Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 31
fræði við Háskóla Íslands.
Ragnar Sigbjörnsson prófessor
kenndi þá fög tengd aflfræði og
greiningu burðarvirkja. Ragnar
var virðulegur í fasi en þægileg-
ur í viðmóti. Hann var fræði-
legur í framsetningu námsefnis
og lagði fyrir verkefni sem
reyndu á skilning, greiningar-
og ritunarhæfni. Ég valdi öll
námskeið sem Ragnar kenndi
og hann var leiðbeinandi minn í
lokaverkefni. Námskeiðin voru
góður undirbúningur fyrir
meistaranám erlendis, en slíkt
nám var þá ekki í boði hér-
lendis.
Öflugt rannsóknarstarf var
jafnan í kringum Ragnar Sig-
björnsson. Á þeim tíma sem ég
stundaði námið fór starfið fram
á Aflfræðistofu. Með Ragnari
unnu sprækir verkfræðingar,
flestir tiltölulega nýlega útskrif-
aðir úr meistaranámi, og á leið í
doktorsnám, líklega fyrir hvatn-
ingu Ragnars. Eftir því var tek-
ið hversu ágæta menn Ragnar
hafði fengið til samstarfs við sig
og var það til marks um að-
dráttarafl rannsókna hans. Þeir
komu flestir að kennslu og voru
jafnan liprir til leiðsagnar í
verkefnum. Við nemendur nut-
um þannig góðs af þessu öfluga
starfi í kringum Ragnar. Þessi
starfsemi lagði síðan grunninn
að Rannsóknarmiðstöð í jarð-
skjálftaverkfræði.
Ragnar var ætíð önnum kaf-
inn. Á fundum gaf hann sér þó
rúman tíma og setti sig inn í
málin. Hann var fróður, með yf-
irgripsmikla þekkingu og afar
glöggur að átta sig á viðfangs-
efni, án þess þó að þurfa að
setja sig inn í smáatriði. Ragnar
kom jafnan með gagnlegar
ábendingar um almenn efni sem
og heildarmynd. Ráð Ragnars
hafa komið mér vel, hvort sem
er við vinnu einstakra verkefna
eða við ákvarðanir um nám og
fleira. Hann hvatti mig til að
fara í doktorsnám, sem ég svo
gerði löngu síðar og lauk því nú
í vor. Ragnar var annar tveggja
leiðbeinenda minna í doktors-
námi. Það var mitt lán. Í öllu
reyndist hann mér einstaklega
vel.
Ég kynntist Ragnari ekki
eingöngu sem kennara, heldur
vann ég hjá honum um nokk-
urra mánaða skeið og síðar lágu
leiðir okkar saman í verkfræði-
legum viðfangsefnum úti í at-
vinnulífinu. Þau sneru að sér-
sviði hans,
jarðskjálftaverkfræði. Ragnar
naut virðingar og á hann var
hlustað. Jafnan var um að ræða
stórframkvæmdir þar sem
leggja þurfti í ítarlega grein-
ingu á jarðskjálftahættu. Þarna
kom fram hversu mikilvægt
starf Ragnar og samstarfsmenn
hans hafa unnið í gegnum árin
fyrir öryggi mannvirkja með
hliðsjón af jarðskjálftavá. Hluti
þess er landsnet hröðunarmæla,
söfnun og úrvinnsla mæligagna.
Án þessa starfs væri varla unnt
að setja fram raunhæfar kröfur
um jarðskjálftaáraun fyrir
mannvirki á Íslandi. Þetta mik-
ilvæga starf hefur og hlotið al-
þjóðlega viðurkenningu. Það
sést best með gífurlegum fjölda
birtra vísindagreina. Víst er að í
verk Ragnars Sigbjörnssonar
verður vísað um ókomna tíð.
Starfsgleði Ragnars virtist
endalaus og óbugandi og tók
síst tillit til alvarlegra veikinda
síðustu ára. Æðruleysi ein-
kenndi lífsviðhorfið. Ég er
þakklát fyrir að hafa notið
starfsgleði, hvatningar og þekk-
ingar Ragnars Sigbjörnssonar.
Fjölskyldu Ragnars votta ég
samúð mína.
Fjóla Guðrún
Sigtryggsdóttir.
Eftir að ég lauk dr.námi í
umhverfisskipulagi frá Berke-
ley, átti ég viðtal við dagblað.
Kennarar byggingarverkfræði-
skorar HÍ hafa áttað sig á að að
þetta fag gæti hjálpað við að
innleiða meiri umhverfissjónar-
mið í verkfræðina. Var hringt í
mig og mér boðin hlutadósent-
staða og skrifstofa, og hóf ég
störf haustið 1988.
Ragnar var prófessor í jarð-
skjálftum og annarri náttúruvá,
en ég hafði unnið að samantekt
og gerð korta um náttúruvá
sem grunn fyrir Íslandsskipu-
lag, sem kom út 1987. Þetta
leiddi til góðrar vináttu og sam-
starfs okkar. Skrifuðum við t.d.
23 síðna grein „Náttúruvá á Ís-
landi“ í AVS 1996, sem mörg
sveitarfélög hafa notað við
skipulagsgerð.
Eitt af þeim málum sem voru
ofarlega á baugi er ég kom til
skorarinnar, var ósætti Reykja-
víkur og Kópavogs um Foss-
vogsbraut. Sá ég í blaði að
Skipulagsstjórn væri að íhuga
að fá erlenda sérfræðinga til
ráðgjafar í þessari hatrömmu
deilu. Gékk ég á fund Ragnars,
sem þá var formaður stjórnar
Verkfræðistofnunar, með hug-
myndina að háskólinn setti sam-
an þverfaglegan hóp sem byði
Skipulagsstjórn að gera úttekt-
ina á málinu. Gékk það eftir og
kom skýrslan „Athugun á
skipulagi í Fossvogsdal“ út í
janúar 1990. Má hún teljast
fyrsta stóra skýrslan um mat á
umhverfisáhrifum framkvæmda
og skipulags á Íslandi.
Árið 1993 lauk ABET úttekt
á Verkræðideild HÍ. Um það
leyti varð Ragnar skorarfor-
maður en ég varaskorarformað-
ur. M.a. vegna tillagna ABET
fórum við Ragnar í verulega
endurskoðun á skipulagi náms-
ins. Ber þar hæst að framan við
nafn skorarinnar „Byggingar-
verkfræðiskor“ var bætt 1994
„Umhverfis-“ og um leið fór
fram frummótun fimm náms-
leiða. Til að útskýra þessar
breytingar gerðum við sextán
síðna kynningarbækling. Einnig
komum við á málstofum um það
sem var efst á baugi og voru
þær opnar almenningi. Frá
þessu segi ég nánar í ævisögu
minni sem kemur út í haust.
Samstarf okkar Ragnars var
svo náið að ég kynntist fjöl-
skyldu hans vel og þá sérstak-
lega hinni frábæru eiginkonu
hans, Bjarnveigu Höskuldsdótt-
ur frá Drangsnesi. Þar vorum
við eitt sinn um páska, en ég og
vinkona mín fengum félags-
heimilið til íbúðar. Margar voru
líka veislurnar á Leirutangan-
um.
Nokkrum sinnum vorum við
Ragnar á sama tíma í erlendum
borgum að vinna að og kynna
okkur rannsóknir. Eru mér þar
efst í huga heimsóknir til Lond-
on, Davos og Þrándheims. Not-
uðum við þá jafnan tækifærið til
að fara á listasöfn, en Ragnar
var með eindæmum fróður og
næmur á myndlist. Ekki var
heldur sleppt tækifærinu að
fara á bestu veitingahúsin, en
Ragnar hafði fágaðan smekk á
mat og vín. Sérstaklega hafði
hann mikla þekkingu á viskíi frá
Írlandi og Skotlandi, og bauð
gestum oft þær dýru veigar.
Einn fremsti vísindamaður
og verkfræðingur landsins er nú
fallinn frá, aðeins rúmlega sjö-
tugur. Er það mikill missir fyrir
þjóðina og þó sérstaklega fyrir
fjölskylduna, því Ragnar var
einstaklega umhyggjusamur
fjölskyldufaðir. Sendi ég Bjarn-
veigu og fjölskyldunni mínar
innilegustu samúðarkveðjur á
þessum sorglegu tímamótum.
Trausti Valsson.
Í minningu vinar.
Það eru margir strengir í
hörpu minninganna, ef þeir eru
slegnir, þá hljóma minningar
liðinna ára í lífi okkar allra, og
öll ljóð eru samin og byggð á
hörpu minninganna.
Megintónninn í hörpu Ragn-
ars var hjartahlýjan, en það er
fegursti hljómur íslenskrar
tungu, sem umvefur alla, jafnt
unga sem aldna.
Ragnar hafði þessa hjarta-
hlýju, bæði til lífs, lands, ljóða
og tóna.
Lausnir voru honum leikur
einn í störfum sínum hér heima
og vítt um veröld alla. Hann
hélt vel utan um fjölskyldu sína
og alla þá sem voru í hans
umsjá, bæði í leik og í starfi.
Við Ragnar vorum Rótarý-
félagar í Rótarýklúbbi Mosfells-
sveitar. Á þessum vettvangi
treystust vinaböndin enn frek-
ar.
Þegar Ragnar var við vís-
indastörf í London veturinn
2003 vorum við í bréflegu sam-
bandi og skiptumst á persónu-
legum upplýsingum og um ýmis
málefni svo sem veðurfar, komu
farfugla og fleira, stundum á
ljóðrænan hátt.
Þá um vorið kom lítil kveðja
sem hljómaði eftirfarandi :
„Kæri vinur, þökk fyrir klapp
og árnaðaróskir.“
Síðan kom vísa sem hann
beitti sem svari við hversu seinn
hann var að svara bréfi mínu.
„Laufi skrýðast skógar fríðir,
skart og prýði er að því hér.
Ekki þýðir að þú bíðir
í óratíð’ að ég svari þér.“
Já þessum snillingi var margt
til lista lagt. Hann skildi eftir
sig ljúfar og góðar minningar
og ógrynni vísindaafreka sem
ég læt öðrum eftir, sem vit hafa
á, að þakka og njóta.
Með þessum fátæklegu orð-
um vil ég þakka áralanga vin-
áttu við Ragnar og Bjarnveigu,
öll þægilegheitin og rómaða
gestrisni í áranna rás.
Við Guðrún og fjölskylda
sendum Bjarnveigu og fjöl-
skyldu hennar samúðarkveðjur.
Fallinn er í valinn, vinur góður
vonin brást um lengra líf,
það er margra manna ljóður
að sigra krabbameinsins stríð.
Við stjörnu skin á dimmri nótt
sorgin knúði dyrnar fljótt
í húmi nætur allt varð hljótt
í faðmi Drottins – sofðu rótt.
Hilmar Sigurðsson.
Í dag kveðjum við félagar í
Rótarýklúbbi Mosfellssveitar,
mætan félaga okkar og vin,
Ragnar Sigbjörnsson. Ragnar
gekk í Rótarýklúbbinn okkar í
Mosfellssveit í janúar 2001 og
gegndi hann margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn
og var forseti klúbbsins starfs-
árið 2008-2009. Ragnar hlaut
æðstu viðurkenningu Rotary
International, Paul Harris orð-
una, fyrir störf sín í þágu hug-
sjóna Rótarý.
Félagi okkar dr. Ragnar Sig-
björnsson var hámenntaður vís-
inda- og fræðimaður og þekktur
og metinn um heim allan fyrir
störf sín. Hann hlaut riddara-
kross hinnar íslensku Fálkaorðu
fyrir störf í þágu vísinda og
mennta árið 2003. Ragnar kunni
þá list öðrum fremur að koma
vel fram við alla og að miðla svo
vel að allir skildu. Hann var lít-
illátur, ljúfur og kátur félagi
sem alltaf var hægt að leita til.
Við rótarýfélagar Ragnars
minnumst hans með virðingu og
þökk og vottum Bjarnveigu,
dætrum þeirra og fjölskyldum
þeirra samúð okkar.
Minning um merkan mann og
góðan dreng lifir. Við kveðjum
Ragnar með fjórprófi Rótarý-
hreyfingarinnar sem við róta-
rýmenn reynum að miða gerðir
okkar við. Inntak þess hafði
Ragnar öðrum fremur í eðli
sínu og allri framgöngu í lífinu.
Er það satt og rétt?
Er það drengilegt?
Eykur það velvild og vinarhug?
Er það öllum til góðs?
Fyrir hönd félaga í Rótarý-
klúbbi Mosfellssveitar,
Lovísa Hallgrímsdóttir.
Ég kynntist Ragnari Sig-
björnssyni á erfiðum tíma í
mínu lífi en hann veitti mér
möguleika á viðbótarmenntun
eins og svo mörgum öðrum sem
leituðu til hans.Tekið var mið á
doktorsnám en þó að það sé
metnaðarfullt markmið leysir
það ekki allan vanda þeirra sem
við eiga að etja svo sem kunn-
ugt er. Í undirbúningsfasa
þessa náms fékk ég tækifæri til
að heimsækja áhugaverðar
stofnanir erlendis og voru þess-
ar ferðir studdar af NorFA (nú
NordForsk). Ragnar var
óvenjuvel máli farinn bæði á ís-
lenska og enska tungu en þetta
kom sér vel þegar sótt var um
styrki hjá NorFA og fleiri að-
ilum.
Ragnar veitti Aflfræðistofu
Verkfræðistofnunar forstöðu
um þessar mundir og var fram-
sækni þar mikil til menntunar
og þekkingarauka en nokkrir
starfsmenn stofnunarinnar voru
í námi til doktorsgráðu. Ég fékk
aðstöðu á stofnuninni og margs
konar stuðning bæði frá Ragn-
ari og starfsmönnum stofnunar-
innar. Ragnar varð jafnframt
leiðbeinandi við doktorsverkefni
mitt, en sótt var um námið við
NTH (síðar NTNU) í Þránd-
heimi, en þetta var sá skóli, sem
Ragnar hafði sjálfur kynnst við
störf sín hjá SINTEF Í Þránd-
heimi. Tengsl Ragnars við
NTNU/SINTEF umhverfið
komu mér til góða en hann
þekkti umhverfið vel og valdi
aðalleiðbeinanda minn, prófess-
or Marvin Rausand, sem reynd-
ist mér afar vel.
Ragnar fylgdist vel með
framgangi mínum í námi hjá
NTNU og prófin við NTNU
gengu vel og var Ragnar
ánægður með frammistöðu
mína á þeim vettvangi. Það sem
ekki gekk eins vel var að skrifa
sjálfar greinarnar í ritgerðinni.
En þar naut ég reyndar tölu-
verðs stuðnings frá Ragnari.
Ragnar miðlaði vel þeirri til-
finningu að þetta væri mikils-
vert fræðasvið sem ég ynni á og
ég hygg að margir hafi fengið
slík meðmæli frá honum. Einn
prófessara HÍ orðaði þetta
þannig að Ragnar gæfi fjöl-
mörgum verkefnum orku og ýtti
þeim áfram með seiglunni.
Þetta hygg ég að hafi verið góð
lýsing á starfsháttum Ragnars
sem leiðtoga, en hann studdi
mörg góð verk, og má þar nefna
uppbyggingu Jarðskjálftamið-
stöðvar Íslands á Selfossi.
Mest um vert fyrir mig var
þó að fá stuðning við sjálfan
Disputas eða doktorsvörnina,
en Ragnar las yfir bæði próf-
fyrirlestur og fyrirlesturinn um
kynningu á doktorsverkefninu.
Fékk ég þar margar góðar
ábendingar og veit að ég á
Ragnari mikið að þakka. Ég
votta fjölskyldu Ragnars, dætr-
um hans og eiginkonu innni-
lega samúð vegna fráfalls hans.
Stefán Einarsson.
Fallinn er frá mikill höfðingi,
Ragnar Sigbjörnsson. Á barns-
aldri missti ég föður minn, en
Ragnar var yngri bróðir, annar
af tveimur. Honum rann blóðið
til skyldunnar. Ragnar og fjöl-
skylda buðu okkur mömmu
ávallt velkomin á heimili sitt og
hlúðu að okkur. Þær stundir
gerðu líf mitt betra á erfiðum
tímum. Seinna meir fylgdist
hann með mér og aðstoðaði í
háskóla- og flugskólanámi. Ég
finn enn fyrir velvilja hans og
kærleik. Við Ragnar áttum allt-
af góðar samræður, hvert sem
umræðuefnið var, flugmál, tón-
list, vísindi eða jafnvel pólitík.
Ragnar var greindur og víðles-
inn. En eitt sinn skal hver
deyja. Síðasta samtal mitt við
Ragnar einkenndist af hógværð
hans og æðruleysi. Ég votta
Bjarnveigu, Önnu Birnu, Sól-
veigu og Bryndísi mína dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning Ragnars.
Gunnar Björn Bjarnason.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, sonar, bróður, stjúpföður og
afa,
EINARS ÞÓRS EINARSSONAR
bifreiðarstjóra,
Ásakór 9,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær Gunnar Bjarni Ragnarsson læknir,
starfsfólk Karitas og líknardeildar LSH.
Guð blessi ykkur öll.
.
Guðrún I. Kristinsdóttir,
Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir,
Þórhildur Jóna Einarsdóttir, Guðbrandur Kjartansson,
Þorsteinn Valur Baldvinsson, Sigríður Björnsdóttir,
Margrét Hjálmarsdóttir,
Hafsteinn Hjálmarsson, Ann-Charlotte Fernholm
og barnabörn.
VALDIMAR KARLSSON
stýrimaður og skipstjóri,
er látinn. Útför hans fer fram frá Neskirkju
miðvikudaginn 29. júlí kl. 13.
.
Aðstandendur.
Kæru ættingjar og vinir, einlægar þakkir
fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls
elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður
og ömmu,
INGIBJARGAR SIGRÍÐAR
GUÐMUNDSDÓTTUR,
Móholti 3,
Ísafirði.
.
Guðmundur Salómon Ásgeirsson,
Ásgeir Guðmundsson, Margrét Jónsdóttir,
Arnar Guðmundsson, Kristbjörg Tinna Sigurðard.,
Aron Guðmundsson, Anna Þuríður Sigurðard.,
Guðmundur Salómon Ásgeirsson yngri.
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
SIGURBJÖRG ELÍSABET
GUÐLAUGSDÓTTIR,
Melgerði 17, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
mánudaginn 20. júlí. Útför hennar verður
gerð frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 15. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
.
Grétar Halldórsson,
Arnaldur Grétarsson, Auður Ástráðsdóttir,
Röskva Arnaldardóttir, Urður Arnaldardóttir.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
matreiðslumeistari,
Hjallabraut 25,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 22. júlí. Útförin mun fara fram frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 13.
.
Guðmundur Hlöðversson,
Jón Ingi Þorvaldsson, Unnur Erlendsdóttir,
Birta Guðrún Jónsdóttir,
Hákon Jaki Jónsson.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar
eiginmanns míns og bróður okkar,
JÓHANNES GUÐMUNDSSONAR,
frá Flekkuvík,
Veghúsum 31,
Reykjavík,
.
Erla Eiríksdóttir,
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Kári Guðmundsson,
Halldór Guðmundsson.