Morgunblaðið - 24.07.2015, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Í YFIRRÉTTI [e. HIGH COURT OF JUSTICE] (CHANCERY-DEILD)
FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL [e. COMPANIES COURT] Nr. 4486/2015
VARÐANDI
EXCESS INSURANCE COMPANY LIMITED,
HARTFORD FIRE INSURANCE COMPANY, UK BRANCH,
AVIVA INSURANCE LIMITED,
HARTFORD FINANCIAL PRODUCTS INTERNATIONAL LIMITED
OG
VARÐANDI
BRESK LÖG FRÁ ÁRINU 2000 UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG -
MARKAÐI [e. FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000]
TILKYNNING
HÉRMEÐTILKYNNIST að hinn 30. júní 2015 lögðu Excess Insurance
Company Limited („Excess“), Hartford Fire Insurance Company,
UK branch, („Hart Re“) og Aviva Insurance Limited („AIL“)
(Excess, Hart Re og AIL saman nefnd „framseljendur“) og
Hartford Financial Products International Limited („HFPI“ eða
„framsalshafi“) fram umsókn („umsóknin“) til yfirréttarins
High Court of Justice („dómstóllinn“), í samræmi við 1. mgr. 107.
gr. laganna frá árinu 2000 um fjármálaþjónustu og -markaði
(„lögin“), um úrskurð:
(1) um að heimila, skv. 111. gr. laganna, áætlun um framsal
tiltekinnar almennrar vátryggingastarfsemi framseljanda, sem
greinir hér að neðan, til HFPI („áætlunin“), og
(2) sem felur í sér viðbótarákvæði um áætlunina skv. 112. gr.
laganna.
Áætluninmun leiða til þess að HFPI taki yfir eftirfarandi starfsemi:
(a) almenna vátryggingastarfsemi Excess og Hart Re, og
(b) starfsemina sem AIL tók yfir frá London & Edinburgh
Insurance Company Limited (áður London & Edinburgh
General Insurance Company Limited) („L&E“) (nú hluti af AIL),
nánar tiltekið:
(i) vátryggingar sem L&E hefur veitt með
samnýtingarfyrirkomulagi gegnum eftirfarandi
vátryggingarumboðsaðila [e. underwriting agents]:
(A) B. D. Cooke and Partners milli 1948 og 1968,
(B) H.S.Weavers (Underwriting) Agencies Limited milli
1972 og 1976,
(C) Tower Underwriting Management (einnig nefnt
„Old Tower“) milli 1967 og 1972,
(D) Highlands Underwriting Agents (einnig nefnt
„Tower X“) milli 1973 og 1978, og
(E) Westminster Marine Insurance Managers milli
1960 og 1977, og
(ii) vátryggingar sem L&E veitti á London-markaðnum í
eigin nafni fyrir 1. janúar 1992, sem varða almennt
frumtryggingar í Bandaríkjunum og endurtryggingar sem
voru veittar frá 5. áratug 20. aldar fram á 8. áratug 20. aldar.
saman nefnt („L&E starfsemin“).
Eintök af áætluninni, skýrslu um skilmála áætlunarinnar,
sem var samin í samræmi við 109. gr. laganna, („skýrsla óháðs
sérfræðings“) og yfirlýsingu sem greinir frá skilmálum
áætlunarinnar og hefur að geyma samantekt á skýrslu óháðs
sérfræðings má nálgast endurgjaldslaust á vefsíðunni
www.downlandsliability.com. Stuðningsgögn og frekari
fréttir af áætluninni verða birt á þessari vefsíðu og því kann að
vera ráðlegt að athuga hvort uppfærslur hafi verið birtar. Einnig
er hægt að óska eftir ókeypis eintaki af þessum gögnummeð því
að skrifa eða hringja í Downlands Liability Management Limited
(„DLM“) með því að nota upplýsingarnar hér að neðan.
Umsóknin verður tekin fyrir hinn 13. október 2015 hjá dómara
Chancery-deildar yfirréttarins (High Court) í The Rolls Building,
Fetter Lane, London, EC4A 1NL, Bretlandi. Samþykki dómstóllinn
hana er fyrirhugað að áætlunin taki gildi 15. október 2015.
Hverjumþeim sem telur að framkvæmd áætlunarinnarmyndi hafa
neikvæð áhrif á sig er heimilt að annað hvort gera grein fyrir því
skriflega eða flytjamál sittmunnlega (í eigin persónu eða gegnum
lagalegan fyrirsvarsmann) við meðferð umsóknarinnar fyrir dómi
hinn 13. október 2015. Hver sá sem hyggst mæta á dómþing
réttarins eða flytjamál sitt skriflega verður að tilkynna umandmæli
sín eins fljótt og unnt er og helst a.m.k. tveimur virkum dögum
fyrir dómþingið þar sem umsóknin verður tekin fyrir hinn 13.
október 2015, til neðangreindra lögmanna eða til DLMmeð því að
nota upplýsingarnar hér að neðan.
Samþykki dómstóllinn áætlunina leiðir það til framsals til HFPI á
öllum samningum, fasteignum, eignum og skuldum sem varða
almenna vátryggingastarfsemi Excess og Hart Re og sem varða
L&E starfsemina (eins og hún er skilgreind hér að ofan), jafnvel
þótt aðila væri annars heimilt að fella úr gildi, breyta, eignast eða
gera tilkall til hagsmuna eða réttinda eða farameð hagsmuni eða
réttindi eins og þau hafi verið felld úr gildi eða þeim breytt í þessu
sambandi. Aðeins verður unnt að framfylgja slíkum rétti að því
marki sem úrskurður dómstólsins kveður á um það.
Dags.: 24. júlí 2015
Freshfields Bruckhaus Deringer LLP
65 Fleet Street
London
EC4Y 1HS
Bretlandi
Tilv.: 138865-0034/GHFS/NAG/LEH
Lögmenn framseljenda og framsalshafa
Downlands Liability Management Limited
DLM House
Downlands Business Park
LyonsWay
Worthing
West Sussex
BN14 9RX
Bretlandi
Tilv.: Roland Jackson
Netfang: HartfordPartVII@downlandsliability.com
Sími: +44 (0) 1903 836822
VIÐTAL
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Leikkonur verða aldrei of gamlar,
er það,“ spurði Kristín G. Magnús
leikkona og leikskáld kankvíslega
þegar Morgunblaðið ræddi við hana í
tilefni af margvíslegu tímamótum í
lífi hennar á þessu ári. Kristín kvaðst
taka undir þau sannindi að maður sé
ekki deginum eldri en manni finnst
maður vera!
Kristín á að baki merkilegan feril
og hún hefur verið frumkvöðull á
sínu sviði í leiklistinni. Þar er helst að
nefna Ferðaleikhúsið og Light
Nights – leiksýningarnar á ensku
fyrir ferðamenn.
Dreymdi um að verða leikkona
Kristín lærði ung ballett í List-
dansskóla Þjóðleikhússins hjá Erik
Bidsted og hélt áfram dansnámi í
Ballet Rambert í London. Henni
gekk mjög vel í ballett en í henni
blundaði alltaf draumurinn um að
verða leikkona. Kristín fékk inn-
göngu í The Royal Academy of
Dramatic Art í London (RADA).
„Ég var ofboðslega heppin að
komast inn í RADA, það var ekki al-
veg vandalaust að komast þar inn,“
sagði Kristín. „Þeim leist það vel á
mig að eftir að ég var byrjuð á öðru
ári fékk ég stóran styrk, Gerald
Lawrence Shakespeare-styrkinn, og
ég þurfti ekki að borga krónu það
sem eftir var af náminu. Ég fékk líka
einkakennslu í enskum framburði.
Það varð mér veganesti fyrir lífið og
ég hef lifað á því síðan.“
Kristín útskrifaðist frá RADA árið
1960, fyrir réttum 55 árum. Hún lék
eftir það á sviði á Englandi og eins í
sjónvarpsleikritum hjá BBC og ITV
áður en hún sneri aftur heim. Hún
lék í Þjóðleikhúsinu og með Grímu
auk þess sem hún kenndi í Leiklist-
arskóla Þjóðleikhússins og eins hjá
Leikfélagi Reykjavíkur.
Kristín giftist Halldóri Snorrasyni
árið 1965, fyrir 50 árum, og þau eiga
soninn Magnús Snorra, sem nú
stendur á fimmtugu. Magnús hefur
búið í Bandaríkjunum í 30 ár og
starfar þar sem vísindamaður og
uppfinningamaður á sviði tölvu-
tækni. Magnús fékk á sínum tíma
inngöngu bæði í Harvard College og
MIT. Hann nam rafmagnsverkfræði
í Harvard og útskrifaðist 1988. Hall-
dór lést árið 2007, 82 ára að aldri.
Ferðaleikhúsið í 50 ár
Ferðaleikhúsið var stofnað á gaml-
ársdag 1965. Stofnendur voru hjónin
Kristín og Halldór ásamt þeim Æv-
ari Kvaran leikara, Molly Kennedy,
leikmyndahönnuði og þýðanda, og
fleirum.
„Stofnun Ferðaleikhússins var
okkar áramótaheit 1965 og ég held
að við höfum efnt það nokkuð vel,“
sagði Kristín. „Meðan ég lék í Þjóð-
leikhúsinu var ég í 15-20 rullum.
Einnig samdi ég barnaleikritið
Kraftaverkið sem var sett upp í Þjóð-
leikhúsinu. Mig langaði að gera
meira en að vera bara í Þjóðleikhús-
inu. Ég átti frí yfir sumarið og ákvað
að fara með Róbert Arnfinnssyni og
fleiri leikurum hringinn í kringum
Ísland,“ sagði Kristín. Fyrsta verk-
efni Ferðaleikhússins var leikritið
Tónaspil og hjónaspil eftir Peter
Shaffer í leikstjórn Kristínar. Þau
sýndu á 40 stöðum á 40 dögum. Af-
raksturinn varð ekki mikill pen-
ingalega, að sögn Kristínar, en
ánægjan því meiri. Starfsemi Ferða-
leikhússins lá síðan í dvala um tíma.
„Svo settum við upp stórt barna-
leikrit, Týnda konungssoninn, í
Glaumbæ, þar sem nú er Listasafn
Íslands,“ sagði Kristín. „Sigurbjörn
Eiríksson, veitingamaður í
Glaumbæ, bauð okkur að vera þar
frítt þegar ekki voru dansleikir. Við
stóðumst ekki boðið. Þetta var of-
boðslega gaman, stór sýning með lif-
andi hljómsveit. Ég held að það hafi
um 15 manns tekið þátt.“
Kristín skrifaði leikritið Týndi
konungssonurinn upp úr leikriti sem
Ragnheiður Jónsdóttir hafði skrifað.
Leikritið varð mjög vinsælt og var
tekið upp fyrir sjónvarp og sýnt í
tveimur hlutum. Sjónvarpið endur-
sýndi Týnda konungssoninn tvisvar.
Ferðaleikhúsið var frumkvöðull
íslenskra leikhópa í að að setja upp
sýningar á Edinborgarhátíðinni í
Skotlandi og fyrst íslenskra leikhópa
með sýningu í West End-leikhús-
hverfinu í London.
Sýningar fyrir ferðamenn
Einu sinni kom Molly Kennedy að
máli við Kristínu og nefndi að lítið
væri í boði fyrir erlenda ferðamennn
í Reykjavík annað en að slæpast um
göturnar. „Hún sagði við mig: Þú
talar jafnt ensku og íslensku. Af
hverju prófum við ekki eitthvað?
Molly var mjög góður þýðandi og
bauðst til að þýða. Ég ákvað að slá til
og prófa þetta eitt sumar,“ sagði
Kristín. Sýningarnar hófust sumarið
1970 og voru upphaflega í Glaumbæ
undir heitinu Kvöldvaka. Síðar var
ákveðið að taka upp enska heitið
Light Nights (Bjartar nætur) sem
höfðaði betur til erlendra ferða-
manna.
Efni sýningarinnar var sótt í Þjóð-
sögur Jóns Árnasonar og Íslend-
ingasögurnar. Ævar Kvaran var
með Kristínu í þessum sýningum
sem nutu strax mikilla vinsælda.
Þær voru fastur liður í menningarlífi
Reykjavíkur áratugum saman. Eftir
Glaumbæ fóru Light Nights á Hótel
Loftleiðir, þaðan á Fríkirkjuveg 11
og svo í Tjarnarbíó. Einnig voru sýn-
ingarnar í Iðnó, Hlaðvarpanum og
heima hjá Kristínu á Baldursgötu.
Ferðaleikhúsið fór með Light
Nights í sýningarferðir um Banda-
ríkin, m.a. til New York, Chicago,
Boston, Minneapolis, Davenport í
Iowa, Madison í Wisconsin og víðar.
Brjálæðiskennd vinna
Kristín sagði að efni sýninganna
hefði verið uppfært og breytt á
hverju sumri enda úr nógu að moða í
þjóðsögunum og Íslendingasög-
unum. „Ein saga hefur þó verið fast-
ur liður, en í ýmsum útfærslum,
hvort sem það eru fáir eða margir
leikendur. Það er sagan af djákn-
anum á Myrká. Hann hefur elt mig
öll þessi ár,“ sagði Kristín. Hún sagði
að sér þætti ekki erfitt að sýna en allt
umstang og markaðssetning hefði
vaxið mjög mikið og útheimti mikla
vinnu. „Áður var nóg að útbúa bækl-
inga og veggspjöld en það nægir ekki
lengur. Þeir sem ráða ferðamálum í
Reykjavík skipta sér afskaplega lítið
af einkaframtakinu á sviði afþrey-
ingar fyrir ferðamenn, það verður að
segja það. Við einkaaðilarnir erum
ekkert mikið hafðir með þegar verið
er að kynna framboðið á afþrey-
ingu.“
Kristín sagði framtíð Light Nights
óvissa. „Ég sé engan sem ætlar að
taka við af mér. Það kemur ekki allt-
af maður í manns stað. Það er auðvit-
að brjálæðiskennd vinna að standa í
þessu.“ Hlé hefur orðið á Light
Nights-sýningunum í sumar. Í fyrra-
sumar hætti Kristín að hafa sýningar
fyrir áhorfendur sem komu af göt-
unni en bauð áfram upp á sýningar
fyrir hópa. Hún hefur ekki auglýst
sýningarnar í sumar.
Kristín sagði að það þyrfti alltaf að
gæta að fjárhagshliðinni og því að
hún gengi upp.
„Ég hef aldrei velt mikið fyrir mér
peningamálunum, hef hugsað meira
um að gera góða sýningu. Svo allt í
einu rekst maður á harðan vegg og
áttar sig á því að maður þarf líka að
hugsa um peningamálin. Mennta-
málaráðuneytið hefur oft hjálpað
mér og sett í mig kjark að fara af
stað. Það hafa aldrei verið háar upp-
hæðir en nóg til þess að ég hef þorað
að leggja í hann,“ sagði Kristín. Hún
sagðist geta haldið Light Nights-
sýningum áfram með skömmum fyr-
irvara.
„Ég treysti mér vel til að halda
áfram að leika. En til að ég byrji aft-
ur með Light Nights þarf ég að hafa
meiri stuðning frá þeim sem ráða
ríkjum um ferðamál í Reykjavík-
urborg,“ sagði Kristín. „Efnið er
okkar arfleifð og hefur fylgt okkur
frá upphafi. Við eigum ákaflega
skrautlegar þjóðsögur líkt og marg-
ar aðrar þjóðir.
Okkar þjóðsögur eru sérstæðar.
Ég hef oft fundið að fólk ber saman
þjóðsögurnar okkar við sínar eigin
þjóðsögur. Það er kannski einhver
skyldleiki en ekki sama útfærsla. Ég
er aldrei með sömu útgáfuna á sýn-
ingunum. Ég nenni ekki að vera allt-
af eins. Sýningarnar taka líka mið af
því hvort maður er með fáa eða
marga leikendur. Það breytir því
hvernig þetta er sett upp.“
Er enn á fjölunum
Kristín sagðist hafa ákaflega gam-
an af að ferðast og hafa komið til
fjögurra heimsálfa. Enn eru þó næg-
ir áfangastaðir eftir. Hún sagði
ferðaáhugann samlagast vel
vinnunni þegar henni er boðið til út-
landa að leika, að geta samlagað
ferðaáhugann og vinnuna.
„Ég er enn á fjölunum. Hinn 31.
maí síðastliðinn var ég með góðgerð-
arsýningu í Scandinavian Living
Center, Nordic Hall, í Newton í
Boston. Hún var til styrktar Vildar-
börnum, ferðasjóði Icelandair fyrir
langveik börn á Íslandi,“ sagði Krist-
ín. „Mér leið mjög vel með þetta. Ég
held að maður eigi að reyna að láta
gott af sér leiða í lífinu.“
Djákninn á Myrká gengur aftur í
einleiknum Hringferðinni, eftir
Kristínu, sem hún ætlar sýna á Suð-
ureyri við Súgandafjörð 6. ágúst
næstkomandi á listahátíðinni Act
Alone. Það verður í fyrsta sinn sem
Kristín segir sögu djáknans á ís-
lensku á leiksviði. Hún er nú að rifja
upp Shakespeare og Tjekov frá því
þegar hún var að hefja nám sitt í
RADA í London og mun sýna sam-
eiginlegt þema í sögunum.
„Mér finnst það allt í einu svolítið
mikill handleggur að segja allt á ís-
lensku. Ég hef ekki leikið á íslensku
síðan ég var í Þjóðleikhúsinu. Það er
orðið langt síðan. En ég var búin að
taka þetta að mér og get ekki svikið
það. Auk þess hef ég ekki farið út á
land í tugi ára. Ég var alltaf upptekin
á sumrin í Light Nights,“ sagði
Kristín.
Þá hefur henni verið boðið að
koma með sýningu á ensku til Seattle
í Bandaríkjunum í haust og jafnvel
einnig til Newport. Kristín kvaðst
vera að hugleiða hvort tveggja.
„Leikkonur verða aldrei of gamlar“
Kristín G. Magnús leikkona var einn af stofnendum Ferðaleikhússins fyrir 50 árum Kristín hefur
leikið í Light Nights-leiksýningunum frá því þær hófust 1970 Leikur á íslensku í fyrsta sinn í mörg ár
Morgunblaðið/Þorkell
Light Nights Kristín G. Magnús leikkona hefur lengi verið með leiksýningar fyrir ferðamenn á ensku.
„Einu sinni kom nokkuð fullorð-
inn maður, prófessor frá
Bandaríkjunum, á sýningu á
Light Nights á Fríkirkjuvegi 11.
Hann spurði hvort við ættum
lopapeysu því hann hafði
gleymt að taka með sér hlýja
flík. Við létum hann hafa fína
og góða peysu,“ sagði Kristín
G. Magnús, leikkona. Um þetta
leyti stóð til að sonur hennar,
Magnús Snorri Halldórsson
sem nú er rafmagnsverkfræð-
ingur, færi í inntökupróf í Har-
vard College í Bandaríkjunum.
„Þessi maður varð milli-
göngumaður með að útvega
mér húsnæði í Bandaríkjunum
þegar sonur minn var að byrja í
námi. Það var hjá auðugri konu
sem átti tvö hús. Við urðum svo
miklar vinkonur og ég dvaldi
hjá henni í tvo mánuði. Eftir
það kom ég alltaf árlega til
hennar á meðan hún átti þessi
hús. Mér fannst eins og þessi
maður hefði verið sendur til
mín.“
Góð sending
á sýninguna
LEIKHÚSGESTI VAR KALT