Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Hilmar Jökull Stefánsson, nemi og varaformaður Týs, félagsungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, er tvítugur í dag. Á vet-urna stundar hann nám við Menntaskólann í Kópavogi og
vinnur í hlutastarfi hjá Öryggismiðstöðinni.
Fótboltinn er einnig mikið áhugamál Hilmars, en hann hefur þanið
barkann með stuðningsliði Breiðabliks í sumar.
Hann segir mikinn uppgang í stjórnmálalífinu í Kópavogi. Áhugi á
meðal ungs fólks í Kópavoginum fari vaxandi.
Hilmar hefur starfað í ferðaþjónustunni í sumar en hann er liðtæk
„bílfreyja“ í rútum ferðaþjónustufyrirtækisins Trex, þar sem hann
þjónustar gesti á leið í Landmannalaugar og Þórsmörk. Hilmar segir
að nóg hafi verið að gera í sumar, fjöldi ferðamanna sæki þessa staði.
Hilmar hyggst grilla ofan í nærfjölskylduna í dag og mun bjóða upp
á hamborgara og kjúklingabringur í hádeginu. Um kvöldið býður
hann sínum bestu vinum svo í afmælisgleðskap.
Aðspurður um óskaafmælisgjöf segist hann ekki biðja um annað en
að fá að vera með fólkinu sem hann elskar og miðað við afmælisplönin
má ætla að Hilmari verði að ósk sinni.
Hilmar býr nú hjá móðurömmu sinni og afa, en foreldrar hans eru
Stefán Ingi Gunnarsson og Hrafnhildur Steindórsdóttir. Hilmar á
einnig tvo bræður, Hlyn Snæ Stefánson, 17 ára, og Daníel Steindór
Stefánsson, 15 ára.
Afmælisbarn Hilmar nýtur dagsins með fjölskyldu og vinum.
Býður fjölskyldunni
í afmælisgrillveislu
Hilmar Jökull Stefánsson er tvítugur
Þ
orgerður fæddist á
Húsavík 24.7. 1975 og
ólst þar upp: „Það var
gott að alast upp á
Húsavík og ég var í fá-
mennum, góðmennum og afar
skemmtilegum árgangi þar. Húsa-
vík er rólegur bær þar sem við
krakkarnir vorum út og suður að
leika okkur frá morgni til kvölds.
Nú hefur ferðamannatraffíkin á
sumrin breytt mannlífinu þar og
það er afar ánægjulegt að sjá hvað
uppbyggingin á Húsavík hefur verið
fagmannleg á síðustu árum og tæki-
færin sem ferðaþjónustan býður
upp á hafa verið vel nýtt.
Ég fékk snemma áhuga á íþrótt-
um, prófaði ýmsar íþróttagreinar en
æfði þó lengst af sund og badmin-
ton og keppti töluvert í þessum
greinum á unglingsárunum.
Golfvöllurinn var í göngufæri frá
Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnar – 40 ára
Fjölskyldan Þorgerður og Ingvar Jóhann með Þóreyju og tvíburunum, Kristjáni og Völu, í Hyannis á Cape Code.
Skipulagður sælkeri
Dýrin skoðuð Þorgerður með börnunum í kynnisferð á íslenskum sveitabæ.
Geir Ragnar Gísla-
son, fyrrverandi
leigubílstjóri, varð
90 ára í gær, 23.
júlí. Hann er heim-
ilismaður á Litlu-
Grund í Reykjavík.
Geir Ragnar eyddi
deginum í faðmi
fjölskyldunnar.
Árnað heilla
90 ára
Kópavogur Jón
Bragi Narfason
fæddist 14. mars
2015 kl. 9.30. Hann
vó 4.270 g og var
51 cm langur. For-
eldrar hans eru
Guðrún Hlín Braga-
dóttir og Narfi Ísak
Geirsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frámerkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
stórafmælum, hjónavígslum, barns-
fæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
40%
16.197