Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 ✝ Trausti Aðal-steinsson fædd- ist 21. desember 1928 í Breiðavík, Rauðasandshreppi. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans 14. júlí 2015. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Sveinsson, bóndi og sjómaður, f. 2. nóv- ember 1902, d. 14. mars 1979 og Sigríður Steinunn Traustadóttir, f. 15. janúar 1906, d. 28. október 1992. Bræður hans eru Haraldur, látinn, kona hans Arn- björg Guðlaugsdóttir, látin, Guðmundur Benoný, kona hans Brynhildur Bjarnadóttir, Sig- urgeir Árni, kona hans Rósa Bach- mann. Einnig átti hann tvær fóstursystur, Egilínu Guðmunds- dóttur, maður hennar Eggert Har- aldsson, og Hrönn Helgadóttur. þau eiga Ýri Harris. Og Halldór Traustason, f. 23. september 1971, kona hans er Eydís Þórs- dóttir, f. 26. apríl 1974. Þau eiga tvö börn, Arnór Rafn og Ísabellu Rut. Áður átti hann soninn Sig- mar Frey, móðir Katrín Björns- dóttir. Trausti fluttist til Patreks- fjarðar 1947 þar sem hann bjó alla tíð. Lengst af var hann sjó- maður á ýmsum skipum, hann tók þrjátíu tonna skipstjórnar- réttindi og átti sinn eigin bát, Sæ- rúnu BA 6, sem hann gerði út. Trausti hætti sjómennsku 45 ára, en stundaði af og til beitningu til 78 ára aldurs. 1974 tók hann við umboði Olís og annaðist einnig olíudreifingu fyrir Shell. Í 28 ár sá hann um allt áætlunarflug á Patreksfjarðarflugvöll, fyrst hjá Flugleiðum í 23 ár og síðan Jór- vík ásamt því að sjá um póstflug Ernis frá Ísafirði. Eftir það sinnti hann einungis áhugamáli sínu sem var fjárbúskapur og átti nokkrar kindur sem hann sinnti til æviloka. Útför Trausta fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag, 24. júlí 2015, kl. 14. Kona hans er Laufey Böðvars- dóttir frá Tungu- múla, Barðaströnd. Þau gengu í hjóna- band 31. desember 1958. Þau urðu þeirrar gæfu aðnjót- andi að ala upp tvo syni sem sína eigin. Þeir eru Skúli Theo- dór Haraldsson, f. 25. mars 1959, kona hans er Ýr Harris Einarsdóttir, f. 10. nóvember 1962, þau eiga þrjú börn: Trausti, á hann synina Reyni og Skúla Theodór, móðir Jóhanna Auður Vilhjálmsdóttir og með sambýliskonu sinni, Önnu Halldórsdóttur, Birtu Rán og stjúpdótturina Lenu Önnudóttur. Laufey, maki Svanur Árnason, þau eiga þrjú börn, Aþena, Emilía Dís og Bjartur Freyr. Rebekka Arnbjörg, maki Hilmar Jónsson, Kveðja frá eiginkonu. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, er lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín – í söng og tárum. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rek- ur. Þú gafst mér alla gleði sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og leggðu svo á höfin blá og breið. Þó blási kalt og dagar verði að árum, þá veit ég að þú villist rétta leið og verður mín – í bæn, í söng og tárum. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Þakka þér árin okkar 58. Hvíl í friði. Þín, Laufey. Á útmánuðum í sólskini og logni sá til Snæfellsjökuls baðað- an sólargeislum handan Breiða- fjarðarbugtar þar sem 12 ára drengur er kominn árla morguns út á Geldingsskorardal í veiðihug. Hann hafði lagt upp árla morg- uns, lét bara ömmu sína vita af veiðiferðinni og hún bað hann að fara varlega. Hann var með byssu um öxl sem hann hafði tekið traustataki hjá föður sínum sem komið hafði með marga bráðina í hlað og lagt til búsins, hvort sem um var að ræða fugl, sel eða refi en þeir gáfu pening í aðra hönd sem var mikils virði fátækum og barnmörgum heimilum á fjórða áratug liðinnar aldar. Það var nýfallinn snjór og ekki sást í dökkan díl og drengurinn öslaði mjöllina í mjóalegg. Fljót- lega kemst hann á tófuför sem hann rekur áfram og ekki leið á löngu áður en hann er búinn að skjóta sinn fyrsta ref. Hann legg- ur byssuna upp að steini og refinn við hliðina. Sigurreifur hallar hann sér upp að steininum og læt- ur hugann reika til ófarinna veiði- ferða. Í sömu andrá er hann rifinn úr sínum draumaheimi – pabbi var kominn en hann hafði rakið för sonar síns „þú gerir þetta ekki aftur drengur minn,“ sagði pabb- inn með þunga í röddinni, meira var ekki sagt og síðan halda feðg- arnir saman til Breiðavíkur þar sem móðirin beið milli vonar og ótta um afdrif veiðiferðarinnar. Drengurinn var Trausti Aðal- steinsson úr Breiðavík og söguna sagði hann mér oftar en einu sinni. Í Breiðavík bjó fjölskyldan við hefðbundinn landbúnað þess tíma og sjórinn sóttur af kappi þegar gaf úr Breiðavíkurveri frá því vor- aði og fram á haust. Það skipti Trausta alltaf miklu máli að hafa alist upp í Breiðavík, þar lágu ræt- urnar. Þar skipti hver einstakling- ur máli, einnig dýrin. Það að vera fullgildur einstaklingur í lífsbar- áttunni frá barnsaldri markaði allt hans líf. Það voru ekki margar stundir í lífi Trausta sem honum féll verk úr hendi. Trausti var fermdur í Breiðavíkurkirkju og nokkrum árum síðar flyst fjölskyldan til Patreksfjarðar og byggir sér hús í Túngötunni sem í daglegu tali var kallað Breiðavíkurhúsið. Trausti sótti sjóinn frá barns- aldri og var eftirsóttur í skips- rúm. Fyrst á vélbátum úr Breiðavík en síðar lá leiðin á stærri skip, s.s. togara og vertíð- arbáta bæði frá Patreksfirði og annars staðar af á landinu. Sjó- mennskan var hættuspil á við- sjárverðum tímum og einnig í vondum veðrum. Erfiðu atvikin tóku sinn toll hjá Trausta og um þær stundir vildi hann helst ekki tala, það tók mjög á hann að rifja þær upp, þögnin ein hjálpaði. Eftir að þið Laufey systir mín tókuð saman á sjötta áratugnum og bjugguð á Patreksfirði kom ég oft í heimsókn til ykkar af Barða- ströndinni. Þá stundaðir þú strandveiðar vor og sumar á Sæ- rúnu BA-6, bát sem þú áttir en varst á stærri bátum á haust- og vetrarvertíð. Ekki hafði ég lengi stoppað hjá ykkur þegar þú spurðir „hvernig var ’ann á Bugt- ina“, þegar ég lít yfir Bugtina, sem er nokkuð oft, minnist ég þessara orða. Trausti minn, ég þakka þér samfylgdina, ég er viss um að hann hefur verið góður á Bugtina þegar þú lagðir upp í þína hinstu för. Unnar Þór Böðvarsson. Trausti Aðalsteinsson Tryggvi Gunn- arsson, afi okkar, var af þeirri kyn- slóð sem lifði alla breytinguna frá torfbæjarmenningu til netaldar. Hann ólst upp við gott atlæti á Brettingsstöðum á Flateyjardal með systkinum sínum fjórum. Þar leið þeim vel, sagði hann sjálfur, og þau undu við leik og störf þótt kreppuárin væru erfið. Sjórinn kallaði en hjarta hans leitaði ætíð heim á Dalinn. Eftir að Sigurður bróðir hans veiktist um miðjan 9. áratuginn hafði afi forgöngu um að halda æskuheim- ilinu við og hin síðari ár vildi hann helst dvelja þar með ömmu „milli snjóa“ eins og hann orðaði það. Hann varði ómældum vinnu- stundum í bæinn og naut við það hjálpar okkar í fjölskyldunni, sem nutum þess að fá á hverju sumri að dvelja með afa og ömmu á fögrum eyðidal við ystu nes. Sér- staklega var afa umhugað um kirkjugarð forfeðra sinna á Brett- ingsstöðum sem skyldi sleginn oft á sumri. Afi kenndi okkur að virða söguna og náttúruna á Dalnum, við tíndum ber og fjalla- grös, og hann var óþreytandi í að þylja fyrir okkur örnefnin fjölda- mörg sem við munum, mörg hver, alla tíð. Einhverjar albestu æsku- minningar okkar eru frá því að við bræðurnir vorum einir á Dalnum með afa og ömmu. Fyrir þær stundir fáum við þeim aldrei fullþakkað. Afi tók af okkur heit um að varðveita æskustöðvar hans eftir hans dag og við það verður staðið. Stóra áfallið í lífi afa varð haustið 2002 þegar yngsta dóttir hans og móðir okkar veiktist skyndilega og lést, aðeins 41 árs gömul. Eftir að keðja kynslóð- anna rofnaði jókst sambandið við afa og ömmu sem var þó mikið og náið fyrir. Hjá þeim höfum við alltaf fengið kærleik og hlýju og hafa samskiptin verið nær dagleg í hartnær 30 ár. Eftir sit- ur amma. Harmur hennar er mikill en við stöndum með henni. Tryggvi Gunnarsson ✝ Tryggvi Gunn-arsson fæddist 24. júlí 1927. Hann lést 14. júlí 2015. Tryggvi var jarðsunginn 21. júlí 2015. Þegar við vorum litlir leiddi afi okkur eftir götum Vopna- fjarðar og sýndi okkur skipið sitt við bryggju en minnti okkur jafnframt á að þegar við værum vaxnir úr grasi og hann yrði „orðinn lítill“ þyrftum við að halda í höndina á honum. Það reynd- um við að gera eftir að hann veiktist og vonandi fannst hon- um við standa okkar plikt. Afi var mikill húmoristi og hélt áfram að gera grín á sjúkrabeði fram á síðasta dag. Með söknuði og trega kveðj- um við elskulegan afa okkar með orðum norðlenska skáldsins sem afi og amma hafa jafnan haft eft- ir á erfiðum kveðjustundum. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Þar til við hittumst næst, Tryggvi, Bjartur og Heiðar Aðalbjörnssynir. „Falls er von af fornu tré“, seg- ir í Kjalnesingasögu, og vissulega mátti við því búast að mágur minn, Tryggvi Gunnarsson, færi að leysa landfestar, þó alltaf mætti vona að brottför drægist eitthvað enn. Tryggvi var maður athafna og átaka, hann var runn- inn úr frjóum rótum íslenskrar bændamenningar, uppalinn í skjóli hárra og tignarlegra fjalla, en við sjávarkamb, þar sem haf- aldan kom óbrotin norðan úr nyrstu höfum, og hefur vafalítið oft brotnað háreist og ógnandi í fjörunni niður undan Brettings- staðabænum. Þetta sambýli mót- aði hann frá fyrstu tíð. Hann var bjartur yfirlitum, myndarlegur og meira en meðalmaður á hæð, sí- valur, kraftalegur, enda afrendur að afli, og sópaði að honum hvar sem hann fór, mjúkur í hreyf- ingum og á yngri árum katt- liðugur íþróttamaður. Mér er í minni er ég í eitt fyrsta skipti sá þennan nýja mág minn, sem kom út á tún til okkar krakkanna, þeg- ar hann, á blankskóm og spari- klæddur, fór þó úr jakkanum, fór á handahlaupum, tók heljarstökk og sýndi okkur ýmsar æfingar sem hann hafði stundað í fimleik- um í skóla. Tryggvi hafði góða söngrödd og hafði gaman af því að taka lag á góðri stund, kátur, sagði vel frá og hvar sem hann kom sóttu til hans allir krakkar, og áttu vísan samastað í fangi hans. Hann átti það til að setja saman vísur, þó líklega sé lítið til af þeim, enda ekki hampað, en líka kunni hann ókjör af ljóðum og minnisstæður er flutningur hans á hluta, – ef til vill öllum Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson, eða þá á kvæðinu Í hákarlalegum eftir Jakob Thor- arensen, en þessi skáld ásamt mörgum öðrum, sem orktu hefð- bundið, stóðu honum mjög nærri. En það átti ekki fyrir honum að liggja að gerast bóndi, enda heimasveitin þá þegar á fallanda fæti og byggð að eyðast í dalnum, hinsvegar lokkaði hafið og mig minnir að hann hafi sagt mér að 14 ára hafi hann lent í sínum fyrsta háska á sjó, á gömlum kolakyntum síðutogara, og mun slík lífsreynsla seint hafa gleymst. Ævistarf Tryggva varð þannig sjósókn og var hann alltaf farsæll skipstjóri á ýmsum síldarskipum og má þar nefna Stjörnuna, Akra- borgina og Sigurð Bjarnason, sem sumar eftir sumar voru í hópi aflahæstu skipa á vertíðinni. Síðar tók við togarastjórn allt til þess er hann fór í land. Heiða og Tryggvi bjuggu sér falleg heimili, fyrst á Akureyri en síðast á Vopnafirði, þar sem þau undu sér vel umvafin traustum böndum fjölskyldunnar, og var alltaf gott til þeirra að koma, þótt ferðum hafi fækkað hin síðari ár. Þau eignuðust fjög- ur mannvænleg börn, en einnig gekk Tryggvi dóttur Heiðu í föð- urstað, og er fjölskyldan glæsileg og samheldin. En hjónin urðu líka fyrir áföllum, og því mesta er dóttir þeirra Adda féll frá, ung og glæsileg kona, sem komin var heim til starfa eftir langt nám, og varð það sár sem aldrei greri. Við hjónin sendum Heiðu, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu dögum. Blessuð sé minning Tryggva Gunnarssonar og megi hún lifa í hjörtum allra þeirra sem þekktu góðan dreng. Birna og Björn. Höfðingi er fallinn frá, Brett- ingsstaðabóndinn og skipstjór- inn, Tryggvi frændi. Minningarnar koma fram í hugann og tengjast þær allar Látin er í Reykjavík Anna Jónmundsdóttir. Yndisleg samstarfs- kona og Reykjavík- urmær. Anna var sannkölluð Reykja- víkurmær, fædd og uppalin í Reykjavík. Glæsileg svo af bar, heiðarleg, skemmtileg og styrkleikar henn- ar ótal margir. Samstarf okkar Önnu hófst á Landspítalanum, nánar tiltekið á BUGL, árið 1989 er hún kom til starfa sem lækna- ritari. Að rifja upp þetta tæplega 30 ára samstarf hélt ég að yrði mér létt, en mér vefst tunga um tönn þegar góðar minningar koma fram í hugann á sorgar- stundu. Af svo mörgu er að taka. Strax við fyrstu kynni kom í ljós að Anna var vel máli farin og lék íslensk tunga líkt og ensk henni létt í munni og riti. Alltaf boðin og búin að aðstoða með ýmiskon- Anna Jónmundsdóttir ✝ Anna Jón-mundsdóttir fæddist 6. október 1944. Hún lést 12. júlí 2015. Útför Önnu fór fram 22. júlí 2015. ar verkefni er til féllu. Þarna hafði ég kynnst raungóðri og heiðarlegri konu, sem fær var í sínu starfi og umfram allt vel hugsandi kona. Mikil eftirsjá var að henni er hún lét af störfum árið 2013. Rúmu ári eftir að hún lét af störfum komu veikindin í ljós. Hún missti aldrei vonina, var í eðli sínu mjög jákvæð. Við töluðum mikið saman, aldrei heyrði ég hana kvarta ef hún var spurð um heilsufarið. Þetta var eitthvað sem væri að lagast og þá skyldum við hittast og hlæja saman eins og við gerð- um ávallt þegar við hittumst. Anna gaf sér alltaf tíma fyrir aðra, hún var snillingur í að hlusta og gefa góð ráð. Veit ég að margir leituðu til hennar með sín persónulegu mál. Lestur góðra bóka og veiðiferðir voru meðal annars hennar uppáhaldstóm- stundir fyrir utan að styrkja og hlúa að fjölskyldunni. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Bið að Guð og góðar vættir styrki og blessi fjölskyldu þess- arar mætu konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Kveð að sinni, mín kæra. Guðríður Guðbjartsdóttir, Gauja. Kveðja frá göngudeild BUGL Anna starfaði sem læknaritari á göngudeild BUGL í 24 ár og sinnti störfum sínum ætíð af mik- illi fagmennsku og jákvæðni. Það var alltaf gott að leita til Önnu, hún var sérlega hlýleg og lagði sig fram um að leysa öll mál sem til hennar bárust. Á álagstímum á BUGL þarf að bregðast hratt og örugglega við og það er ekki allra að halda yfirvegun í slíkum að- stæðum. Það fórst Önnu hins vegar vel úr hendi og var hún ætíð trú sínu starfi. Verkefnin Elsku Vala mín, mikið er búið að vera einmanalegt undanfarið án þín. Ég var viss um að þú myndir ekki deyja á næstunni, því þú reddaðir öllu. Það var sama hversu stórt verkefnið var, þú réðst á það og hættir ekki fyrr en hlutirnir gengu upp. Ég trúi því varla enn að þú sért farin. Aldrei hefði mig grunað að við yrðum svo nánar vinkonur þegar ég fyrst hitti þig í myndlistarskól- anum þú aftur á móti varst alveg viss á því, að þetta yrði samband Vala Ingimarsdóttir ✝ Vala Ingimars-dóttir fæddist 28. janúar 1974. Hún lést 1. júní 2015. Útför Völu fór fram 10. júní 2015. sem slitnaði ekki. Lífið breyttist og fljótlega varð það nauðsynlegt að hafa þig, það var alveg eins og þú hefðir alltaf verið við hlið mér. Ég kynntist al- veg nýrri hlið á líf- inu og þú gafst mér styrk þegar sjálfs- traustið vantaði. Nærtækasta dæmið er þegar ég sýndi þér litla gler- skartgripi sem ég var að búa til. Þér fannst þeir svo fínir að þú hafðir trú á því að þeir gætu selst vel ef þeir væru í búðarhillu. Við fórum í Kringluna og fundum búð sem hentaði. Þú hringdir og fannst út hver væri innkaupa- stjóri, þegar það kom í ljós að fyr- irtækið var stórt í sniðum og með verslanir um allt land þorði ég ekki að hringja og biðja um fund til að sýna vöruna mína. Auðvitað hringdir þú og sannfærðir inn- kaupastjórann um að hann yrði að hitta mig, sendir mig svo eina skjálfandi úr stressi á fundinn. Í dag fást gripirnir mínir í mörgum verslunum og ég veit ekki hversu mörg þúsund stykki eru komin um allan heim. Þú gerðir þetta, Vala, ásamt svo mörgu sem breytti lífi mínu til hins betra. Elskulega vinkona mín, ég kveð þig með trega og söknuði, ég mun aldrei gleyma öllu því sem þú gerðir fyrir mig og öllum þeim stundum sem þú stóðst með mér í gegnum sætt og súrt. Í bókinni Spámaðurinn segir Kahlil Gibran: Þjáningin er fæðingarhríð skiln- ingsins. Þú þekktir mig vel og vissir að ég myndi vilja brjóta ör- lög okkar til mergjar. Þú vissir hvað það skipti miklu máli að gera hlutina strax og bíða ekki með að lifa lífinu til fulls. Þess vegna hefur þú sennilega haft skilaboðin til mín eins skýr og þú gast. Þú tókst í höndina á mér, horfðir í augun á mér og sagðir: Vertu kát. Dagbjört S. Snæbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.