Morgunblaðið - 24.07.2015, Page 39

Morgunblaðið - 24.07.2015, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is Glæpasagnahátíðin Iceland Noir, Bandalag þýðenda og túlka, og Hið íslenska glæpa- félag veita Ísnálina í annað sinn í ár. Til- nefningarnar voru gerðar opinberar í gær, 23. júlí, á afmælisdegi bandaríska rithöfund- arins Raymonds Chandler. Í tilkynningu frá Bandalagi þýðenda og túlka segir að „verðlaunin séu veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga.“ Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í nóv- ember á síðasta ári í kvöldverðarveislu glæpasagnahátíðarinnar. Þá hlutu Friðrik Rafnsson þýðandi og Joël Dicker Ísnálina fyrir bókina Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (fr. La Vérité sur l’affaire Harry Quebert). Að þessu sinni eru fimm verk tilnefnd. **COLR**Afturgangan (Gjenferd), eftir Jo Nesbø, í þýðingu Bjarna Gunnarssonar. JPV gefur út. Bókin er ein margra um and- hetjuna Harry Hole sem snýr að þessu sinni aftur heim til Noregs eftir að hafa varið dögum sínum í sjálfskipaðri útlegð í Hong Kong. Alex (Alex), eftir Pierre Lemaitre, í þýðingu Friðriks Rafnssonar. JPV gefur út. Bókin byrjar á því að hinni ægifögru Alex er rænt á götu úti og hlýtur hún þau örlög að vera myrt á voveiflegan hátt í vöruskemmu. Hin- um dvergvaxna rannsóknarlögregluforingja Camille Verhæven, með dyggilegri aðstoð vaskra manna sinna, tekst að hafa uppi á geymslustaðnum og upp úr því spinnst þessi hrollvekjandi dekkari. Blóð í snjónum (Blod på snø), eftir Jo Nesbø, í þýðingu Bjarna Gunnarssonar. JPV gefur út. Önnur bókin eftir Nesbø á listanum í þýðingu Bjarna. Blóð í snjónum opnar lesendum sýn inn í miskunnarlausan heim glæpa og ofbeldis þar sem sagan er sögð á yfirlætislausan en ljóðrænan hátt frá sjónarhóli leigumorðingjans Ólafs. Konan í lestinni (The Girl on the Train), eft- ir Paulu Hawkins, í þýðingu Bjarna Jóns- sonar. Bjartur gefur út. Svartnætti of- drykkju hrindir af stað atburðarás sem sögukona ræður ekki við í bók Hawkins. Drykkjusjúk sögukona, Rachel að nafni, sit- ur í lest og þylur fram sögur um hjón sem hún sá bregða fyrir útum lestargluggann eitt sinn. Einn daginn hverfur eiginkonan og sögukonan blandar sér í málið. Syndlaus (I grunden utan skuld), eftir Vi- vecu Sten, í þýðingu Elínar Guðmunds- dóttur. Ugla gefur út. Nóra Lind og vinur hennar, lögreglumaðurinn Thomas And- ersson, eru orðin heimagangar á mörgum ís- lenskum heimilum og margir farnir að kannast við Sandhamn í sænska skerjagarð- inum líkt og það væri í næsta nágrenni. Einkalíf Nóru fléttast saman við gamlar syndir og voðaverk í samtímanum. Dómnefndina skipuðu Katrín Jakobs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Magnea J. Tilnefningar til Ísnálarinnar 2015  Ísnálin veitt í annað sinn  Verðlaunin veitt fyrir best þýddu glæpasöguna á árinu Ísnálin dregur nafn sitt af morðvopni sem var notað í einni þekktustu glæpasögu rithöfund- arins Raymonds Chandler, The Little Sister. Karólína Baldvinsdóttir kemur til með að opna myndlistarsýninguna Og Hvað Svo? í Kaktus í kvöld klukkan 20. Á sýningunni sýnir Karólína verkin Viskustykki og Sérvisku sem bæði eru í sjö hlutum. Þau fjalla um ferli og mótun hug- myndakerfa og hugsanamynstur, almenna visku og sértæka. Þess má geta að Dj. Slice mun þeyta skífum sjálfrörsins og égtóna til klukkan 01.17. Sýningin verður svo einnig opin laugardag og sunnudag klukk- an 12 til 17. Kaktus er lista- og menningarrými á Akureyri sem stendur fyrir fjölbreyttri lista- og menningarstarfsemi. Gil Kaktus er í miðju Listagilinu þar sem Populus Tremula starfaði áður. Karólína opnar sýningu í Kaktus Efnt verður til tónleikaveislu á rokkbarnum Boston Reykja- vík í kvöld en þar munu sveit- irnar Wesen, Nolo og Æla stíga á svið. Hljómsveitin Wesen saman- stendur af Júlíu Hermannsdóttur, sem einnig meðlimur sveitarinnar Oyama, og Loja Höskuldssyni sem hefur meðal annars leikið með sveit- unum Sudden Weather Change og Prins Póló. Dúóið leikur elektróskotið indípopp. Sveitina Nolo skipa Ívar Björnsson og Jón Gabríel Lorange og spilar sveitin einskonar gítarrokk sem vel er smurt tölvu- og hljóðgervla- hljóðum. Pönksveitin Æla stígur síðast á svið og á eflaust eftir að rífa þakið af húsinu. Húsið verð- ur opnað kl. 20 og hefjast fyrstu tónleikar kl. 20.45. Wesen, Nolo og Æla á Boston Pönk Æla lék m.a. á LungA-hátíðinni. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Brosmild og heillandi á sviðinu heillaði Monica Zetterlund sænsku þjóðina með söng sínum. Það var ekki síst á sviði djasstónlistar sem hún gerði sig gildandi og skráði nafn sitt í söguna. Zetterlund dó árið 2005 en minningu hennar hef- ur verið haldið á lofti af fjölda tón- listarmanna, m.a. þeim Önnu Grétu Sigurðardóttur og Stínu Ágústsdóttur en þær ásamt hinum danska Emil Norman og Svíanum Leo Lindberg mynda hljómsveit- ina 23/8 og komu fram í Norræna húsinu í janúar sl. með prógramm úr verkum Zetterlund. „Viðtökurnar voru alveg frá- bærar. Miklu meira en húsfyllir var á tónleikunum og komust færri að en vildu,“ segir Stína en ástæðan fyrir því að Zetterlund varð fyrir valinu er að hennar sögn bæði kynni þeirra af tónlist hennar og sú staðreynd að öll búi þau í Svíþjóð og þekki því til verka hennar. Björkologi rökrétt framhald Eftir frábærar viðtökur á verk- um Zetterlund töldu stelpurnar rökrétt framhald að finna lög eftir aðra góða söngkonu. Björk Guð- mundsdóttir varð fyrir valinu en verk hennar þekkja flestir enda fyrir löngu búin að sanna snilli sína á tónlistarvettvanginum. „Við tökum fyrir vel valin lög úr safni Bjarkar frá Debut til Vulni- cura og útsetjum á djassvísu. Markmið verkefnisins er að kanna nýjar hliðar á fjölbreyttri og til- raunakenndri tónlist Bjarkar og útsetja fyrir hefðbundinn djass- kvartett þar sem einungis píanó, kontrabassi, trommur og rödd koma við sögu,“ segir Stína en það reyndist örlítið erfiðara að vinna djassverk upp úr verkum Bjarkar en þeim sem djasskvartetinn gerði úr verkum Zetterlund. „Við höfðum helst áhyggjur af því að verk Bjarkar væru erfiðari í útsetningu fyrir djassverk og sum þeirra reyndust vissulega vera það. Sér í lagi lög af nýju plötunni hennar. Suma raftóna getur verið erfitt að leika eftir á hefðbundin hljóðfæri en við teljum okkur þó hafa útsett verkin með þeim hætti að allir geti áttað sig á því hvaða lag er um að ræða.“ Voru smeykar að tala við Björk Spurð að því hvort Björk hafi verið með í ráðum segir Stína svo ekki vera. Þær hafi eiginlega verið smeykar að hafa samband við Björk. „Við töldum okkur bara trú um að hún væri of upptekin til að geta gefið sér tíma til að tala við okkur og þar með hefðum við lítið upp úr því að vera að reyna að hafa sam- band við hana. Kannski vorum við líka örlítið hræddar að hringja í hana og trufla hana þegar hún hef- ur nóg annað að gera.“ Stína segist þó fullviss um að sveitin megi nota lög Bjarkar og óttast það ekki að Björk eigi eftir að hringja í sig bálreið. Tónleikaferð um Ísland Tilraunaverkefnið Björkologi er heldur betur komið af stað en djasshópur þeirra Stínu og Önnu, 23/8, er lagður af stað í ferð um Ísland og voru fyrstu tónleikarnir í gær í Grindavík. „Við erum að hefja tónleikaferð um Ísland og síðan er stefnan sett á tónleikaferð um Svíþjóð í haust. Við erum því spennt fyrir fram- haldinu og hlökkum til að sjá hver viðbrögð fólks verða.“ Íslandsferð með Björkologi  Djasskvartettinn 23/8 hefur tekið vel valin lög úr safni Bjarkar og útsett fyrir hefðbundinn djass  Fara með verkefnið um Ísland í sumar og Svíþjóð í haust Djasshljómsveit Á myndinni má sjá meðlimi 23/8 en frá vinstri eru Stína Ágústsdóttir, Anna Gréta Sigurðardóttir, Leo Lindberg og Emil Norman, en nafn hljómsveitarinnar er tilvísun í afmælisdag þeirra Stínu og Önnu. Tónleikar 23/8: » Norræna húsið, Reykjavík - 24. og 25. júlí kl. 20. » Stykkishólmskirkja - 26. júlí kl. 20. » Græni hatturinn, Akureyri - 28. júlí kl. 21. » Gamli bærinn, Mývatni - 29. júlí kl. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.