Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 4
VESTFIRSKA 4 r VESTFffiSKA FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum. Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði I lausa- sölu og áskrift. Verð kr. 170 m/vsk. Ritstjórn og auglýsingar: Fjarðarstræti 16, ísafirði, sími 456 4011, fax 456 5225. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Blaðamaður: Hörður Kristjánsson. Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Fjarðarstræti 16, ísafirði. Prentvinnsla: (sprent hf., Fjarðarstræti 16, Isafirði, sími 456 3223. Sjálfstætt fólk Ástæða er til þess að fagna niðurstöðum kosn- inganna sl. laugardag, þar sem yfirgnæfandi meirihluti studdi sameiningu sveitarfélaga á norð- anverðum Vestfjörðum. Hitt er svo annað mál, hvort ekki sé orðið fullseint og fullfámennt hér vestra til að reyna að snúa vörn í sókn í byggða- málum. Um nokkurra ára skeið hefur verið augljóst að hverju stefnir, þótt margir virðist ekki vilja sjá það. Vestfirðir eru einfaldlega að fara í eyði. í byrjun þessa áratugar lét undirritaður þau orð falla við ýmis tækifæri, að það kæmi honum ekki á óvart þótt Vestfirðir yrðu komnir í auðn um aldamót. Enginn tók undir slíkt og þótti mönnum þetta ýmist sérkennilegur húmor eða jaðra við guðlast. Undirritaður hefur ekki skipt um skoðun síðan á framtíð vestfirskra byggða. Það hafa hins vegar ýmsir aðrir gert. Fyrir tveimur árum var kosið um sameiningu tólf sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum og var hún þá kolfelld í flestum þeirra. í fjórum sveita- hreppum við Djúp, þar sem á kjörskrá voru samtals 96 manns eða 24 að meðaltali í hverju sveitarfé- lagi, var sameiningin t.d. felld með yfirgnæfandi meirihluta. Samtals voru 12 manns fylgjandi henni eða þrír í hverjum hreppi að meðaltali. Nú eru þessir hreppar reyndar allir runnir saman við önnur sveitarfélög, hvort sem íbúum þeirra líkar betur eða verr, og þess má geta að núna er aðeins ein mannvera með vetursetu í einum þessara fyrrver- andi hreppa og annast veðurathuganir. Fólksflóttinn hefur orðið meiri með hverju árinu og má í því sambandi nefna þá uggvænlegu stað- reynd, sem jafnframt er vísbending um það sem í vændum er, að í vetur er um hundrað börnum færra í vestfirskum grunnskólum en síðasta vetur. Jarðgöngin undir heiðarnar eru mikilvæg sam- göngubót. Enda væri nú annað hvort með mann- virki upp á nokkra milljarða króna. Hitt er ein- kennilegt, þegar stjórnvöld hafa séð ástæðu til þess að verja svo miklu fjármagni til samgöngu- bóta hér á svæðinu, að leggja niður póstflugið um Vestfirði. Þetta heitir að spara eyrinn en kasta krónunni. Séu jarðgöngin bylting, þá er [Dað ekki síður bylting á hinn veginn að leggja niður þau tengsl milli vestfirskra byggða sem póstflugið hefur verið í fjölda ára. Eftir að Flugfélagið Ernir hætti á- ætlunarferðum um norðanverða Vestfirði í haust hefur það tekið allt upp í viku - sjö daga - að koma pósti frá ísafirði til Flateyrar - og það í góðu veðri og góðri færð, fyrir snjóflóð. Ýmis fyrirtæki á Vest- fjörðum hafa leitast við að selja þjónustu sína og vinnu út um fjórðunginn. Nú er klippt á slíkt að miklu leyti. Innan tíðar þarf að fara frá ísafirði til Reykjavíkur og gista þar til þess að komast til Bíldudals eða Þatreksfjarðar, þegar landleiðin er ófær. Síðan sömu leið til baka og aftur er gist í Reykjavík. Hingað til hefur verið hægt að skreppa með póstfluginu. Margir hafa sinnt erindum sínum meðan flugvélin hefur beðið og verið komnir til baka eftir fáeinar klukkustundir. Nú er lagt af stað suður á mánudegi (ef það er flogið) og komið til baka á fimmtudegi (ef það er flogið). Gott fyrir gistiheimilin í Reykjavík. Eins fer fyrir póstsend- ingum á milli staða á Vestfjörðum - fyrst fer póst- urinn til Reykjavíkur, svo kemur hann vestur aftur eftir dúk og disk. Nei, það liggur við að maður biðji ríkisvaldið að stinga jarðgöngunum á viðeigandi stað en láta Vestfirðinga halda sinni líftaug - flugsamgöngun- um - eins og verið hefur. En svo að aftur sé vikið að úrslitum kosninganna á laugardaginn: Þegar Bjartur í Sumarhúsum er farinn að vilja samvinnu og sameiningu, þá er orðið bágt ástandið hjá honum. Hlynur Þór Magnússon. Miðvikudagur 6. nóvember 1995 -------------- -------------------- --------1 FKFTTABLAÐIÐ Tölvuþjónustan Snerpa á ísafirði: Tengii* öll frystihús á Vestfjörð- um við Sölumiðstöðina í lok síðustu viku var gengið frá samstarfssamningi milli Tölvuþjónustunnar Snerpu sf. á Isafirði og Verk- og kerfis- fræðistofunnar Strengs í Reykjavfk, fyrir hönd Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, um að tengja öll frystihús á Vestfjörðum sem eru í við- skiptum við Sölumiðstöðina inn á Internetið og mun Snerpa sf. sjá um uppsetningu og tengingu samskiptakerfa í hús- unum. Þessi leið í nettenging- um var valin af S.H. og Streng hf. sem hagkvæmasti mögu- leikinn af þeim sem til greina komu varðandi slíkar tenging- ar. Tilgangurinn með þessu er að framleiðendur geti sent upplýsingar daglega um af- urðastöðu sína til Sölumið- stöðvarinnar. Er það meðal annars til þess gert að Sölu- miðstöðin hafi sem réttast yfir- lit yfir framleiðslu og lagerhald hjá frystihúsunum. Þá mun tengingin bæta mjög samskipti á milli framleiðenda og Sölu- miðstöðvarinnar, m.a. í formi tölvupósts. Til að byrja með munu sjö hús verða tengd á þennan hátt. Munu húsin tengjast í gegn- um Internetþjónustu Snerpu sjálfvirkt hvenær sem þess ger- ist þörf og senda upplýsingarn- ar þar í gegn. Þessar tengingar eru alsjálfvirkar og gerast með svokölluðum PPP samskipta- staðli sem gerir meðal annars kleift að tengja nokkrar tölvur á staðarneti sameiginlega um eitt mótald. Þá er jafnframt hægt að viðhalda þessu kerfi og gera á því viðbætur í framtíð- inni í gegn um tenginguna frá netþjónustu Snerpu. Nú þegar sér Snerpa sf. um fastar nettengingar fyrir útibú Rannsóknastofnunar fiskiðn- aðarins og Hafrannsóknastofn- un á Isafirði, auk þess sem nú stendur yfir tengivinna við Fiskmarkað Isafjarðar til Reiknistofu fiskmarkaða, en Snerpa er í sama húsnæði og Fiskmarkaðurinn að Sindra- götu 3 á Isafirði. (Frá Snerpu sf). Körfuboltinn: ísfinðingap unnu Selfoss á útivelli - slagur toppliðanna verður á ísafirði á laugardaginn Sigurganga KFÍ heldur á- fram. Liðið fór suður um helg- ina og vann öruggan sigur á liði Selfoss, 96-84. Isfirðingarnir léku við hvem sinn fingur og sigurinn var aldrei í neinni hættu. Christopher Ozment var atkvæðamestur í leiknum, eins og svo oft áður, og skoraði 40 stig. Baldur var ekki langt und- an með 26 stig, þar af 6 þriggja stiga körfur „að hætti Baldurs". Hrafn var leikstjóri og eins og ævinlega stjórnaði hann liðinu mjög vel, auk þess sem hann skoraði 17 stig. Þórður var með 8 stig og fjöldann allan af frá- köstum og þeir Auðunn, Finn- ur, Shiran, Unnar og Magnús spiluðu allir vel. Nú er staðan orðin spennandi - aðeins einn leikur eftir og það á móti efsta liði deildarinnar, IS. Hann háður hér heima um næstu helgi, laugardaginn 9. des. og hefst kl. 13.30. Húsið verður opnað kl. 13 og hvetur undirritaður alla sem vettlingi geta valdið að koma og styðja við bakið á okkar mönnum. Lið IS er taplaust um þessar mundir en KFI hefur tapað einum leik, þannig að þessi leikur skiptir gífurlega miklu máli. - Gaui Þ. Körfuboltafélag ísafjarð- ap er eins og togari... - Guðjón Þorsteinsson skrifar Núna í þessum skrifuðum orðum er Körfuboltafélag Isa- fjarðar með betri árangur í 1. deildinni en á sama tíma og í - fyrra. Vissulega eru tíðindi - þessi ánægjuleg og ber að fagna því. Það eru margir aðilar sem hafa gert þetta mögulegt og undirritaður vill fá að eyða - nokkrum línum til handa þess- um ágætu mönnum. Litið til baka Mér verður hugsað til baka til þess tíma þegar ég gekk til liðs við endurreista stjórn KFI, sem hefur allan tímann staðið á bak við mig og hvatt mig og mína menn áfram. Jú, við fengum til liðs við okkur mann sem hefur verið viðloðandi í- þróttir í áratugi en vissi ekki nokkurn skapaðan hlut um þá íþrótt sem körfuboltinn er. Hann sá þó að hér voru nokkrir drengir, ef svo má að orði komast, sem voru með glampa í augum, alvarlega að hugsa um að koma koma af stað körfuknattleik hér á Isafirði og tilbúnir að hafa fyrir hlutunum. Og það var haldinn fundur, stjórn var skipuð og boltinn byrjaði að rúlla. Við réðum þjálfara sem gerði okkur að Is- landsmeisturum í 2. deild, við komumst upp í 1. deild og allir vita framhaldið - herslumuninn vantaði upp á það í fyrra að við kæmurn liði KFI upp í úrvalds- deildina. Við vorum að sjálf- sögðu óánægðir - ósanngjarnt, ef - og allt þar fram eftir göt- unum. Þegar á heildina er liðið stóðum við okkur sæmilega, en við vorum ekki nógu ákafir, neistann vantaði. En aldrei heyrðist annað frá stjórninni en Þetta kemur næst. 38 sigrar, 6 töp Sjálfur er ég ekki óánægður í dag. Síðan að við byrjuðum 1993 erum við búnir að keppa 44 leiki - af þeim höfum við unnið 38. Inni í þessum tölum eru leikirnir í vetur en staðan nú er 8 sigrar og 1 tap. Eða eins og við segjum - einu tapi of mikið. Þessi ár eru búin að vera erfið og þó að mennirnir í stjórn KFI vilji ekki viðurkenna það, þá eru þeir sjálfir ástæðan fyrir velgengni liðs KFI. I mínum huga er þessi félagsskapur sem við höfum í dag byggður upp á svipaðan máta og þegar um togara er að ræða: Ef yfir- mennirnir eru góðir, þá stendur ekki á góðum aflabrögðum. En ekki má gleyma að allt er þetta keðjuverkandi, allir þurfa að - standa vaktina og enginn má - sofna á verðinum. Eða til að einfalda málið: „Sameinaðir stöndum við...“ NÝJAR BÆKUR Þeir breyttu ís- landssögunni Komin er út bókin Þeir breyttu Islandssögunni - tveir þættir af landi og sjó eftir Vilhjálm Hjálmarsson fyrrverandi menntamála- ráðherra. Önnur frásögnin fjallar um örlagaatburði um miðja þessa öld. Þegar bjargar- leysi vofði yfir og ófærð og illviðri lokuðu leiðum gripu vaskir menn til nýrra ráða og beittu skriðbelta- tækjum sem voru áður ó- þekkt hér á iandi. Guð- mundur Jónasson fór tii hjálpar á sínum fyrsta snjóbíl og þúsundþjala- smiðir smíðuðu geysistóra sleða sem jarðýtur drógu. I hinum þættinum segir frá árabátaútgerð Færey- inga frá Islandi, en hún var ekki ómerkur þáttur í at- vinnusögu Islendinga. Að róa til fiskjar frá Islandi á eigin bátum hét í munni Færeyinga að fara til lands. Þetta er tólfta bók Vil- hjálms Hjálmarssonar og hafa flestar þeirra komist í hóp metsölubóka. Utgef- andi er Æskan. Bókin er 235 blaðsíður. SIMI 456 4011 FAX 456 5225 VESTFIRSKA I FRÉTTABLABIÐ | - Gaui Þ.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.