Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Hágæða kristalglös frá Þýskalandi
Við bjóðum Spiegelau í fallegum
gjafaöskjum sem er tilvalin
brúðkaupsgjöf.
• Rauðvínsglös
• Hvítvínsglös
• Kampavínsglös
• Bjórglös
• Karöflur
• Fylgihlutir
• Það er ekki að ástæðulausu að fagmaðurinn
velur Spiegelau og nú getur þú notið þeirra
• Platinumlínan okkar er mjög sterk og
þolir þvott í uppþvottavél
Spiegelau er ekki bara glas
heldur upplifun
Allt fyrir eldhúsið
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–18
Löndunarbið var í Norðurfirði á
Ströndum síðdegis í gær þegar sjó-
menn á strandveiðibátunum fimm-
tán sem þar leggja upp afla sinn
komu inn síðdegis. Þeirra á meðal
voru þeir Jón Geir og Gunnar Ás-
geirsson Ásgeirsson á bátnum Sal-
ómon Sig ST. Þeir voru með fimm-
tán tonna afla sem þeir fengu í
Drangaál sem er út af Dranga-
skörðum, en aflabrögð báta sem sótt
hafa á þau mið síðustu daga hafa
verið góð. Bræðurnir gera raunar
jöfnum höndum út á fisk og ferða-
menn, en þá daga sem ekki er sótt á
fiskislóð eru þeir með farþegaferðir
úr Norðurfirði í Reykjarfjörð og
Látravík, en á síðarnefnda staðnum
er Hornbjargsviti sem er vinsæll við-
komustaður ferðamanna. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjómenn Bræðurnir Gunnar, til vinstri, og Jón Geir Ásgeirssynir á bryggj-
unni í Norðurfirði á Ströndum síðdegis í gær með golþorsk.
Norðurfjarðarbátar
með góðan afla
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Í ársskýrslu netöryggissveitarinnar,
CERT-ÍS, fyrir árið 2014 segir að á
síðasta ári hafi meira borið á svo-
nefndum vefveiðum (e. „phishing“),
en áður, en þær eru ein netógna við
Íslendinga sem aukist hafa á síð-
ustu árum, með auknum viðskiptum
á veraldarvefnum. Slíkar ógnir eru
þó enn meiri fyrir netverja í ná-
grannalöndum Íslands, en við-
bragðsaðilar í netöryggismálum á
Íslandi eru sammála um að hér á
landi sé full ástæða til að hafa var-
ann á.
Í erlendum fjölmiðlum hefur jafn-
vel verið fullyrt að minnkandi
glæpatíðni endurspegli glæpastarf-
semi almennt ekki með góðum
hætti. Glæpir á internetinu hafi
aukist á móti, þar séu betri tækifæri
fyrir víðfeðmari glæpastarfsemi.
Meira ber á vefveiðum en áður
Í vefveiðum felast fjöldapóstsend-
ingar í annarlegum tilgangi, oftast
til að komast yfir fjármuni.
Slíkir póstar eru jafnan sendir til
viðskiptavina fyrirtækja undir
fölsku flaggi, en meðal annars hafa
bankar, fjármálastofnanir og fjar-
skiptafyrirtæki orðið fyrir þessari
gerð tölvuárása.
Póstarnir eiga það sammerkt að
óska upplýsinga á borð við lykilorð
eða kortaupplýsingar með ýmsum
blekkingum.
Þá má oft þekkja af lélegri ís-
lensku sem þar er notuð, þótt oft sé
um vandaðri vinnubrögð að ræða,
þar sem vart má greina hvort um
fals sé að ræða eða ekki. Meðal ann-
ars hafa tölvuþrjótar látið merki
fyrirtækja fylgja með og sett upp
eftirlíkingar af heimasíðum þeirra.
Guðbjörn Sverrir Hreinsson, ör-
yggisstjóri Símans, segir fyrirtæki
hér á landi reglulega verða fyrir
árásum af þessu tagi, meðal annars
hafi Síminn orðið var við slíkar
póstsendingar í nafni fyrirtækisins
á síðustu mánuðum. „Það var sett
upp vefsíða með merki Símans, að
vísu á lélegri íslensku. Þessir aðilar
sendu síðan fjöldapóst á fjölda ein-
staklinga, ekki bara viðskiptavini
Símans, þar sem fólk var beðið að
fara inn á vefsíðuna til að fá ein-
hvers konar endurgreiðslu,“ segir
hann og bætir við að fleiri hafi lent í
árásum af þessu tagi um leið.
Guðbjörn segir Ísland vel í stakk
búið til að takast á við árásir sem
þessar, boðleiðir séu stuttar og
samstarf gott. Þar að auki sé oft
auðvelt að koma auga á falspóst. Ís-
lendingar njóti líka þeirra forrétt-
inda að tala íslensku, sem erlendir
tölvuþrjótar eigi erfitt með að fóta
sig í.
Opnar tengingar varasamar
Guðbjörn segir aðra leið tölvu-
árása felast í opnum nettengingum,
en það vandamál hefur lengi verið
þekkt. „Þú getur sest niður á kaffi-
húsi og haldið að þú sért að tengjast
netinu sem kaffihúsið býður upp á.
Raunverulega getur manneskjan á
næsta borði verið að bjóða þér net-
ið,“ segir hann og bætir við að með
slíkri tengingu skapist kjöraðstæð-
ur fyrir tölvuþrjóta til að beina
tengingunni annað. Þannig sé
mögulegt að afrita öll samskipti
sem fram fara í tölvunni, til dæmis
viðskipti í heimabanka.
Hann segir opnar nettengingar
mjög varasamar og að góð regla sé
að nota til dæmis ekki heimabank-
ann með slíkri tengingu.
Svokallaðar gagnagíslatökur hafa
undanfarið rutt sér til rúms, að
sögn Guðbjarnar. Þá brýst þrjót-
urinn inn í tölvu einstaklings eða
fyrirtækis og dulkóðar gögn á vél-
inni þannig að viðkomandi sjái þau
ekki. Fórnarlambinu berst síðan
krafa um greiðslu gegn því að dul-
kóðuninni verði aflétt.
„Ef um er að ræða einstaklinga
er oft um að ræða tíu til fimmtán
þúsund krónur. Í tilvikum fyrir-
tækja getur upphæðin náð upp und-
ir hundrað þúsund,“ segir Guð-
björn, en fyrirtæki hafa oft betri
varnir gegn gagnagíslatökum en
einstaklingar. Besta vörnin fyrir
einstaklinga er að taka reglulega af-
rit af tölvugögnum.
Mikilvægt að hafa opin augu
Aðspurður um almennt öryggi í
netmálum segir Guðbjörn að mik-
ilvægt sé fyrir einstaklinga að upp-
færa reglulega stýrikerfi í tölvum
sínum. Þannig megi koma í veg fyr-
ir að tölvuþrjótar nýti sér þekkta
veikleika í eldri útgáfum til að koma
fyrir vírusum.
Einnig sé mikilvægt að samnýta
lykilorð sem minnst og allra síst
lykilorð í heimabanka og önnur lyk-
ilorð.
Hafa verði í huga hvaða síður eru
heimsóttar og fylgjast sérstaklega
með börnum sem nota netið, þau
geti auðveldlega ráfað inn á vafa-
samar vefsíður sem hafi að geyma
vírusa og aðrar ógnir.
Guðbjörn segir Ísland óhult að
einhverju leyti norður í hafi. Leiðir
tölvuþrjóta til að brjóta á fólki verði
þó fullkomnari með hverjum deg-
inum og því sé full ástæða til að
fylgjast grannt með þróuninni er-
lendis.
Tölvuárásir sífellt fjölbreyttari
Vefveiðum fjölgaði í fyrra að því er fram kemur í ársskýrslu CERT-ÍS Gagnagíslataka er nýjung
í aðferðum tölvuþrjóta Tölvuþrjótar settu upp eftirlíkingu af vefsíðu Símans til að hafa af fólki fé
Morgunblaðið/Rósa Braga
Netógn Mikilvægt er að hafa augun opin í netöryggismálum, mikil fjölbreytni er í aðferðum tölvuþrjóta nú til dags.
Fjölbreyttar aðferðir
» Vefveiðum (e.phishing) fór
fjölgandi hér á landi á síðasta
ári en fjölmörg fyrirtæki hafa
orðið fyrir barðinu á slíkum
árásum. Ein leið við vefveiðar
er að senda fjöldatölvupóst í
dulargervi tölvupósts frá fyrir-
tæki sem viðkomandi er í við-
skiptum við. Fórnarlambið er
síðan beðið um bankaupplýs-
ingar eða lykilorð af mismun-
andi ástæðum.
» Njósnir gegnum opnar
nettengingar í almennings-
rýmum eru vel þekktar. Í gegn-
um opna tengingu er auðveld-
lega hægt að beina sam-
skiptum tölvu á annan stað og
afrita þau.
» Gagnagíslataka er nýtt af-
brigði tölvuárása en í henni
felst „gíslataka“ gagna í tölvu
fórnarlambsins með dulkóðun
þeirra. Viðkomandi er svo send
krafa um greiðslu gegn því að
dulkóðuninni verði aflétt.