Morgunblaðið - 24.07.2015, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Hestavinir Stöllurnar Marta María Sæberg og Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir stóðust ekki mátið og klöppuðu fagurfextum hrossum á Hjarðartúni í Hvolhreppi þegar þær voru þar á ferð.
Árni Sæberg
Hér í blaðinu birtist
fréttaskýring hinn 15.
júlí um að Íslendingar
hefðu landað hátt í
milljón tonnum af mak-
ríl úr lögsögu sinni frá
árinu 2006 þegar veið-
arnar hófust. Verð-
mætið sem rekja mætti
til makríls hefði „skipt
þjóðarbúið gríðarlega
miklu“. Ætla mætti að
útflutningsverðmæti frysts makríls
og mjöls næmi um eða yfir 120 millj-
örðum króna á tæpum áratug. Í ár
er heimilt að veiða um 172.000 tonn
af makríl í íslenskri lögsögu, meira
en nokkru sinni.
Makrílveiðar í íslenskri lögsögu
hófust áður en sótt var um aðild Ís-
lands að ESB sumarið 2009. Íslend-
ingum var þó haldið utan viðræðna
um skiptingu makrílstofnsins í
Norðaustur-Atlantshafi. Þeir sem
sátu að aflanum töldu Ísland ekki
strandríki. Þetta breyttist eftir að
ESB-aðildarumsóknin var lögð
fram. Íslendingar sátu fund sem
fullgildir þátttakendur í fyrsta sinn í
mars árið 2010.
ESB-menn, einkum Skotar, sýndu
mikla andstöðu við markrílveiðar ís-
lenskra skipa. Skoski ESB-þing-
maðurinn Struan Stevenson sneri
sér til dæmis sumarið 2010 að Mariu
Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB,
á málþingi á vegum ESB-þingsins í
Brussel og spurði:
„Ég er undrandi á
því að Íslendingar biðji
okkur um að draga
fram rauða dregilinn
og fagna sér sem að-
ilum að ESB, þakkir
þeirra felast í því að
neita að greiða [Ice-
save] skuldir sínar,
loka loftrými okkar
vikum saman með eld-
fjallaösku og reyna nú
að eyðileggja makríl-
veiðar okkar!
Þetta er fyrir neðan
allar hellur og ég treysti því að fram-
kvæmdastjórnin segi þeim afdrátt-
arlaust að ESB láti ekki undan í
þessu máli og við samþykkjum ekki
svo ábyrgðarlausa framkomu.“
Tilraunir ESB til að stöðva makr-
ílveiðar íslenskra skipa tóku á sig
ýmsar myndir. Þær runnu út í sand-
inn. Eftir að aðildarviðræðunum
lauk vegna ágreinings um sjávar-
útvegsmál og umsóknin var aftur-
kölluð verða Íslendingar ekki lengur
beittir neinum þvingunum sem
ESB-umsóknarríki.
Hefðu Íslendingar sætt afarkost-
um ESB í makrílmálum er óvíst
hver afli þeirra hefði orðið. Hlut-
deildin hefur verið allt að 17% af
ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðs-
ins en í viðræðum strandríkja var
upphafsafstaða ESB og Norðmanna
að 90% ráðgjafarinnar kæmi í þeirra
hlut en Færeyingar, Íslendingar og
Rússar skiptu 10% á milli sín.
Kannski hefði makríl-aflaverðmæti
Íslendinga verið 25 milljarðar króna
frá 2006 í stað 120 milljarða. – Um
100 milljarðar króna hefðu verið
fórnarkostnaður vegna ESB-
aðildar?
Óbærileg skuldabyrði
Hugleiðing um slíkan fórnar-
kostnað smáþjóðar innan ESB
minnir á fréttir um skuldavanda
Grikkja. Skuldir þeirra nema um
200% af landsframleiðslu eftir að
þeir hafa verið tæp sex ár í aðhalds-
vindu ESB án sýnilegs árangurs.
Grikkir ráða ekkert við þessa byrði
hvað sem líður samkomulagi milli
evru-ríkjanna sem var kynnt að
morgni 13. júlí. Evru-leiðtogarnir
fögnuðu þá að evru-samstarfið hefði
ekki splundrast. Næstu skref til að
tryggja þessa samheldni eru erfið.
Grikkir hafa enn orðið að herða
aðhaldsólina. Meðal annarra evru-
þjóða er leitað umboðs til að semja
við Grikki um þriðja neyðarlánið, 82
til 86 milljarða evrur á þremur ár-
um. Strax í byrjun þessarar viku var
talið að fjárþörfin væri í raun 100
milljarðar evra. Grikkir fengu 110
milljarða neyðarlán í maí 2010 og
síðan 130 milljarða í febrúar 2012.
Áfram verður dælt til þeirra lánsfé í
von um að nýir skattar, sala ríkis-
eigna undir forræði annarra og
lækkun útgjalda til félagsmála bæti
greiðslugetu þeirra.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stend-
ur utan við þriðju neyðarlánveit-
inguna til Grikkja. Hann sendi frá
sér skýrslu eftir að evru-leiðtoga-
fundinum lauk 13. júlí um að Grikkir
gætu ekki borið núverandi skulda-
byrði og því yrði að afskrifa hluta
hennar. Sjóðnum væri bannað að
lána svo illa stöddum ríkjum. Evru-
reglur heimila ekki slíkar afskriftir
skulda.
Afdrifarík uppgjöf
Alexis Tsipras, forsætisráðherra
Grikkja, hlaut embætti sitt af því að
hann barðist í janúar 2015 gegn að-
haldskröfum ESB. Hann lagðist
einnig gegn þeim fyrir þjóðar-
atkvæðagreiðslu hinn 5. júlí, naut
málstaður hans stuðnings rúmlega
61% kjósenda. Yanis Varoufakis var
fjármálaráherra Grikkja hinn 5. júlí
en sagði af sér embættinu næsta
dag.
Varoufakis sagði við BBC laugar-
daginn 18. júlí að Grikkir gætu ekki
staðið við skilyrðin vegna þriðja
neyðarlánsins. Hann sagði Grikki
hafa gengist undir áætlun sem yrði
skráð í söguna sem „the greatest
disaster of macroeconomic manage-
ment ever“ – hörmulegustu þjóð-
hagfræðilegu mistök allra tíma.
Hann sagði áætlun leiðtoga evru-
ríkjanna þegar runna út í sandinn.
Tsipras hefði staðið frammi fyrir af-
töku eða uppgjöf, hann hefði valið
uppgjöf.
Sérfræðingar segja að evru-leið-
togunum hafi tekist að brjóta á bak
aftur stefnu róttækra vinstrisinna
um „hina evrópsku leiðina“, það er
aðra leið en aðhaldsstefnuna. Áhrif-
anna af kúvendingu og undirgefni
Alexis Tsipras gætir strax hjá Pode-
mos, fylkingu róttækra vinstri
manna á Spáni. Í könnun í janúar
2015 mældist flokkurinn annar
stærsti með 89 þingmenn en nú í júlí
mælist hann þriðji stærsti með 41
þingmann.
Grikkir eru sakaðir um að hafa
sýnt ábyrgðarleysi og falsað hag-
tölur til að komast inn í evru-sam-
starfið – þeim sé nær. Þeir tóku upp
evru fyrir frumkvæði Frakka til að
styrkja suðurvæng evru-svæðisins
pólitískt. Grikkir halda í evruna, fái
þeir neyðarlán. Evru-leiðtogunum
er metnaðarmál að evru-samstarfið
springi ekki, þess vegna lána þeir
Grikkjum. Raunsæismaðurinn Wolf-
gang Schäuble, fjármálaráðherra
Þýskalands, er litinn hornauga bæði
af Grikkjum og evru-leiðtogunum –
honum er eignaður raunhæfasti
kosturinn: Grikki út af evru-
svæðinu.
Grikkir hafa fórnað fullveldi í rík-
isfjármálum vegna evrunnar. Ís-
lendingar hefðu fórnað fullveldi í
sjávarútvegsmálum með aðild að
ESB. Reikningsdæmið vegna makr-
ílsins sýnir aðeins lítið brot af því
sem er í húfi fyrir smáríki sem fórn-
ar sérstöðu sinni og fullveldi.
Eftir Björn
Bjarnason »Kannski hefði makr-
íl-aflaverðmæti ver-
ið 25 milljarðar í stað
120 milljarða. – Um 100
milljarðar króna hefðu
verið fórnarkostnaður
vegna ESB-aðildar.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrv. ráðherra.
Makríll utan ESB – uppgjöf Grikklands