Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Síða 1
[
Wflfflffl
FRETTABLAÐIÐ
IÁralöng reynsla
i LIT-LJÓSRITUN
Plasthúðun • Áprentun
á boli, lyklakippur,
músamottur ofl.
IMiðvikudagur 28. júní 1995 • 25. tbl. 21. árg.
® 456 4011 • FAX 456 5225
Verð kr. 170 m/vsk.
ISPRENTHF.
S/lW/ 456 3223
FJARÐARSTRÆTI 16 • ÍSAFIRÐI
Póstun oy sími hefur sagt upp samningum við Flugfélagið Erni hf. um póstflutninga:
„Þetta mun hvetja okkur til dáða við
að leita nýrra markaða og verkefna"
segir Hörður Guömundsson
aðaleigandi félagsins,
í samtali við blaðið
Hörður Guömundsson við eina af vélum sínum.
Póstur og sími hefur sagt
upp samningi um póstflutninga
um Vestfirði við flugfélagið
Erni hf. á Isafirði. Þessir sam-
ingar hafa verið í gildi frá árinu
1971 og var þeim sagt upp frá
og með næstu mánaðamótum
með 3ja mánaða fyrirvara. Eftir
!. september í haust mun flug-
félagið því ekki sjá um flutn-
inga á pósti og við það missir
félagið stóran spón úr aski sín-
um varðandi reksturinn. Vest-
firska hitti Hörð Guðmunds-
son, flugmann og aðaleiganda
Emis hf., að máli í gær og
spurði hann um þetta mál.
„Það er bara staðreynd að
það eru að opnast göng undir
Breiðadals- og Botnsheiðar“,
sagði Hörður. „Þetta hefur þau
áhrif að það verður hætt að
fljúga á flugvellina á norðan-
verðum Vestfjörðum, á Þing-
eyri, Suðureyri, Ingjaldssandi
og í Holti. Það hefur verið
flogið þrisvar í viku á Ingj-
aldssand og fimm sinnum í
viku á hina flugvellina. Nú er
verið að leggja flugvöllinn á
Suðureyri niður með tilkomu
jarðganganna. Hvað verður
með flugvöllinn í Holti er ó-
víst. Það hefurþóekki staðið til
enn að leggja þann völl niður.
Þetta breytir því að stoðum
er kippt undan rekstri okkar.
alla vega þessu formi sem hann
hefur verið í undanfarin 24 ár
með póstsamgöngunum. Það
stendur til enn að halda uppi
póstsamgöngum til sunnan-
verðra Vestfjarða, einhverjum
ferðum. Það er enn ekkert farið
að ræða það. Það er útilokað
annað en halda úti a.m.k. fjór-
um ferðum í viku til suður-
svæðisins, Patreksfjörð eða
Bíldudal. Að öðrum kosti er
ekki um neina þjónustu að
ræða ef ekki næst að halda uppi
þeirri lágmarksþjónustu. Við
leggjum áherslu á að Póstur og
sími og þar með samgöngu-
ráðuneytið komi til móts við í-
búana á Vestfjörðum því ferðir
okkar eru einu reglubundnu
samgöngurnar sem haldið er
úti milli byggðarlaga allt árið.
Því verður að styrkja þessar
samgöngur með póstflutning-
um eins og verið hefur undan-
farin ár. Þetta eru ekki styrktar
samgöngur í orðsins fyllstu
merkingu, eins og aðrar sam-
göngur eru styrktar, t.d. flóa-
bátar, heldur er þetta almenn
póstdreifing, almennir far-
þegaflutningar, fraktflutningar
og aðrir flutningar á milli suð-
ur- og norðursvæða Vestfjarða.
Ef halda á áfram við að byggja
Isafjörð upp sem höfuðstað
Vestfjarða og miðstöð við-
skipta, þá verður þessum sam-
göngum ekki kippt undan, það
er alveg útilokað. Það eru
margir opinberir aðilar fyrir
utan Póst og síma sem njóta
þessara samgangna, t.d. Orku-
búið, sýslumenn, skattstjóra-
embættið, skrifstofa Svæðis-
stjórnar málefna fatlaðra,
Vegagerðin o.fl. Allir þessir
aðilar þurfa mikið á þessari
þjónustu að halda einmitt á
milli þessara svæða og nota
hana mikið. Sérstaklega er
þjónusta okkar notuð af al-
mennum farþegum yfir vetrar-
mánuðina.“
- Hvaða áhrif hefur það á
rekstur félagsins þegar kippt er
burtu póstflutningunum?
„Það hefur náttúrlega þau á-
hrif að einum hlutanum af þrí-
fætinum er kippt undan, sem
svo mætti kalla, þvf póstsam-
göngur innan fjórðungsins hafa
verið drjúgur þáttur í starfsemi
félagsins. Þegar einni stoðinni
er kippt undan, þá veltur hitt,
og þetta kemur til með að hafa
áhrif á almennar flugsamgöng-
ur innan fjórðungsins. Þetta
kemur til með að hafa áhrif á
getu okkar til að stunda og
starfrækja sjúkraflugið með
þeim hætti sem verið hefur
aldarfjórðung. Einnig skerðir
þetta getu okkar til að halda úti
almennu flugi og leiguflugi.
Um það bil einn fjórði af
rekstrartekjum okkar hefur
fengist út úr póstflutningum og
almennum samgöngum innan
Vestfjarða.“
- Áttu von á því að Póstur og
sími sjái sig um hönd?
„Nei, ég á ekki von á því og
hef enga ástæðu til að ætla það.
Það eru breyttir tímar. Það eru
komin jarðgöng og póstsam-
göngur mrð flugvélum f næsta
nágrenni við okkur heyra brátt
sögunni til. Það er deginum
ljósara og það gera sér allir
grein fyrir því. Hitt er það, að
það má ekki verða til þess að
Að sögn lögreglu á ísafirði
er enn töluvert um að sauðfé sé
á lausagöngu í görðum og
blómabeðum Isfirðinga. Blaðið
impraði á þessu vandamáli í
síðustu viku. Trúlega hafa
suðursvæðið fari jafnframt úr
sambandi við okkur hér fyrir
norðan. Byggðirnar hér á Vest-
fjörðum eru það veikar að þær
geta engar án annarrar verið.
Þótt það sé slæmt í augna-
blikinu að missa póstflutning-
ana út úr rekstrinum, þá held ég
að það verði til þess að hvetja
okkur til dáða við að leita nýrra
markaða og nýn'a verkefna,
sem e.t.v. á eftir að halda flug-
félaginu gangandi a.m.k. næstu
25 árin.“
- Er eitthvað frekar um þetta
girðingar umhverfis ísafjörð
komið illa undan snjófargi
vetrarins og liggja af þeim
sökum víða niðri.
En það er engin afsökun. Hér
áður fyrr var til siðs að vaka yfir
að segja?
„Nei, nei, ekkert sérstakt
nema það, að flugfélagið Emir
á 25 ára afmæli um þessar
mundir, ég er reyndar búinn
að vera í 26 ár með flugrekstur
hér á Isafirði. Við ætlum að
bjóða öllum gestum og gang-
andi til kaffidrykkju milli kl.
13 og 18 á sunnudag“, sagði
Hörður Guðmundsson í sam-
tali við blaðið í gær.
túnunum og mættu bæjaryfir-
völd íhuga þann möguleika
meðan enn er ekki búið að gera
girðingar skepnuheldar. Það
þarf a.m.k. að reka úr túninu.
-GHj.
-GHj.
Isafjörður:
Garðarollur enn
Á föstudagskvöldið var
dansleikur í Sævangi í
Steingrímsfirði á Ströndum.
Allt var rólegt á ballinu.
Lögreglumenn veittu athygli
Skodabifreið sem reyndist
hafa sjö manns innanborðs.
Fólkið var fært á lögreglu-
stöð á Hólmavík og kom þá
í Ijós að ökumaðurinn var
ölvaður. Fær mál hans
venjubundna meðferð.
-GHj.
Skentmd-
arverkí
Seyðis-
firði
Á sunnudagsmorgun var
tilkynnt til lögreglunnar á
ísafirði að brotist hafi verið
inn í sumarbústað í Fjarð-
arhorni við Seyðisfjörð
(Eiðisfjörð) í Djúpi. Brotnar
voru hurðir og gluggar.
Ekki virðist neinu hafa verið
stolið heldur einungis
framin skemmdarverk.
Lögreglan þiggur allar
upplýsingar vegfarenda
um málið ef einhver hefur
orðið var við mannaferðir
við Fjarðarhorn um helg-
ina.
-GHj.
Óshlíðarhlaup
- myndip og
texti á bls. 3
Jonsmessu-
(erð með
Fagranesinu
á bls. 4
PÓLLINN HF. S 456 3092 Sala & þjónusta 0
Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLLINN HF
SIEMENS
OG ÞÚ GENGUR AÐ GÆÐUNUM VÍSUM!
FLUGrÉLA GIO
ERNIR P
ÍSAFIROI
Sími 94-4200
Daglegt áætlunarflug
um Vestfirði. Leiguflug
innanlands og utan,
fimm til nítján farþega
vélar.
SUMARÁÆTLUN:
Brottför frá ísafirði
kl. 10 alla virka daaa.
Sjúkra- og
neyðarflugsvakt
allan sólarhringinn