Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
„Það er eins og einhver hafi staðið á
útsýnispallinum á Skoruvíkurbjargi
á Langanesi og skotið þar tugum
skota, ef ekki meira, á fugla í bjarg-
inu. Ummerkin
voru helst á öllum
þeim aragrúa
skothylkja sem
sjá mátti í skrið-
unni fyrir neðan
pallinn og nokkur
fuglshræ sem sjá
mátti á miðsnös-
inni.“ Þetta er
hluti af tölvupósti
Magnúsar Bergs-
sonar, fuglaáhugamanns, sem hann
sendi nýverið til fugl@falki.ni.is.
Magnús sagði í samtali við Morg-
unblaðið að honum hafi beinlínis
blöskrað þessi aðkoma og þess vegna
hafi hann sent þessar upplýsingar
frá sér.
Elías Pétursson, sveitarstjóri
Langanesbyggðar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að hann
hefði rætt við Magnús um þessa
óskemmtilegu reynslu hans.
Fjöldi skothylkja
„Ég náði í Magnús í gær. Hann
lýsti þessari aðkomu fyrir mér,
fjölda skothylkjanna í skriðunni fyr-
ir neðan pallinn og fuglshræjunum,
sem hann kvaðst hafa séð. Eftir það
samtal ákvað ég að hringja í lögregl-
una og biðja um rannsókn á málinu.
Þetta er útsýnispallur, ekki skotpall-
ur. Það er auðvitað ekkert annað en
einstakur aulagangur, ef sá eða þeir
sem skutu þarna inn í fullsetið fugla-
bjarg, töldu að þeir væru að veiða.
Svona ruddaháttur á ekkert skylt við
veiðimennsku,“ sagði Elías.
„Þetta er óskemmtilegt mál á
marga vegu. Við erum búin að leggja
í mikinn kostnað til þess að reisa
þennan útsýnispall, sem hefur mælst
einstaklega vel fyrir. Þessi útsýnis-
pallur okkar á Skoruvíkurbjargi er
pallur til þess að skoða fuglana, ekki
að skjóta þá. Svona framkoma er
ólíðandi með öllu og það er ekki það
sem við viljum sýna, að þarna séu
skothylki og fuglshræ,“ sagði Elías.
Þetta er sorglegt og ömurlegt
„Þetta er á allan hátt sorglegt og
ömurlegt. Við tökum þetta mjög al-
varlega og finnst það þess virði að
senda lögreglubíl út eftir, til þess að
rannsaka málið og reyna að komast
til botns í því hver eða hverjir voru
þarna að verki,“ sagði Elías. Hann
segir að fleiri vitni en Magnús séu að
því að fjöldi skothylkja séu í skrið-
unni, en á miðvikudag hafi ekki sést
fuglshræ í bjarginu. Þau gætu hafa
fokið úr bjarginu.
Heitir Járnkarlinn
„Brynhildur Óladóttir sóknar-
prestur vígði pallinn og tilkynnti
hvaða nafn hann hefði hlotið en íbúar
höfðu sent Langanesbyggð nafnatil-
lögur. Nafnið Járnkarlinn var talið
hæfa mannvirkinu vel ... Frá Járn-
karlinum er stórkostlegt útsýni að
klettadranginum Stóra-Karli sem rís
úr hafinu við bjargið með iðandi
fuglalíf og mikla súlubyggð,“ skrifaði
Líney Sigurðardóttir, fréttaritari
Morgunblaðsins í Langanesbyggð,
m.a. daginn eftir vígsluna í fyrra.
Ljósmynd/Elías Pétursson
Járnkarlinn Útsýnispallinum á Skoruvíkurbjargi var í maí í fyrra gefið nafnið Járnkarlinn. Sveitarstjórinn í Langa-
nesbyggð hefur beðið um lögreglurannsókn vegna gruns um að skotvopnum hafi verið beitt á pallinum.
Útsýnispallur, ekki skotpallur
Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, er afar ósáttur við að skotið
hafi verið á fugla af útsýnispallinum Járnkarlinum á Skoruvíkurbjargi
Stóri-Karl Kletturinn Stóri-Karl, sem rís úr hafinu við Skoruvíkurbjarg á
Langanesi, iðar af fluglalífi. Í Stóra-Karli er m.a. mikil súlubyggð.
Elías
Pétursson
mbl.is
alltaf - allstaðar
Björgunarsveitir
Slysavarnafé-
lagsins Lands-
bjargar frá
Hvolsvelli, undan
Eyjafjöllum og
úr Landeyjum
voru kallaðar út
um miðjan dag í
gær vegna ungs
dansks karl-
manns sem lenti í
sjálfheldu í fjallinu Einhyrningi.
Maðurinn var ekki slasaður en
komst hvergi og þurfti því aðstoð
fjallamanna björgunarsveitanna til
að komast niður. Einhyrningur er
innst í Fljótshlíð, afar bratt og ill-
fært fjall, þrátt fyrir að vera ekki
nema rúmir 600 metrar á hæð.
Björgunarmenn komu að mann-
innum skömmu fyrir klukkan 17 og
voru þeir komnir niður með hann
um 40 mínútum síðar.
Lenti í sjálfheldu í
Einhyrningi
Björgun Lands-
bjargarmenn.
Álagningarseðlar ríkisskattstjóra
voru gerðir aðgengilegir í gær og
er hægt að nálgast þá rafrænt á
vefnum skattur.is.
Þar er hægt að sjá hvort skatt-
aðili skuldi skatta og önnur opinber
gjöld eða hvort skatturinn hafi tek-
ið of háar fjárhæðir af viðkomandi
á seinasta ári, og hann eigi því rétt
til endurgreiðslu.
Þeir sem óskuðu eftir álagning-
arseðli á pappír fá hann sendan í
pósti eftir daginn í dag.
Barnabætur, vaxtabætur og
fyrirframgreiddar vaxtabætur
verða greiddar út 31. júlí, auk ann-
arra inneigna. Álagningarskrá mun
liggja frammi á starfsstöðvum rík-
isskattstjóra frá og með deginum í
dag til 7. ágúst.
Kærufrestur vegna álagningar
2015 er til 24. ágúst næstkomandi.
Morgunblaðið/Kristinn
Peningar Skattaðilar geta nú séð hvort
þeir skuldi skatta eða fái endurgreitt.
Álagningarskrá
liggur fyrir í dag
STUTT
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
30–50% AFSLÁTTUR
Á ÚTSÖLU
Rangt föðurnafn
Föðurnafn Höskuldar Björnssonar
listmálara misritaðist í grein um
heimildarmyndina Listamanna-
félagið í Hveragerði á baksíðu
Morgunblaðsins í gær. Beðist er vel-
virðingar á því.
LEIÐRÉTT
Húsavík er nýr viðkomustaður í
siglingakerfi Samskipa. Skaftafell,
nýtt skip félagsins, hefur þar við-
komu á tveggja vikna fresti sam-
kvæmt nýrri siglingaáætlun sem
þegar hefur tekið gildi.
Með reglubundnum siglingum til
Húsavíkur eru Samskip að efla
þjónustu sína á svæðinu með hag-
kvæmri tengingu beint við meg-
inland Evrópu. Siglingunum til
Húsavíkur er ætlað að mæta auk-
inni flutningsþörf sem m.a. er til
komin vegna framkvæmda á iðn-
aðarsvæðinu á Bakka og jarðhita-
virkjunar á Þeistareykjum.
Samhliða þessum siglingum
munu Landflutningar-Samskip
taka í notkun 600m² vöruafgreiðslu
á hafnarsvæðinu á Húsavík.
Húsavík bætist í
siglingakerfið