Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 1
[ FRÉTTABLAÐIÐ PIZZA 01 S 456 3367 í SJALLANUM ÍSAFIRÐI Miðvikudagur 6. desember 1995 • 46. tbl. 21. árg. & 456 4011 «Fax 456 5225 Verð kr. 170 m/vsk Samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta í almennri kosningu sl. laug- ardag að sameina sex sveitarfélög á norð- anverðum Vestfjörðum. A myndinni héi til hliðar er hinn aldni heiðursmaður Þórður Einarsson að greiða atkvæði í Grunnskólanum á Isafirði en Margrét B. Olafsdóttir, Hjörtur Agúst Helgason og Sigurður Gunnarsson í kjörstjórninni fylgjast með. A kortinu hér að neðan get- ur að líta hið nýja sveitarfélag (dökk- grátt), sem mun teygjast frá Langanesi í miðjum Arnarfirði allt til Hornstranda milli Sigmundarhjalla í Hornbjargi og Geirólfsgnúps. Sléttuhreppur (ljósgráa totan efst) bætist síðan formlega við þeg- ar frumvarp þar að lútandi hefur verið samþykkt og tekið gildi. Sjá nánar um kosninguna og urslitin á bls. 3. Borgarafundír um snóflóöamal - verða haldnir á Flateyri, á ísafirði, í Bolungarvik og í Súðavfk um helgina Að tilstuðlan umhverfisráðuneytisins verða á næstunni haldnir almennir borgara- fundir um snjóflóðamál og snjóflóðavarnir á stöðum sem búa við snjóflóðahættu. Næstkomandi laugardag, 9. desember, verða fundir haldnir á Flateyri og ísafirði og daginn eftir í Bolungarvík og Súðavík. Fulltrúar ráðuneytisins, Veðurstofunnar og Al- mannavarna munu flytja framsöguerindi en á eftir verða almennar umræður og fyrir- spurnir til framsögumanna. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri, mun fjalla um breytingar þær sem fyrirhug- aðar eru á framkvæmd snjóflóðavarna í framhaldi af störfum ráðuneytisstjóranefndar og sérstakrar nefndar sem falið var að endurskoða stjórnskipulag snjóflóðamála. Magnús Jónsson, veðurstofustjóri, mun fjalla um stöðuna í snjóflóðamálum almennt og hvað hægt er að gera til að auka öryggi íbúanna. Hann mun bera saman þær að- ferðir sem viðhafðar voru við gerð hættumats og hugmyndir Veðurstofu íslands um verklag við áhættumat í framtíðinni. Hann mun einnig kynna frumhugmyndir um skipu- lag Veðurstofunnar við aðvaranir um yfirvofandi snjóflóðahættu, sem beinast fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir frekara manntjón. Hafsteinn Hafsteinsson, formaður almannavarnaráðs, mun fjalla um þátt Almanna- vama ríkisins í gerð neyðaráætlana og viðbrögðum við hættuástandi. Á Flateyri hefst fundurinn kl. 13 á laugardaginn og á ísafirði kl. 17 sama dag. í Bol- ungarvík hefst fundurinn kl. 12 á sunnudaginn og í Súðavík kl. 17 sama dag. Fteiknað er með því að fundirnir geti staðið allt að þremur tímum. PÓLLINN HF. Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun S 456 3092 Sala & þjónusta Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLLINN HF A M.a. SEGA leikjatölva kr. 10.800,- stgr. - 20% afsláttur af fyrsta leik AURA sími - 10 númera minni + skjár ^ -réttverðkr. 7.892,- TILBOÐSVERÐ kr. 3.990,- Væntanleg KOLSTER 28" sjónvörp kr. 69.800,- OPIÐ LAUGARDAG kl. 11-16 FLUGFÉLAGIO Leiguflug innanlands og utan, fimm til nítján farþega vélar ERNIR f siúkra- °s r neyðarflugsvakt ISAFIROI allan sólarhringinn Sími 456 4200

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.