Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 8
VESTFIRSKA 8 Moðsteikt lamba- læri með kryddi af Breiðadalsheiði - Kvenfélagið Brynja og Lionsklúbbur Önundarfjarðar halda sameiginlega árshátíð í Vagninum á Flateyri á laugardaginn Kvenfélagið Brynja og Lionsklúbbur Önundarfjarðar halda árshátíð í Vagninum nk. laugardag, 9. desem- ber. Húsið verður opnað kl. 19.30 en borðhaldið hefst klukkustundu síðar. Kl. 23 verður húsinu síðan lokið upp fyrir öðrum gestum. Á matseðlinum verður ekta vestfirsk sjávarréttasúpa með sunnlensku ívafi; moðsteikt iambalæri, kryddað með fjallagrösum af Breiðadalsheiði; og að lokum súkkulaði-trifle sælkerans Dodda. Undirbúningsnefndin hvetur félaga til að fjölmenna og taka með sér gesti - allir eru velkomnir. Skemmti- atriði verða undir borðhaldi og veislustjóri verður Einar Oddur Kristjánsson. Hótel ísafjöröur: Sérstakt jóla- hlaðborð fyrir fjölskylduna Vegna mikillar aðsóknar og fjölda áskorana býður Hótel ísafjörður upp á jólahlaðborð sérstaklega fyrir fjölskyldur sunnudaginn 17. desemberfrá kl. 18. Jólahlaðborðið á Hótel ísafirði er glæsilegt og vandað og fagmennskan í fyrirrúmi. Nú er löngu upp- selt á jólahlaðborðin á föstudögum og laugardögum og því hefur verið ákveðið að bæta einum sunnudegi við og bjóða fjölskyldur sérstaklega velkomnar. Hlaðborðið er afar fjölbreytt og meðal rétta eru hangikjöt, roast beef, margar tegundir af síld, fiskréttir, heitir kjötréttir, ýmis salöt, heitar og kaldar sósur, heimabakað brauð og laufabrauð. Ekki má gleyma fjölbreyttu úrvali af eftirréttum. Veitingasalurinn er fallega skreyttur og ákaflega jólalegurog leikin verða létt jólalög meðan á borðhaldi stendur. Verðið er afar viðráðanlegt (sjá nánar aug- lýsingu á bls. X) og því tilvalið í jólaamstrinu að njóta kvöldstundar með fjölskyldunni á Hótel ísafirði. (Frá Hótel Isafirði). MASSIER KLASSI Allt sem varðar vörn og hreinsun bifreiðarinnar... Fyrir heimilið og reksturinn... Bónleysum - hreinsum teppi... Áhugasamur og hraustur starfsmaður óskast sem fyrst, jafnvel hlutastarf! MASSI, Suðurtanga 2, ísafirði, sími 456 5196 og 456 5242 Once Were Warriors I Don Juan De Marco ----- ---- ------------ | FRÉTTABf ABTO |- ísafjörður nk. sunnudag: Kveikt á jólatrénu á Austurvelli - skrúðganga og skemmtun í Neðstakaupstað á eftir Kveikt verður á jólatrénu á Austurvelli á Isafirði nk. sunnudag (10. desember) kl. eitt eftir hádegi. Jólatréð á Austurvelli er gjöf frá vinabæ ísafjarðar, Hróarskeldu í Dan- mörku, eins og tíðkast hefur síðustu fjóra áratugina eða svo. I fyrra var tekin upp sú ný- breytni að halda skemmtun í Neðstakaupstað í tengslum við þennan fasta lið í bæjarlífinu á Isafirði og verður svo einnig í ár. Eftir athöfnina á Austurvelli verður farið í skrúðgöngu niður í Neðstakaupstað, en þar bíða Grýla og jólasveinamir eftir mannskapnum. Harmoniku- leikarar spila jólalög og barna- kór Tónlistarskóla Isafjarðar syngur. I Turnhúsinu verður markaður handverksfólks frá Isafirði og nágrenni og í Tjöru- húsinu verða Slysavarnakonur með kaffisölu. Vonast er til þess að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í þessum mannfagnaði. Frá mannfagnaðinum í Neðstakaupstað á ísafirði í fyrra, þegar sú nýbreytni var tekin upp að fara þangað í skrúðgöngu eftir að kveikt hafði verið á jólatrénu á Austurvelli. Á sunnudaginn verður leikurinn endurtekinn og boðið upp á margvíslegar lystisemdir fyrir líkama og sál í Neðstakaupstað. Jóker skrifar: Byggjum upp, björgum Funa! Já, ég meina það, björgum Funa. Ur því að hann var byggður þarna, þýðir ekkert að ergja sig á því að fjasa um hvar hann hefði átt að vera eða hvar hann hefði alls ekki átt að vera. Þó er nokk- uð augljóst, að Funi stendur á einum þeirra staða þar sem hann ætti allra síst að vera. En ég segi það aftur: - Úr því að Funi var settur niður þar sem hann er, hlýtur að vera hagan- legast, hagkvæmast og ódýrast að byggja hann upp þar sem hann er. - En hvað með snjóflóðin? veit ég að verður spurt. A því máli er til einföld lausn, sem Hinir hefðbundnu jólatón- leikar Tónlistarskóla Isafjarðar verða um næstu helgi í sal Grunnskóla ísafjarðar. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Um er að ræða ferna tónleika með mismunandi efnisskrá. Þeir verða sem hér segir: Föstudagskvöldið 8. des. kl. 20.30, laugardaginn 9. des. kl. 15.00 og 17.00 og sunnudaginn 10. des. kl. 17.00. Þarna munu leika á annað hundrað nemendur, einir eða með öðrum, auk margra sam- kalla mætti Norðureyraraðferð- ina. Hún felst í þeim aðgerðum sem hér verður greint frá. I. í 205,67 m tjarlægð í stefnu 97,32 gráður réttvísandi frá miðri efri hlið stöðvarhúss verði byggður turn. Gerð hans á að verða þannig: Grunnurinn á að vera jafn- hliða þríhyrningur, 16,67 m á hlið. Snúi eitt hornið upp í fjallið en hlið gagnstæð því homi verði samsíða stöðvarvegg. Grunnur- inn á að vera 1,17 m að dýpt að framanverðu. Síðan verði hann grafinn þanni^ að botn hans verði láréttur. í botninum verði leikshópa. Á tvennum síðari tónleikunum mun einnig Barnakór Tónlistarskólans syngja nokkur lög með hljóin- sveit skólans. Efnisskráin er mjög fjöl- breytt og ætti að koma öllum í jólaskap. Mánudagskvöldið 11. des- ember heldur síðan „öldunga- deild“ Tónlistarskólans sín „litlu jól“ með hljóðfæraslætti, söng og léttu kaffiívafi. Sunnudaginn 10. des. munu nokkrir nemendur koma fram plata úr jámbentri steinsteypu og skal þykkt hennar vera 52,5 cm. Tuminn verði síðan steyptur upp þannig að hann rísi hæst frá botni að ofanverðu en hæð frá um- hverfi verði alls staðar 4,87 m. Þykkt veggja tumsins verði 42,4 cm. Þegar steypumót hafa verið rifin á að moka öllum uppgrefti úr grunninum upp í turninn. Þetta mannvirki ætti að verja Funa fullkomlega fyrir öllu sem úr hlíðinni gæti komið, hvort sem það væri snjór, grjót eða aur. Að þessu loknu verður hægt að endurbyggja Funa í uppruna- legri mynd þar sem hann er. á „Litlu jólunum" á Hlíf, dval- arheimili aldraðra, og sunnu- daginn 17. desember tekur hópur barna úr Tónlistarskól- anum þátt í fjölskylduguðs- þjónustu í Isafjarðarkirkju. Jólatónleikar í Súðavík Jólatónleikarnir í útibúi skólans í Súðavík verða föstu- dagskvöldið 15. desember. Þar verður tónleikum nemendanna slegið saman við jólahátíð Grunnskólans og verður dag- skráin samfelld með tónlistar- II. Milli tumsins og stöðvarhúss Funa verði síðan gerð sundlaug, 50x20 m að stærð. Laugarvatnið verði hitað með varma frá Funa. Búningsklefar verði við þann enda laugarinnar sem snýr að Funa. Ef farið verður eftir þessari á- ætlun vinnst svo margt, að ég sé ekki ástæðu til að leggja allt blaðið undir slíka upptalningu. Kveðja, Jóker. Gistihúsið Flókagata nr. 1 (gengið inn frá Snorrabraut) Notaleg gisting á lágu verði, miðsvæðis í Reykjavík. Eins til sex manna herbergi m/ handlaug, ísskáp, síma og sjónvarpi. Verið velkomin! Svanfrfður Jónsdóttir Sími 552 1155 og 552 4647 Fax 562 0355 og söngatriðum, upplestri og jólagríni. Jolatorieikar Tónlistarskóla ísaQaröar HJA 0KKUR FÆRÐU NYJUSTU fílYNDBONDIN Videoúrval Hafnarstræti 11 • ísafirði Sími 456 3339

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.