Morgunblaðið - 24.07.2015, Side 19

Morgunblaðið - 24.07.2015, Side 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 STUTTAR FRÉTTIR ● Félag atvinnurekenda, FA, hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi og ítrekað áskorun sína frá því í desember um að rannsókn á samkeppnismáli Mjólkur- búsins Kú gegn Mjólkursamsölunni verði hraðað eins og kostur er. Í tilkynn- ingu segir að tilefnið sé ný ákvörðun verðlagsnefndar búvara um samkeppn- ishamlandi verðhækkun á hrámjólk til úrvinnslu. Kú telur ákvörðun nefndar- innar stefnt gegn samkeppni á mjólk- urmarkaði. Ítreka áskorun um rann- sókn á mjólkurmarkaði ● Framtakssjóðurinn Edda slhf., sem rekinn er af verðbréfafyrirtækinu Virð- ingu, hefur keypt hlut í Marorku. Þýski fjárfestingasjóðurinn Mayfair verður áfram stærsti hluthafi Marorku. Í til- kynningu segir að fjárfestingu Eddu sé ætlað að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins bæði á Íslandi og á erlendum mörkuðum. Marorka var stofnað árið 2002 en fyrirtækið þróar, framleiðir og selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað fyrir stærri skip og skipaflota. Seld hafa verið orkustjórnunarkerfi í yfir 500 skip en þau gera skipafélögum kleift að minnka olíunotkun og þar af leiðandi draga úr mengun og spara fjármuni. Tekjur félagsins hafa að meðaltali vaxið um 30% á milli ára síðustu þrjú ár en um 60 manns starfa hjá Marorku. Edda er fimm milljarða króna fram- takssjóður með rúmlega 30 hluthafa sem samanstanda af lífeyrissjóðum og öðrum fagfjárfestum. Framtakssjóðurinn Edda kaupir í Marorku                                    !"! "# #$ !  % %! $ "$# $$! $$ &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 ! !"#$ " #  % % !$ " "$! $"#   !"# # " #$"  # %  "# "$%# $ %  !"%!% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það liggja engar ákvarðanir né tillögur til afgreiðslu fyrir stjórn bankans um afhendingu hluta- bréfa, hvorki til stjórnenda né starfsmanna,“ segir Friðrik Soph- usson, stjórnarformaður Íslands- banka, í ljósi frétta sem birtust í ViðskiptaMogganum í gær og varða mögulega kaupauka helstu stjórnenda bankans í tengslum við gerð nauðasamnings og sölu bank- ans. Þá ítrekar Friðrik einnig að slík tillaga þyrfti að fá samþykki annarra en stjórnar. „Ef slík af- hending hlutabréfa á að eiga sér stað verður að bera slíka ákvörðun undir eigendur bankans og hlut- hafafund.“ Í sama streng tekur Birna Ein- arsdóttir bankastjóri. Hún segir að kjaramál starfsmanna bankans séu reglulega rædd í stjórn og að sér- stök starfskjaranefnd fjalli um þau mál. „Kjaramál eru auðvitað rædd í stjórninni og því er ekki að neita að eftir að starfsmenn Landsbank- ans fengu hlut í bankanum árið 2009 hef ég reglulega verið spurð um það á starfsmannafundum hvort slíkt hið sama standi til hjá Íslandsbanka.“ Birna segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar hvað þessi mál varðar. „Vissulega hefur umræðan um þessa leið eins og aðrar verið tekin í stjórninni en eins og stjórn- arformaður bankans hefur sagt liggja engar tillögur fyrir um þessi mál,“ segir Birna. Kaupaukar enn til umræðu  Forsvarsmenn Íslandsbanka segja enga ákvörðun liggja fyrir um hvernig kaupaukum verði háttað hjá bankanum Morgunblaðið/Kristinn Starfskjör Engin ákvörðun hefur verið tekin um nýtt kaupaukakerfi. Breska viðskiptablaðið Financial Times hefur verið selt einu stærsta fjölmiðlafyrirtæki Japans, Nikkei. Samkvæmt samkomulaginu selur útgefandi blaðsins, Pearson, FT Group fyrir 844 milljónir punda, sem samsvarar rúmum 177 millj- örðum íslenskra króna. Í sölunni fylgir auk Financial Times, meðal annars vefsíðan FT.com og tímarit- in The Banker og Investors Chron- icle. Í tilkynningu um söluna er tek- ið fram að höfuðstöðvar blaðsins við One Southwark Bridge í London fylgi ekki með í sölunni, né heldur 50% hlutur í The Economist Group sem er útgefandi tímaritsins The Economist. Japanski fjölmiðlarisinn sló með þessu út þýska fjölmiðlafyrirtækið Axel Springer sem hefur verið í við- ræðum um kaupin síðustu vikur. Upplag FT í prentaðri útgáfu og netútgáfu hefur vaxið um 30% síð- ustu fimm árin og er nú 737 þúsund eintök. Um 70% upplagsins er selt í gegnum netið. Nikkei, sem gefur út stærsta við- skiptablað Japans, er með 3,12 milljónir áskrifenda og sölu sem nemur jafnvirði yfir 200 milljarða króna. Í tilefni af sölunni sagði John Fallon, forstjóri Pearson, að útgef- andinn hafi verið stoltur eigandi Financial Times í næstum 60 ár. En í nýju tækniumhverfi snjallsíma og samfélagsmiðla sé besta leiðin til að tryggja áframhaldandi árangur FT að það verði hluti af alþjóðlegu staf- rænu fréttafyrirtæki. Tsuneo Kita, stjórnarformaður og forstjóri Nikkei, segir að hann sé stoltur af því að fá Financial Times í liðið enda sé það einn virðulegasti fréttamiðill heimsins. Hjá FT starfa 500 blaðamenn sem eru staðsettir á 50 stöðum víðs vegar um heiminn. Blaðið var fyrst gefið út sem fjórblöðungur árið 1888 en Pearson keypti blaðið árið 1957. Hlutabréf í Pearson hækkuðu um 2,1% þegar kaupin voru tilkynnt. AFP Viðskiptablað Financial Times hefur nú í fyrsta sinn verið selt úr breskri eigu en kaupandi þess er Nikkei, eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki Japans. Japanar kaupa Financial Times  Kaupverðið 177 milljarðar króna Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Kattafóður –Aðeins það besta fyrir köttinn þinn! Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.