Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Qupperneq 7
VESTFIRSKA
7
FRÉTTABLAÐIÐ J------------------- ---------- --------------- ---------- -------------
Einar Kristinn fertugur
Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður varð fertugur sl. laugardag, 2. desember.
Opið hús var í Félagsheimilinu í Bolungarvík þá um kvöldið og kom þar mikill fjöldi
vina og velunnara afýmum landshornum til að samfagna afmœlisbarninu og
fjölskyldu þess og þiggja góðgerðir. Meðfylgjandi myndir eru teknar ífagnaðinum.
Einar K. Guðfinnsson ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu J. Þórisdóttur.
Björn Helgason, íþróttafulltrúi á ísafirði, Einar Kristinn
Guðfinnsson, sr. Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur í
Bolungarvík, og Jón Sigurpálsson, safnavörður á ísafirði.
Niðurskurðarlistinn Ijótur
Meirihluti fjárlaganefndar („niðurskurðarnefndar") Al-
þingis sendi nefndarmanninum og afmælisbarninu
Einari K. Guðfinnssyni svohljóðandi skeyti á afmælis-
daginn:
Berjumst við um með beittar sveðjur,
brjálaðir skerum þetta og hitt,
en fjáriaganefndin frómar kveðjur
færir þér heim í ríki þitt.
Niðurskurðar er listinn Ijótur,
loforðin standa harla fá:
Sjúkrahús, Ósvör og safnið Hnjótur -
sýnist þó lafa Einar Ká.
Undir þessar „frómu kveðjur“ rituðu Jón (Kristjáns-
son), Sturla Böðvarsson), Árni Matt, Árni Johnsen,
(séra) Hjálmar, Arnbjörg (Sveinsdóttir) og ísólfur Gylfi
(Pálmason).
...aka þveran Gilsfjörðinn
Halldór Blöndal samgönguráðherra sendi afmælis-
barninu EKG eftirfarandi vísu vestur:
Heillakveðjur héðan færðu, vinur,
að við mættum eitthvert sinn
aka þveran Gilsfjörðinn.
Það reyndist vera voldugur
kór samankominn í
Félagsheimilinu í
Bolungarvík á
laugardagskvöldið þegar
tvö hundruð veislugestir
tóku lagið, afmælisbarninu
til heiðurs og sjálfum sér til
ánægju. Andaktin og hið
óvenjulega samræmi í
svipnum á fólkinu á þessari
mynd stafar af því, að hér er
verið að syngja sérlega
fingerðan og vandasaman
tón. Frá vinstri: Kristín
Magnúsdóttir, Sigurjón
Sveinbjörnsson, Guðrún
Jónsdóttir, Sólberg Jónsson
og Björg Guðmundsdóttir.
Enn er sungið: Árni
Magnússon, skólastjóri
Hlíðaskóla í Reykjavík (svili
Einars Kristins), Magdalena
Sirrý Þórisdóttir, eiginkona
Jóns Björns tannlæknis
(mágkona Einars), Þórir
Sigtryggsson, tengdafaðir
afmælisbarnsins, og
Magnús Guðnason.
Hlýtt á skálaræðu í afmælisfveislunni. Hér má m.a. sjá Kristján Haraldsson orkubússtjóra,
Einar Odd Kristjánsson, Jón Friðgeir Einarsson og Margréti Kristjánsdóttur, Hinrik Kristj-
ánsson, Víði Benediktsson og Ásgeir Þór Jónsson.
Jón Björn Sigtryggsson tannlæknir í Keflavík og Geirþrúður Charlesdóttir á ísafirði ásamt
afmælisbarninu.