þátttakan ekki verið hærri frá því í
júní 2008.
Á vef Hagstofunnar kemur fram
að leitni vinnuaflstalna sýni að at-
vinnuleysi hefur lækkað um 0,2 pró-
sentustig sé horft til síðustu sex
mánaða og um 0,8 stig á síðustu tólf
mánuðum. Hlutfall starfandi síðustu
sex mánuði hefur aukist um 0,6 pró-
sentustig og um 1,2 stig síðustu tólf
mánuði.
Atvinnuleysi hjá körlum er 3,6%
og konum 2,1%. Hins vegar eru tölu-
vert fleiri konur en karlar utan
vinnumarkaðar en þær eru 19.400 á
móti 11.900 körlum. Þetta þýðir að
af þeim sem standa utan vinnumark-
aðar eru tæp 62% konur.
Atvinnu-
leysi
minnkar
Atvinnuþátttaka
ekki meiri frá 2008
Morgunblaðið/Ómar
Vinnumálastofnun Atvinnuleysi
minnkar samkvæmt nýjum tölum.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Steinþór Pálsson, bankastjóri
Landsbankans, telur að fólk hafi
skilning á nauðsyn þess og hagræði
af því, að koma höfuðstöðvum Lands-
bankans undir
eitt þak. Hann
segir að nægur
tími sé til stefnu,
til þess að breyta
ákvörðuninni um
nýjar höfuðstöðv-
ar, velji 98% eig-
enda bankans,
ríkið, að gera það.
„Það er í fyrsta
lagi eftir eitt og
hálft ár, eða svo, sem framkvæmdir
við nýjar höfuðstöðvar hefjast,“ sagði
Steinþór í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
forsætisráðherra, gagnrýndi áform
bankans í fréttum RÚV í fyrrakvöld
og reifaði hugmynd um að höfuð-
stöðvum bankans yrði komið fyrir í
Tollhúsinu við Tryggvagötu. Það
hafði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri
Bankasýslu ríkisins, áður gert, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Þá gagnrýndi Kári Stefánsson
Landsbankann og sérstaklega Stein-
þór Pálsson, bankastjóra, harkalega í
grein hér í Morgunblaðinu í gær.
Steinþór var spurður hvað hann
segði um harkalega og aukna gagn-
rýni á áform bankans um að reisa 8
milljarða króna höfuðstöðvar við
Austurhöfnina í miðborg Reykjavík-
ur og hvort einhverjar líkur væru á
að bankinn endurskoðaði áform sín:
Tilbúin að skoða málin
„Orð eru til alls fyrst. Við erum
alltaf tilbúin til þess að skoða málin,“
sagði Steinþór. „Við erum búin að
horfa upp á það vandamál í bank-
anum í töluverðan tíma, að það er of
mikill kostnaður í bankanum og það
er ákveðin sóun í gangi.“
Steinþór segir að stjórnendur
bankans hafi séð tækifæri til þess að
taka til hendinni í húsnæðismálum
höfuðstöðvanna, með því að koma
þeim undir eitt þak. „Mér heyrist að
menn hafi skilning á því að það geti
verið skynsamlegt og mikið hagræði
í því. Það er lóðin og staðsetningin,
sem virðist fara mest fyrir brjóstið á
fólki,“ sagði Steinþór.
Steinþór sagði að áður en bankinn
keypti lóðina af ríkinu og Reykjavík-
urborg, hefði hann skrifað Fast-
eignasýslu ríkisins, með fyrirspurn
um hvort Landsbankinn gæti keypt
Tollhúsið við Tryggvagötu.
Hægt að byggja við Tollhúsið
„Tollhúsið er að vísu ekki alveg
nægjanlega stórt fyrir okkur, en við
vorum að horfa til þess, ef við fengj-
um húsið, að byggja við það. Það er
alveg nægt pláss að byggja nýja
skrifstofuálmu nær hafnarbakk-
anum. Ég fékk þau svör frá ríkinu
að húsið yrði áfram notað fyrir Toll-
stjóraembættið og fleira og þannig
lauk þeirri umræðu,“ sagði Stein-
þór.
Hann kveðst ekki vita til þess að
nýjar ákvarðanir hafi verið teknar
um nýtingu Tollhússins, en ef svo
væri, þá teldi hann sjálfsagt að skoða
málið á nýjan leik.
Steinþór segir stjórnendur bank-
ans hafa séð ákveðinn ávinning af því
að hafa nýjar höfuðstöðvar stað-
settar miðsvæðis, eins og þær verða,
rísi þær við Austurhöfnina. „Fjár-
málaviðskiptum er stýrt héðan úr
Kvosinni, aðeins upp í Holtin, úr
Borgartúni og Kirkjusandi.
Meirihluti tekna Landsbankans
kemur af miðlægri starfsemi, ekki í
gegnum útibúin. Það eru mikil við-
skipti í gangi og við töldum mikil-
vægt fyrir okkur að vera nálægt
keppinautunum, en ekki langt í
burtu,“ sagði Steinþór.
Hann segir að fljótt hafi komið á
daginn þegar lóðir á svæðinu voru
skoðaðar, að erfitt gæti verið að leysa
bílastæðavandamál, nema þá að
byggja ofan í jörðina, sem væri geysi-
lega kostnaðarsamt. „Það hleypur á
hundruðum milljóna króna, sem við
munum spara okkur með því að fara í
Austurhöfnina, þar sem verður hægt
að samnýta bílakjallara.“
Steinþór var spurður hvort hann
teldi, í ljósi þeirrar gagnrýni sem er
fyrir hendi í þjóðfélaginu á bygging-
aráform bankans, að ástæða væri til
þess að kallaður yrði saman hluthafa-
fundur þar sem áformin yrðu hugs-
anlega endurskoðuð: „Ég held að það
sé engin ástæða til þess að gera það í
einhverju stressi augnabliksins. Það
eru engar framkvæmdir að fara í
gang. Það er í fyrsta lagi eftir eitt og
hálft ár, eða svo, sem framkvæmdir
við nýjar höfuðstöðvar hefjast. Þann-
ig að það verður nægur tími til þess
að skoða málið og ígrunda vel, án gíf-
uryrða,“ sagði Steinþór Pálsson,
bankastjóri Landsbankans.
Segir að nægur tími sé til stefnu
Framkvæmdir við nýjar höfuðstöðv-
ar hefjist í fyrsta lagi eftir 18 mánuði
Morgunblaðið/Kristinn
Landsbankinn Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Bankastjórinn
segir að stjórnendurnir séu alltaf til í að skoða málin. Orð séu til alls fyrst.
Steinþór Pálsson