Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 Nánari upplýsingar á rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Álagningar- og innheimtuseðlar einstaklinga 2015 eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra rsk.is og skattur.is. Barnabætur, vaxtabætur og inneign vegna álagningar verður greidd út 31. júlí. Upplýsingar um greiðslustöðu veita tollstjóri og sýslumenn. Álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra, dagana 24. júlí til 7. ágúst 2015 að báðum dögum meðtöldum. Kærufresti lýkur 24. ágúst 2015. Álagningu skatta á einstaklinga er lokið skattur.is Stefnt er að því að hluti þeirra 50 flóttamanna sem íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja sínum við ráð- herraráðið í Brussel um að taka á móti komi hingað til lands í október á þessu ári. Þetta sagði Stefán Þór Björnsson, for- maður flótta- mannanefndar, við mbl.is í gær, en líklegt er að fjöldi þeirra sem hingað kemur að öllum líkindum í október verði 25. Koma þá 25 flóttamenn til viðbótar á næsta ári. Í yfirlýsingu frá Velferðarráðu- neytinu var greint frá því að þær þjóðir sem geta verða að axla ábyrgð og gera sitt til að létta á vandanum en að sögn Stefáns hafa aldrei verið jafn margir flóttamenn og nú, frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Velferðarráðuneytið setti þó þann fyrirvara á tilkynninguna að Alþingi ætti eftir að samþykkja fjárveitingu til verkefnisins en gera má ráð fyrir því að það kosti í heildina um 200 milljónir króna að taka á móti 50 flóttamönnum, upphæðin myndi þó líklega skiptast niður á tvö ár þar sem hópurinn kemur hingað í tveim- ur hópum. Stefán segir að stjórnvöld hafi sett sér stefnu í málefnum flótta- manna árið 2007 en stefnan kveður á um að Ísland bjóði hingað 25 flótta- mönnum ár hvert. Á árunum eftir hrun hafi hins vegar verið dregið úr fjárveitingum til málaflokksins og því hafi fjöldi flóttamanna verið að meðaltali átta á ári á undanförnum árum. Búist við 25 flóttamönn- um í haust  Kostnaður er sam- tals um 200 milljónir Stefán Þór Björnsson „Lax númer 75.000 var að koma á land hjá Laxárfélaginu, en hann veiddist við Kistukvísl fyrir neðan Æðarfossa í Laxá í Aðaldal. Laxinn veiddist á flugu sem ber nafnið Djúp- maðurinn,“ sagði Orri Vigfússon for- maður Laxárfélagsins í gærkvöldi, en félagið fagnar 75 ára afmæli í ár. Orri var að vonum himinlifandi yfir því að þessi áfangi skyldi nást á af- mælisárinu. Að Laxárfélaginu standa einstaklingar og fjölskyldur og var það Spánverji sem kvænst hafði inn í eina fjölskylduna sem veiddi laxinn sem var einnig Maríulax veiðimanns- ins. Að sögn Orra hefur félagið verið með samninga um ein bestu svæðin í ánni í 75 ár eða frá því að byrjað var að veiða þar hinn 1. júní 1941. Orri hefur verið formaður félags- ins í heil 30 ár og hann er þriðji for- maður félagsins. Hann er einnig í forsvari fyrir Lax- verndunarsjóðinn sem vinnur að því að endurreisa laxastofninn til fyrra horfs beggja megin Atlantshafsins með því að koma í veg fyrir laxveiðar í net. „Það var að koma tilkynning frá yfirvöldum í Skotlandi nú í dag [í gær] að þeir ætla að láta banna allar frekari netaveiðar á laxi,“ sagði Orri sem segir þetta vera mikinn áfanga- sigur. Hann sagði að eftir eigi að koma í veg fyrir netaveiðar í Noregi og á Austur-Englandi. Laxvernd- unarsjóðurinn hefur verið starf- ræktur í 26 ár og náð stórum áfanga- sigrum í verndun laxastofnsins meðal annars með því að kaupa upp veiði- réttindi í löndum beggja vegna Norð- ur-Atlantshafsins. isak@mbl.is 75 þúsund laxar á 75 árum Morgunblaðið/Golli Lax Orri Vigfússon, formaður Laxárfélagsins, er að vonum kampakátur.  75 þúsundasti laxinn sem veiddist var Maríulax Björgunarsveitin Ósk í Búðardal var kölluð út á sjöunda tímanum í gær- kvöldi til að leita að íslenskri stúlku sem talin var hafa týnst á milli Laugardals og Langavatnsdals. Björgunarmenn höfðu fengið upp- lýsingar um á hvaða leið stúlkan var og því þótti ekki ástæða að sinni að kalla út fleiri hópa til leitar. Stúlkan fannst skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Eftir að hafa rætt við björg- unarmenn hélt hún áfram, enda var hún vel útbúin til útivistar og veður hið ágætasta. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg voru það aðstandendur stúlkunnar sem óttuðust um hana, höfðu samband við björgunarsveitir og óskuðu eftir að leitað yrði að henni. Aðstendendur óttuðust um stúlkuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.