Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Samfylkingin er nú í mestu lægð
sem hún hefur verið í hvað fylgi
snertir frá því að flokkurinn var
stofnaður fyrir tæpum tveimur ára-
tugum. Fylgið mælist nú innan við
tíu prósent. Ástæða þessa litla fylgis
gæti verið málefnaþurrð en stefnu-
málin hjá Samfylkingunni eru fá fyr-
ir utan ESB-aðild. Samfylkingin er
nú klofin í tvær jafn stórar fylkingar
eins og í ljós kom er Árni Páll var
kjörinn formaður með einu atkvæði
meira en Sigríður Ingibjörg, þing-
maður flokksins. Það hefur löngum
einkennt vinstri flokkana að þar hef-
ur allt logað í deilum og sundrungu.
Fyrst klofnar Alþýðuflokkurinn
1930 og Kommúnistaflokkurinn
verður til. Síðan hefur klofningur
vinstri flokkanna haldið áfram. Árið
1930 verður til Sósíalistaflokkurinn
og loks klofnar Alþýðubandalagið
sem hafði tekið við af Sósíalistaflokki
1968 í samfylkingu Vinstri grænna.
Sú spurning vaknar hvort þessi
klofningur vinstri flokkanna sýni
ekki að eitthvað sé að á þeim bæ.
Sigurður Guðjón Haraldsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Samfylkingin í lægð
Landsfundur Árni Páll var endurkjörinn formaður með einu atkvæði.
Annan jóladag 1991
gátu menn gengið sæl-
ir til hvílu: Rússagrýl-
an var dauð, Ráð-
stjórnarríkin leyst upp.
Sumir héldu að eilífur
friður væri hafinn.
Lendur Rússa
aðlaðandi
Lendur Rússa eru
stórlega víðar og gjöf-
ular. Herveldi hafa í aldir rennt hýru
auga þangað og jafnvel reynt að
leggja þær undir sig. Þeim sem
þekkja söguna kemur ekki á óvart að
ný tilraun sé gerð, gamalgróna land-
vinningaþrá er erfitt að lækna. Vest-
asti hlutinn, Úkraína, liggur vel við
og íbúar hafa oft verið veikir fyrir
gylliboðum vestan að og stríðsherr-
unum meira að segja stundum verið
vel tekið þegar þeir hafa mætt gráir
fyrir járnum. Eftir 1991 hófu Austur-
Evrópuríki að hópast í faðm ESB.
Rússar létu það afskiptalaust en þeg-
ar gömlu stríðsþjóðirnar fóru að bera
víurnar í lendur Kíev Rússa, Úkra-
ínu, þar sem upprunastaður og menn-
ingarvagga Rússa er, tóku að renna
tvær grímur á rússneska björninn.
Undirróður og óeirðir
Það þýðir lítið að fara með hernaði
á hendur Rússum (þeir
hafa hrundið öllum
árásum). Tæki nú-
tímans við að leggja
undir sig Austur-
Evrópulönd eru gylli-
boð, fjárburður (mút-
ur), blekkingar, hótanir
og útilokanir. ESB,
NATO og Bandaríkin
og þarlendir aðilar hafa
eftir fall Ráðstjórn-
arríkjanna eytt miklu
fé í að ná Austur-
Evrópu undir sig. Röð-
in er nú komin að stærsta bitanum:
Úkraínu. Tilganguninn er að afnema
sjálfstæði landsins, innlima það í
ESB og NATO og opna það fyrir
rupli (hrægamma, banka og „fjár-
festa“) og kúgun (Brussel) eins og
önnur jaðarlönd ESB. Og að koma
vestrænum vopnasölum í gróða-
viðskipti. Vesturhluti Úkraínu er
orðinn þéttsetinn „frjálsum fé-
lagasamtökum“ (les undirróð-
ursverktökum með áburðarfé til
reiðu).
Lögleg ríkisstjórn Úkraínu
flæmd frá völdum
Þegar ljóst varð að ríkisstjórn
Úkraínu hafnaði aðild að ESB (nóv-
ember 2013) jókst enn fjárausturinn
í undirróðurinn. Þegar götubardag-
arnir hleyptu úkraínsku samfélagi í
bál og brand (fyrri hluta árs 2014)
höfðu Bandaríkin ein „fjárfest“ 5
milljarða dala í „framtíð“ landsins,
auk allra hinna „fjárfestanna“ og fé-
lagasamtakanna. Heimildir eru um
að óeirðaseggjunum, öfgamönnum,
glæpamönnum og illa upplýstum
ungmennum hafi verið borgað allt að
300 grivnur til að taka þátt í götu-
óeirðum í Kíev. Upplausnaröflunum
og erindrekum ESB, NATO og
Bandaríkjannatókst að flæma lög-
lega stjórn Úkraínu frá völdum og
koma sínum leppum í valdasætin.
Þeir skrifuðu síðan undir „sam-
starfssamning“ við ESB.
Stríðsæsingar
Málið er orðið svo alvarlegt að nú-
verandi Bandaríkjaforseti hefur
uppi stríðstón gegn Rússum með
kanslara Þýskalands sér við hlið á
slóðum forvera hennar í bæversku
Ölpunum. Þar voru einu sinni lögð á
ráðin um innlimun Úkraínu. Þá
þurftu Bandaríkin að fórna nærri
hálfri milljón ungra manna. Rússar
fórnuðu 10 milljónum auk þeirra
milljóna almennra borgara sem lífið
var murkað úr. Bandaríkin, sem eru
guðfaðir ESB, virðast enn ekki hafa
áttað sig á að ESB, sem átti að koma
í veg fyrir frekari ófrið stríðsþjóð-
anna með því að binda þær saman,
er orðið að varasömu landvinninga-
sambandi.
ESB reynir að útiloka Rússa
ESB með aðstoð Bandaríkjanna
og NATO hefur sett viðskiptabönn á
Rússland til að reyna fá Rússa til að
láta ESB innlima Úkraínu. Rússum í
mikilvægum stöðum var bannað að
koma til ESB. Meira að segja hefur
Rússland verið útilokað frá fundum
Evrópuráðsins og hindrað í að taka
þátt í starfi ÖSE (Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu). Hvorug
þessara stofnana er þó hluti af ESB
sem samt heldur þeim í fjötrum.
Fulltrúar Íslands hafa hreyft mót-
mælum án árangurs. Langstærsta
og hernaðarlega mikilvægasta þjóð
Evrópu á ekki lengur rödd í friðar-
og samvinnustofnunum Evrópu-
landa!
Norðurlönd dragast inn
Saklausir Norðurlandabúar hafa
álpast til að taka þátt í að endurlífga
Rúsagrýluna. Rússar hafa þó ekki
farið með hernaði að fyrra bragði
svo menn muni til að leggja undir sig
Danmörku, Noreg eða Svíþjóð,
hræðsla þeirra við Rússa er brosleg
og setur Norðurlönd í ljós áhrifa-
gjarnra múgæsingamanna. Þeir
hafa tekið þátt í viðskiptabönnum og
útilokunartilraunum ESB gegn
Rússum en Norðurlönd hafa löngum
verið þæg nýlenduveldunum eins og
Íslendingar þekkja frá landhelgis-
deilunum og hryðjuverkalögunum. Í
baráttu Íslendinga við þau hafa
Rússar ætíð staðið með Íslend-
ingum. Það væri því órökrétt og lít-
ilmannlegt ef Íslendingar færu að
taka þátt í stríðsæsingi þeirra gegn
Rússlandi.
Rússar hafa ekki gert hern-
aðarárás á Vesturlönd
Rússar hafa heldur ekki rekið
árásarstríð að fyrra bragði gegn
Vestur-Evrópu. Rússagrýlan hefur
alla tíð verið söguvera: Hún er fund-
in upp af þeim sem vilja komast yfir
auð Rússa, haldið lifandi af áróð-
ursmönnum sem þeim þjóna, her-
gagnasölum og málglöðum vankunn-
andi æsingamönnum sem hafa
aðgang að fjölmiðlum.
Hlutverk Rússa í landvörnum
Vesturlandabúa hefur aftur á móti í
aldanna rás verið að kveða niður
óaldarflokka og bjarga Evrópu og
heimsbyggðinni frá drápsóðum
stríðsherrum þeirra (Mongólum
1223, Frökkum 1812, Þjóðverjum
1945).
Rússagrýlan vakin upp frá dauðum
Eftir Friðrik
Daníelsson »Upplausnaröflunum
og erindrekum ESB,
NATO og Bandaríkj-
anna tókst að flæma lög-
lega stjórn Úkraínu frá
völdum.
Friðrik Daníelsson
Höfundur er verkfræðingur.
Heilbrigðisráðherra,
Kristján Þór Júlíusson,
bendir réttilega á í
Morgunblaðinu 21. júlí
að útgjöld sjúklinga
sem hlutfall af heildar-
kostnaði við sjúkdóms-
meðferð hefur lækkað
á undanförnum tveim-
ur árum úr 19,7% og er
nú rétt undir 19%. Í
viðtali í Morgunblaðinu
við mig tveimur dögum
fyrr kom fram að hagur sjúklinga hér
á landi hefði farið versnandi og að
þróunin hefði verið íslenskum sjúk-
lingum í óhag þegar litið væri til baka
yfir tuttugu ára tímabil. Að sjálf-
sögðu ber að þakka það sem vel er
gert. Heilbrigðisráðherra hefur
sannarlega m.a. lækkað þá upphæð
sem sjúklingar þurfa að greiða áður
en ríkið tekur þátt í greiðslum vegna
lyfja („þakið“), og fögnum við hjá
Krabbameinsfélaginu að sjálfsögðu
þeirri breytingu. En eins og ráðherra
tekur líka fram í ofangreindu viðtali
stefnir hann áfram að því að hlutfallið
lækki, „ekki síst vegna þess að kostn-
aður einstakra sjúklinga geti að
óbreyttu kerfi orðið óheyrilega hár“.
Þetta er einnig rétt hjá ráðherra
og er reyndar mergurinn málsins.
Dæmi sem fjallað er um í Morgun-
blaðinu þar sem sjúklingur sem
greinst hefur með krabbamein metur
beinan kostnað sinn síðan hann
greindist um 600 þúsund krónur og
með óbeinum kostnaði nemi útgjöld
hans vegna sjúkdómsins einni og
hálfri milljón frá greiningu, kemur
okkur hjá Krabba-
meinsfélaginu ekki á
óvart. Við fáum oft slík-
ar ábendingar.
Skýrsla Krabba-
meinsfélagsins um
greiðsluþátttöku al-
mennings í heilbrigð-
iskerfinu frá haustinu
2013 byggðist á upplýs-
ingum um þróunina síð-
ustu þrjátíu árin, en þar
var sýnt fram á að á
þeim tíma tvöfölduðust
heilbrigðisútgjöld heim-
ilanna sem hlutfall af heildar-
útgjöldum til heilbrigðismála. Bráða-
birgðatölur Hagstofunnar frá nú í
mars sýna vissulega lækkun síðustu
tvö árin, en samanburður á út-
gjaldaþróun um áratugaskeið sýnir
glögglega að sveiflur milli ára hafa
ekki breytt meginniðurstöðunni, sem
er sú að útgjöld sjúklinga hafa farið
vaxandi. Vonandi er lækkunin nú vís-
ir að betri stöðu fyrir sjúklinga. Það
er að sönnu eitt brýnasta verkefni
samfélagsins nú.
Útgjöld sjúklinga
Eftir Ragnheiði
Haraldsdóttur
Ragnheiður
Haraldsdóttir
» Skýrsla Krabba-
meinsfélagsins um
greiðsluþátttöku al-
mennings í heilbrigð-
iskerfinu frá haustinu
2013 byggðist á upplýs-
ingum um þróunina síð-
ustu þrjátíu árin.
Höfundur er forstjóri
Krabbameinsfélags Íslands.
Undanfarin ár hafa
verið skrifaðar ótal
bækur sem fjalla á
einn eða annan hátt
um jarðfræði Íslands.
Margar hverjar hafa
fyrst og fremst verið
ljósmyndabækur.
Núna í sumar rakst
ég á bók í bókasafni
Hvammstanga sem
heitir „Vegvísir um
jarðfræði Íslands“ eft-
ir Snæbjörn Guðmundsson. Bókin
er nýkomin út hjá Máli og menn-
ingu. Sem jarðfræðikennari til
margra ára er að mínu mati langt
síðan svo vel unnin og fersk bók
um jarðfræði landsins hefur komið
út og er aðgengileg fyrir alla. Bók-
in er með ágætu letri og í sama
broti og fugla- og plöntu-
handbókin.
Höfundur hefur víða leitað heim-
ilda og er þakkarvert að hann hef-
ur ekki eingöngu stuðst við ís-
lenskar bækur og tímarit. Hann
hefur farið í erlend tímarit þar
sem jarðfræðingar hafa fengið
verk sín birt, en hinn almenni
borgari á ekki auðvelt með að
finna. Teknir eru til
umfjöllunar hundrað
staðir á landinu. Hver
staður fær yfirleitt
eina opnu en einstaka
fá þrjár til fjórar blað-
síður. Stöðunum er
raðað eftir lands-
hlutum og kort gert af
hverjum fyrir sig.
Einfalt og þægilegt.
En hvað gerir bókina
svona áhugaverða? Í
umfjöllun sinni t.d.
um Vatnsdalshóla
skýrir höfundur okkur
frá því að ekki séu allir vís-
indamenn sammála um hvernig
þeir hafa myndast og leyfir okkur
að kynnast fleiri en einni tilgátu.
Tvær meginhugmyndir eru settar
fram um myndun Baulu í Borg-
arfirði. Bárðarbunga og Holuhraun
er nýjasti kaflinn í bókinni. Sam-
kvæmt höfundi er hann skrifaður í
mars 2015. Höfundur telur að kafl-
inn muni úreldast fljótlega. Við
frekari rannsóknir vísindamanna
koma fram nýjar tilgátur og geta
þær orðið jafnmargar og þeir vís-
indamenn sem setja þær fram.
Sem sagt, eitt algilt svar er ekki
alltaf til um jarðfræði landsins.
Það er það sem gerir jarðfræðina
og bókina svona spennandi.
Sú kennslubók um jarðfræði Ís-
lands, sem lengst af hefur verið
notuð í skólum landsins, er bók
Þorleifs Einarssonar prófessors.
Þar skilgreinir hann ýmis hugtök
innan jarðfræðinnar mjög vel. Þó
hún hafi elst vel þá er hún barn
síns tíma. Þessi nýútkomna bók er
tæplega kennslubók en auðvelt er
að nota hana sem ítarefni. Í inn-
gangi veltir höfundur fyrir sér: „Af
hverju lærir maður jarðfræði?“
Hann segir að Þorleifur hafi svar-
að: „Svo það sé skemmtilegra að
ferðast um landið.“ Þessi orð hafði
ég að leiðarljósi í kennslu minni og
höfundur gerir þau að sínum í
þessari bók.
Til hamingju, Snæbjörn, með
bókina.
Vegvísir um jarðfræði Íslands
Eftir Sigríði Petru
Friðriksdóttur » Sú kennslubók um
jarðfræði Íslands,
sem lengst af hefur ver-
ið notuð í skólum lands-
ins, er bók Þorleifs Ein-
arssonar prófessors.
Sigríður
Friðriksdottir
Höfundur er jarðfræðingur.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Mánudaginn 20. júlí var spilaður
tvímenningur á 15 borðum hjá brids-
deild Félags eldri borgara í Reykja-
vík.
Efstu pör í N/S
Tómas Sigurjss. – Jón Hákon Jónss. 370
Bergur Ingimundars. - Siguróli Jóhanns.361
Jón Sigvaldason – Ágúst Vilhelmss. 352
Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 345
A/V
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 416
Ólafur B. Theodórs – Björn Péturss. 408
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 355
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 354
Fimmtudaginn 16. júlí var spilað-
ur tvímenningur á 14 borðum.
Efstu pör í N/S
Guðm. Sigursteinss. – Unnar Guðmss. 413
Logi Þormóðsson – Sigurður Láruss. 360
Erla Sigurjónsd.– Jóhann Benediktss. 359
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 353
A/V
Hrólfur Guðmss. – Axel Lárusson 374
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannss. 370
Ragnar Haraldsson – Davíð Sigurðsson 366
Ólafur B. Theodórs – Björn E. Péturss. 343
Spilað er í Síðumúla 37.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is