Morgunblaðið - 24.07.2015, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það máttigreina mik-inn skjálfta í
herbúðum breska
Verkamannaflokks-
ins í gær eftir að ný
skoðanakönnun benti til þess að
Jeremy Corbyn, þingmaður
flokksins í London, ætti mestan
stuðning flokksmanna vísan í
leiðtogakjöri flokksins, sem lýk-
ur 12. september. „Félagi Cor-
byn,“ eins og hann hefur verið
kallaður, var fyrirfram talinn
eiga sístan möguleika á árangri í
kjörinu, þar sem stefnumál hans
þykja enn róttækari og lengra
til vinstri en stefna Eds Mili-
band, sem breskir kjósendur
höfnuðu með eftirminnilegum
hætti fyrr í vor.
Corbyn þessi er að mörgu
leyti ekki hinn dæmigerði
stjórnmálamaður, skartar al-
skeggi og er óhræddur við að
ganga gegn forystu flokks síns
þegar honum mislíkar stefna
hans, og má rekja vinsældir
hans meðal flokksmanna Verka-
mannaflokksins að einhverju
leyti til þess hvernig hann ber
sig sem fulltrúi alþýðunnar gegn
flokksræðinu. Hitt er síðan ann-
að mál, að breskir kjósendur
hafa ítrekað litið róttæka
vinstristefnu hornauga.
Kosningarnar 1983 eru lík-
lega eitt skýrasta dæmi þess, en
þá sendi Verkamannaflokkurinn
frá sér stefnuskrá sína, sem
hlaut undireins viðurnefnið
„lengsta sjálfsvígsbréf í heimi“,
og átti ekki síst þátt í því að
Margaret Thatcher hlaut frekar
náðugt endurkjör,
þrátt fyrir storma-
samt kjörtímabil.
Þessa sögu kann
Tony Blair, eftir-
maður Thatchers,
og eini leiðtogi Verkamanna-
flokksins sem hefur náð að vinna
þrennar kosningar í röð. Þess
vegna ákvað hann að flytja ræðu
á miðvikudaginn, þar sem hann
varaði sérstaklega við því að
flokkurinn færði sig enn lengra
til vinstri en þegar væri komið,
þar sem slíkur flokkur myndi
aldrei fá brautargengi meðal al-
mennra Breta, hvað sem stuðn-
ingi róttækra vinstri manna liði.
Oftar en ekki er þó ekki hlust-
að á varnaðarorð sem þessi, og
munu flestir kjósendur Verka-
mannaflokksins enn vera þeirr-
ar skoðunar að þeirra sigursæl-
asti leiðtogi sé best geymdur úti
í horni. Varnaðarorð Blairs
munu því líklega ekki verða
Corbyn til mikilla trafala í leið-
togakjörinu, og gætu jafnvel
orðið til þess að auka á veg
hans.
Það sem ætti að valda forystu
flokksins þó enn meira hugar-
angri er sú staðreynd, að sömu
kannanir og mæla Corbyn í for-
ystu sýna einnig að almennir
breskir kjósendur vantreysta
öllum formannskandídötunum
jafnt, en einungis um fimmt-
ungur telur þá hæfa til þess að
gegna starfi forsætisráð-
herrans. Það verður því verk að
vinna fyrir hvern þann sem tek-
ur við hinu vonda búi Eds Mili-
band.
Varnaðarorð Tony
Blairs munu falla í
grýttan jarðveg}
Verkamannaflokkur
í vanda
Þótt enn séu tæp-ir 16 mánuðir í
forsetakosningar í
Bandaríkjunum er
leikurinn tekinn að
æsast. Nokkrir
frambjóðendur hafa
gefið kost á sér í for-
kosningu demó-
krata, en Hillary Clinton hefur þó
enn stöðu krónprinsessu á þeim
bæ. Hún hefur notið mikils stuðn-
ings, en síðustu mánuði hefur sax-
ast á hann því dregið hefur úr
trausti hennar og trúverðugleika.
Ástæðurnar eru tvær. Annars
vegar óvenjuleg notkun hennar á
opinberum tölvupóstum og
ákvörðun um að eyða 30 þúsund
þeirra, þar sem hún hefði metið
þá sem persónulega pósta. Hins
vegar er það auðsöfnun Clinton-
hjónanna og fjármál sjóða sem
reknir eru í þeirra nafni. Stuðn-
ingsmenn Hillary treysta því að
þessi mál muni falla í skuggann
fyrir öðrum á næstu mánuðum.
Repúblikanar eru enn fjarri því
að ákveða endanlegt forsetaefni
sitt. Einir 16 frambjóðendur eru
opinberlega á ferðinni. Auðjöf-
urinn Donald Trump fer nú mik-
inn og minnir á mink í hænsnabúi.
Hið fræga „11. boð-
orð Ronalds Reag-
ans“ – repúblikanar
tala ekki illa um aðra
repúblikana – er
ekki hluti af dagskrá
Trumps, sem hjólar
meira í þá en and-
stæðinginn. Trump
er stóryrtur um fleiri svo sem um
nágrannann í suðri, Mexíkó, og
flóttamenn sem þaðan koma.
Flugeldasýning Trumps hefur
skotið honum í fremstu röð í
könnunum, þótt flestir telji að sú
blaðra muni springa. Nýlega hót-
aði Trump að bjóða sig fram sem
óháður yrði hann ekki forsetaefni
Repúblikana. Hótunin minnir
þann flokk óþægilega á framboð
annars auðkýfings, Ross Perot,
árið 1992. Perot hlaut betri út-
komu en nokkur annar óháður
frambjóðandi hefur fengið eða 19
milljónir atkvæða á meðan
George W.H. Bush hlaut 39 millj-
ónir og Bill Clinton 45 milljónir.
Ekki er óyggjandi að Perot hafi
orðið til þess að forsetinn tapaði.
En Perot hefur oftast nær stutt
repúblikana í forsetakosningum,
Bush yngri árið 2000 og Romney
árið 2012.
Ekki hefur óvissan
vegna næstu for-
setakosninga í
Bandaríkjunm
minnkað}
Fjörug lota í löngum slag
S
amkvæmt orðabók Menningarsjóðs
þýðir orðið drusla m.a. tuska, lélegur
bíll og sóðalegur eða lítilsigldur
kvenmaður. Viðurnefnið drusla var
líka lengi vel, og er enn, notað um
konur sem er nauðgað eða beittar kynferðislegu
ofbeldi, þær hafi kallað það yfir sig með því að
haga sér á druslulegan hátt (hvað sem það nú
þýðir).
„Mér hefur verið sagt að ég ætti ekki að segja
þetta. En til að komast hjá árásum ættu konur
að forðast að klæða sig eins og druslur.“ Líklega
óraði kanadíska lögregluþjóninn Michael San-
guinetti ekki fyrir því að þessi orð, sem hann lét
falla á fundi í Toronto í Kanada í janúar 2011 þar
sem rætt var um nauðganir á háskólasvæðum,
yrðu örlagaríkasta setningin sem hann hefur lát-
ið út úr sér á lífsleiðinni. Hvað þá að hann myndi
hljóta alheimsfrægð og að þessi ummæli yrðu þess valdandi
að upp hófst rökræða víða um heim um hvað drusla væri og
hvort konum væri ekki fullkomlega frjálst að vera druslu-
legar ef þeim sýndist svo.
Sanguinetti var ekki fyrstur til að segja að konur sem
verða fyrir kynferðisofbeldi geti sjálfum sér um kennt.
Heldur ekki sá síðasti. En þessi ummæli hans höfðu þau
áhrif að skömmu síðar var fyrsta Druslugangan gengin í
Toronto. Sama ár var sú fyrsta hér á landi og á morgun
verður hún gengin hér í fimmta skiptið.
Það sem hefur skilið kynferðisglæpi frá öðrum tegundum
glæpa í gegnum tíðina er sú tilhneiging að sá sem glæpurinn
beinist gegn hljóti að hafa stuðlað að honum á
einhvern hátt. Klæðaburður eða fas þolenda er
tíundað sem ástæður fyrir því að verða fyrir of-
beldi og þannig hefur þolandinn verið gerður
ábyrgur fyrir glæpnum að hluta til eða alfarið.
Ekki drekka áfengi. Ekki vera í flegnum eða
stuttum fötum. Ekki vera alein á ferð. Ekki
vera svona, ekki hinsegin, ekki vera þarna og
alls ekki hér. Ekki, ekki, ekki...
Golda Meir var forsætisráðherra Ísraels
1969-1973. Í valdatíð hennar kom upp sú tillaga
í þinginu að setja konum útgöngubann eftir
myrkur til að fækka nauðgunum. Meir lagði til
að nær væri að útgöngubann yrði sett á karla,
það væru jú þeir sem nauðguðu.
Ekkert varð af útgöngubanni, hvorki karla né
kvenna. Lausnin er nefnilega ekki að loka konur
inni. Hún er heldur ekki sú að læsa alla karla
inni vegna þess að lítill hluti þeirra nauðgar og heldur ekki
að skerða frelsi kvenna með því að setja þeim skorður um
hvernig þær eiga að klæða sig. Klæðnaður, hegðun eða fas
fólks má aldrei vera viðurkennt sem sem möguleg afsökun
fyrir glæpamenn. Aldrei.
Í tilefni af Druslugöngunni hefur undanfarna daga mátt
sjá plaköt og myndir á samfélagsmiðlum af allskonar fólki
með áletruninni: Ég er drusla. Það er ekki nóg að vera bara
drusla í druslugöngunni, heldur þurfum við að vera druslur
alla daga ef við viljum hafna því að þolendur kynferðisof-
beldis hafi á einhvern hátt kallað það yfir sig. Alla 365 dag-
ana. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Druslur 365 daga á ári
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Fornleifauppgreftrinum álóð Íslandsbanka viðLækjargötu lýkur í þar-næstu viku. Að sögn
Adolfs Friðrikssonar, forstöðu-
manns Fornleifastofnunar Íslands,
sem annast rannsóknina er það mat
Minjastofnunar Íslands að ekki sé
ástæða til að varðveita á staðnum
rústir fornbæjarins sem óvænt
komu í ljós. Minjastofnun er opinber
stjórnsýslustofnun á sviði minja-
verndar, en Fornleifastofnun er
einkarekin rannsóknar- og fræði-
stofnun. Adolf kveðst nálgast rúst-
irnar í Lækjargötu sem vísinda-
maður. Það sé annarra að taka
afstöðu til þess hvort „frysta eigi
þær í tíma“. Fram hefur komið að
forráðamenn Íslandshótela, sem
ætla að byggja gistihús á lóðinni,
hafa látið í ljós áhuga á að fimm
metra langt eldstæði í rústunum fái
að standa og verði hluti af kjallara
fyrirhugaðrar byggingar.
Adolf segir að þó að rústirnar í
Lækjargötu verði ekki varðveittar á
staðnum skili vitneskjan, sem upp-
gröfturinn leiddi í ljós, sér. Hann
orðar það svo að með því að grafa
eftir fornleifum á lóðinni sé verið að
umbreyta staðnum í vísindalega
þekkingu. Fornleifafræðingum þyki
það vissulega gaman ef hægt sé að
varðveista rústir þar sem þær finn-
ast, en það sé engan veginn einfalt
eða ódýrt að varðveita svo gamlar
fornleifar sem þarna eru og ekki
endilega besta leiðin til að nýta þær.
„Þegar búið er að fjarlægja
yfirborðslögin á svona rústum er um
leið búið að hleypa andrúmsloftinu
að og það hefur áhrif á mannvistar-
leifarnar. Þær byrja að brotna hrað-
ar niður og ekki öruggt að varð-
veislan heppnist,“ segir Adolf. Gólfin
í Lækjargötuskálanum séu lífræn,
troðin moldargólf með kol og ösku
og fleiri leifum, og þau byrji að rotna
um leið og yfirborðslögum sé svipt af
þeim og farið að taka þau upp til að
skoða sýni eins og nauðsynlegt sé að
gera.
Adolf ber saman rústirnar í
Lækjargötu og þær sem eru í forn-
leifakjallaranum á Landnámssýn-
ingunni í Aðalstræti. Hann segir að
að hinar síðarnefndu séu mun betur
fallnar til varðveislu. Þar fundust
fyrir hreina tilviljun heillegar
veggjahleðslur og heppnast hafi að
sprauta efnum í torfið til að varð-
veita það. Það hafi verið dýr aðgerð
sem borgaryfirvöld kostuðu. Það
gerist sjaldan nú á dögum í borgum
að svo heillegar rústir finnist ofan í
jörðinni. Yfirleitt hafi lagnir og
framkvæmdir eyðilagt slíkar minjar.
Í Lækjargötu hafi aðeins hluti forn-
bæjarins varðveist, annar helmingur
skálans hafi lent undir steinsteyptu
húsi við Skólastræti. Lítið sé eftir af
vegghleðslum, þeim hluta rústa af
þessu tagi sem almenningur eigi
auðveldast með að átta sig á. „Ef við
hefðum á einhverjum tíma staðið
frammi fyrir því að velja á milli varð-
veislu þessara tveggja rústa hefði
Aðalstræti orðið fyrir valinu,“ segir
Adolf.
Ekki er komið á hreint frá
hvaða tíma rústirnar í Lækjargötu
eru nákvæmlega. Adolf telur að þær
séu frá fyrstu tveimur öldum Ís-
landsbyggðar. Í sagnfræðinni er
venjan er að telja land-
námsöld frá ca. 870 til
930. Skálinn gæti verið
frá þeim tíma, en hann
gæti líka verið talsvert
yngri, jafnvel frá 11.
öld. Frekari aldurs-
greiningarnar á sýn-
um úr jarðveginum og
forngripum eiga eftir
að leiða það í ljós.
Þekkingin varðveitist
þótt rústum sé lokað
Morgunblaðið/Golli
Rannsókn Fornleifafræðingar að störfum á lóð Íslandsbanka við Lækj-
argötu. Þar hafa fundist rústir íveruhúss frá fyrstu öldum byggðar.
Lísabet Guðmundsdóttir forn-
leifafræðingur, sem stjórnar
rannsókninni í Lækjargötu,
segir að nokkrir mánuðir muni
líða þar til nákvæmari aldurs-
greining á rústunum liggi fyrir.
Valin lífræn sýni verði send til
rannsóknar utanlands. Gripir
verði skoðaðir hér heima og
greindir með tilliti til form-
gerðar. Hún segir að engir
forngripir hafi fundist sem
komi verulega á óvart. Meðal
þess sem fundist hafi séu
snældusnúðar og perlur, dæmi-
gerðir hlutir frá víkingaöld. At-
hyglisvert hafi þó verið að
finna í skálanum hlaðinn pott
eða trog sem
greinilega hafi ver-
ið notað til að hita
mat. Slík trog hafi
þó áður fundist á
Stöng í Þjórsárdal
og víðar og séu
skemmtilegar og
fallegar minjar.
Aldursgrein-
ing tímafrek
FORNLEIFAR
Uppgröftur Ýmsir
forngripir hafa fundist.