Feykir


Feykir - 25.05.1983, Side 2

Feykir - 25.05.1983, Side 2
2 FEYKIR rEYKIR CTGEFANDl: FEYKIR HF. RITSTJÓRI: GUÐBRANDUR MAGNÚSSON AÐSETUR: AÐALGATA 2, SAUÐÁRKRÓKI. SfMI: 95-5757 PÓSTFANG: PÓSTHÓLF 4, 550 SAUÐÁRKRÓKUR. RITSTJÓRN: ÁRNI RAGNARSSON, HILMIR JÓHANNESSON, HJÁLMAR JÓNSSON, JÓN ÁSBERGSSON, JÓN F. HJARTARSON. ÁSKRIFTARVERÐ: 40 KR. Á MÁNUÐI. LAUSASÖLUVERÐ: 20 KR. ÚTGÁFUTfÐNI:ANNAN HVERN MIÐVIKUDAG. PRENTUN: DAGSPRENT HF. SETNING OG UMBROT: GUÐBRANDUR MAGNÚSSON. Skólarnir skila aröi Nú eru skólarnir hver á fætur öðrum að gera upp reikninga vetrarins með skólaslitum. Hér á Norðurlandi vestra hafa oröið gífurleg umskipti í skólamálum ásíðustu árum. Þarberfyrst að nefna aö tilkoma Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki gjörbreytti allri aðstöðu ungs fólks hér um slóöir til framhaldsnáms, en ekki síöur veitir skólinn fullorðnu fólki tækifæri til náms, sem þaö annars hefði aldrei fengið. Á Hólum í Hjaltadal hefur orðið bylting í málefnum Bændaskólans, sem var aödauða kominn fyrir nokkrum árum, en hefur nú verið endurreistur og þaö með þeim hætti, að til mikils sóma er öllum sem þar hafa átt hlut að máli. Nú komast þar færri að en vilja, en áður var við nemendaleysi að etja. Stundum heyrast raddir um að skólar séu ekkert frekar af hinu góða, þar séu innandyra letingjar og amlóöar, sem væri nær aö drífasig ífisk. En þó svo starf skólannaverðiekki mælt í metrum eða kílóum þá eru þeir óhemju mikilvægir. Mennt er máttur sem skilar arði að lokum. Hún eykur mönnum víðsýni og afhjúpar kreddur og síðast en ekki síst, hún veitir mönnum lífsfyllingu. Fjölbrautaskólinn spannar bæði bóknám og verknám, en um stundarsakir hefur orðið að fórna hagsmunum verknáms- ins fyrir bóknámið þar sem húsnæði sem byggt var sem verknámshús er nýtt undir almenna kennslu. Þaðer mikilvægt að þessi bráðabirgðaráðstöfun festist ekki í sessi, heldur verði byggt bóknámshús fljótlega, þannig að verknámshúsið nýtist undir þá starfsemi sem því var ætlað. Miklar vonireru bundnar viö að verknámið fái aukið vægi, þannig að sambærilegt verði við svokallað bóknám. Það er sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að ræöa um nauðsyn þess að tengja skólanna atvinnulífinu, en þaö er sérstaklega mikilvægt hér um slóðir þar sem mikil uppbygging verður að eiga sér stað í iðnaöi á næstu árum, þannig að fólk hér fái vinnu. ÚTBOÐ Hreppsnefnd Hvammstangahrepps óskareftir tilboðum í 2. hluta 1. áfanga viðbyggingar Grunnskóla Hvammstanga. Verkið felur í sér uppsteypu á ca. 3200 m3 húsi ofan botnplötu skv. teikningum og verk- lýsingu Fjarhitunar h.f., Teiknistofunnar Lauga- vegi 42 og Rafteikningar h.f. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 10. júní n.k. og verði lokið 1. okt. 1983. Útboðsgögn liggja frammi og verða afhent gegn 4000 kr. skilatryggingu á skrifstofu Hvammstangahrepps og Verkfræðistofu Fjar- hitunar h.f. Borgartúni 17, Reykjavík. Tilboðum skal skila á sömu staði fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 1. júní n.k. en þá verða tilboð opnuð að viðstöddum bjóðendum. Sveitarstjóri Hvammstangahrepps. Veiðimenn athugið Nokkrar lausar stangir í Sæmundará í sumar. Upplýsingar hjá Sveini Jónssyni, Hjalla- landi, sími 95/6184 daglega frá kl. 12.30 til 13.30 fram að næstu mánaðarmótum. f Þökkum auðsýnda samúð viö andlát og jarðaför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu, KRISTÍNAR JAKOBÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR 2. Götu 7 við Rauöavatn Egill Helgason, Ásta Jónsdóttir, Guðríður Helgadóttir, Friðrik Brynjólfsson, Þórólfur Helgason, Guðmundur Helgason, Erna Ingólfsdóttir, Kristín Helgadóttir, Magnús Jónsson, María Helgadóttir, Sigurður Björnsson, Stefán Helgason, Nanna Sæmundsdóttir, Valdís Helgadóttir, Kristján Bernhard, barnabörn og barnabarnabörn. MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 Skólaslit Grunnskólans á Húnavöllum Allir náðu framhaldseinkunn Grunnskólanum á Húnavöllum var sagt upp föstudaginn 13. maí að viðstöddu fjölmenni. Guðrún Bjarnadóttir hafði orð fyrir hönd kennara, Signý Gunnlaugsdóttir fyrir hönd braut- skráðra nemenda, og Björg Bjarnadóttir fyrir hönd foreldra. I máli skólastjóra kom fram, að 171 nemandi stundaði nám við skólann í vetur, og allir nemendur 9. bekkjar luku grunn- skólaprófl með rétti til fram- haldsnáms. Víðs vegar í sýslunni eru starfrækt skólasel, þar sem sjö, átta og níu ára börnum er kennt saman. I vetur bættust sex ára börn við, ýmist einn eða tvo daga í viku. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel, og hafa börnin komið vel undirbúin í 4. bekk skólans á Húnavöllum. Þar var einnig starfrækt skólasel, með töluverðri nýbreytni, þar sem beitt var opnara og frjálsara kennslufyrirkomulagi. Félagslíf skólans var með ágætum í vetur, og var bryddað upp á ýmiss konar nýjungum þar að lútandi. Tveir kennarar kvöddu skól- anna að þessu sinni, þeir Oddur Friðriksson, sem starfað hefur sem íþróttakennari í vetur, og Trausti Steinsson, sem kennt hefur við skólann s.l. tvo vetur. Voru þeim færðar góðar þakkir fyrir vel unnin störf. Formaður skólanefndar, Stef- án Á. Jónsson þakkaði nem- endum fyrir ágæta umgengni um skólann. Yfirkennari skól- ans er Hannes Sveinbjörnsson, skólastjóri Eggert J. Levy, en auk þeirra hefur skólinn á að skipa ágætis kennurum og starfs- Iiði. Að loknum skólaslitum þáðu gestir og nemendur veitingar og skoðuðu sýningu á handavinnu nemenda. E.S. Leiðrétting Jóhannes Torfason hefur sent blaðinu smá tilskrif þar sem leiðréttir, það sem eftir honum var haft í síðast blaðqí frásögn um aðalfund SAH. I blaðinu stóð: „Okkar menn hafa verið of uppteknir af bóta og styrkja- kerfinu og þess vegna náð litlum árangri í kjarabaráttunni.” Þetta er ekki rétt eftir Jóhannesi haft, en hann sagði: „Okkar menn hafa verið of uppteknir af kvóta og stjórnunarkerfinu...” Eins og lesendur sjá hefur þetta allt aðra merkingu og er Jóhannes beð- inn afsökunar. Ritstjóri. Þessi mynd var tekin á árshátíö Húnavallaskóla i vetur. SUNDLAUG HVAMMSTANGA SÍMI 1532 Sund - sauna - Ijós OPNUNARTÍMI: Sund: Þriðjudaga - föstudaga laugardaga sunnudaga .kl. 7-10 og 15-21 . .kl. 9-12 og 13-16 kl. 9-12 Sauna: Karlar: miðvikudaga Karlar: föstudaga Konur: fimmtudaga Konur: laugardaga kl. 16-21 kl. 16-21 kl. 16-21 kl. 9.30-12 Ljósabekkurinn er opinn á opnunartíma sund- laugarinnar - munið að panta tíma. VH) VILJUM VEKJA ATHYGLI Á NÝRRI SJARFSEMI Á EYRINNI Hressingarhúsið - Fyrsta flokks skyndibitastaður Og á sama stað er líka... BÍLASALA BALDURS OG GYLFA Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir bíla á söluskrá. VERIÐ VELKOMIN - REYNIÐ VIÐSKIPTIN HÖFUM OPNAÐ BÍLAVERKSTÆÐI í NÝJU OG RÚMGÓÐU HÚSNÆÐI AÐ BÚLANDI 1 HVAMMSTANGA. Getum tekið inn bíla og vélar af öllum stærðum. Lofthæð 4,20 m. í húsnæði okkar er smurstöð með fullkomnum tækjum - smurt er á gryfju. í sama húsnæði höfum við einnig opnað hjólbarða- verkstæði þar sem unnt er að taka bíla inn tii hjólbarðaskipta. Seljum hjólbarða og slöngur fyrir fólksbíla, jeppa og vörubíla. Seljum allar algengar síur í bíla og vélar. Eigum til varahluti á lager. Komið og skoðið nýja húsnæðið og reynið viðskiptin. IÐSTÚÐIN HF HVAMMSTANGA Sími á skrifstofu 1622 - á verkstæði 1593.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.