Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 —FRÉTTABLAÐIÐ --------\ Hljómborg Hrannargötu 2 ísafirði B 456 3072 AGAINST THEWALL SANNSÖGULEG DON JUAN DE MARCO __o^__ Effú táur eÍM spolu, ; jrurnmn \ i fm nik \ —i gúð mm TOPP TÍU 1. DUMB and DUMBER 2. NATURAL BORN KILLERS 3. AL0WD0WN DIRTY SHAME 4. LEGENDS OFTHE FALL 5. AS GOODAS DEAD 6. DARKMAN 2, THE RUN OF. 7. JUST CAUSE 8. NOSTRADAMUS 9. BLANKMAN 10. LEON V J Suðureyri / Norðureyri: Ástæða þess að Leifi Noggi brá búi Leifi Noggi á Suðureyri (Þorleifur Guðnason) er manna duglegastur að koma í heim- sókn í beitingaskúrana og spjalla um daginn og veginn. Fyrir nokkru var hann að ræða við aðkomumann um gömlu dagana þegar hann var bóndi á Norðureyri handan fjarðarins. Maðurinn spyr Leifa af hverju hann sé haltur og gangi við staf. Leifi kvaðst hafa lent í slæmu slysi þegar hann velti traktor og varð undir honum. Þá spyr maðurinn af hverju Leifi hafi hætt búskap á Norðureyri á sínum tíma. Leifi svarar: Það var af því að andskotans trakt- orinn var svo þungur, elsku vinur minn. - R.Schmidt. Hafnaraðstaðan á Suðureyri bætt Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur við stækkun og dýpkun smábáta- hafnarinnar á Suðureyri. Varn- argarður var rofinn og viðlegu- pláss rýmkað fyrir stóra flotbryggju. Ný flotbryggja fyrir smábáta hefur verið keypt en fyrir er minni flotbryggja á svæðinu. Þær verða báðar í nýju smá- bátahöfninni og batnar öll að- staða til muna við tilkomu þeirra. Verkið hefur dregist einhverja daga en því verður lokið fljótlega. - R.Schmidt. Gleðigjafinn André Bachmann með geislaplötu: Beint frá hjartanu Gleðigjafinn og söngvarinn André Bachmann hefur sent frá sér geislaplötu sem ber heitið Til þín. Á plötunni eru 13 lög, m.a. Only You, Sunny Side of the Street, Amor, Quando Qu- ando, Keep on Running, More, og öll hin lögin. Platan er eins og aðdáendur André þekkja hann - ljúf, þægileg og kemur beint frá hjartanu. Flinn þekkti tónlistarmaður Carl Möller á tvö lög á plötunni en titillag og texti eru eftir André sjálfan. Aðrir textar eru eftir þúsundþjalasmiðinn Þor- stein Eggertsson nema tveir sem eru eftir Sigurð Einarsson. Hijóðupptökur fóru fram undir stjorn Ásgeirs Jónssonar og Axels Einarssonar en Tómas Tómasson hljóðblandaði. Carl Möller og Þórir Ulfarsson sáu um útsetningar og hljómborðs- leik. Aðrir hljóðfæraleikarar á plötunni eru þeir Gunnar Bern- burg sem leikur á bassa, Ásgeir Oskarsson á trommur, Hörður Friðþjófsson á gítar og Rúnar Georgsson á saxófón og flautu. Japis sér um dreifingu en bassaleikarinn góðkunni Finn- bogi Kjartansson hannaði plötuumslagið. Lesendur Vegfarandi hringdi: „Það er alveg óþolandi þegar fólk er að flækjast á akbrautum í myrkri, dökkklætt og án end- urskinsmerkja. Það gekk alveg fram af mér þegar ég var að keyra Fjarðarstrætið einn morguninn í svartamyrkri og rigningu og engu skyggni og var nærri búinn að keyra á sjö- átta ára krakka sem labbaði eins og ekkert væri eftir götunni - akbrautinni, ekki á gangstétt- inni - og ók á undan sér vagni með litlu barni í. Krakkinn var dökkklæddur og ekki með neitt endurskinsmerki og ekki held- ur á bamavagninum. Það mætti halda að fólkið sem á þessi börn og sendir þau svona út í um- ferðina telji sig eiga of mikið af börnum. Þetta er hreinlega glæpsamlegt.“ ÁHALDALEIGA Höfum opnað áhaldaleigu að Árnagötu 3, ísafirði. Leigjum út hvers konar verkfæri til byggingariðnaðar. ÁGÚST & FLOSI hf. ÁRNAGÖTU 3, ÍSAFIRÐI © 456 5500 r VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ V______________ SÍMI456 4011 FAX 456 5225 ____________J NYJAR BÆKUR Limrur og Ijóð eftip Jonas Ápnason Ný bók er komin út hjá Hörpuútgáfunni eftir Jónas Arnason rithöfund og nefnist Furður og feluleikir - limrur og ljóð í sama dúr. í fyrra kom út hjá sama forlagi kver með 140 limrum eftir Jónas. Nú er bætt um betur og í þessu kveri eru bæði limrur og annar spaugsamur kveðskapur á sjötíu síðum. Hér er eitt sýn- ishorn: Hún var skiljanleg heiftin í hananum þegar hæna ein brá út af vananum og gjörði svo vel að ganga með stél sem var stærra en stélið á hananum. Lífsgleði, minningap og fpásagnlp Út er komin ný bók í flokkn- um Lífsgleði, minningar og frásagnir. Þórir S. Guðbergs- son færði í Ietur. Sex íslend- ingar líta um öxl og rifja upp liðnar stundir. Þau sem hér segja frá eru Guðlaugur Þor- valdsson fyrrv. sáttasemjari, Guðrún Halldórsdóttir skóla- stjóri, Úlfur Ragnarsson læknir, Fanney Oddgeirs- dóttir húsmóðir á Akureyri, Daníel Ágústínusson fyrrv. bæjarstjóri á Akranesi og Þóra Einarsdóttir í Vernd sem segir frá uppvexti sínum og hjálparstarfi í Indlandi. I þessum bókaflokki sem orðinn er sex bindi hafa nú 26 Islendingar rifjað upp bernskudaga í byggðum landsins og minningar um atburði og áhrifaríkt sam- ferðafólk. Hörpuútgáfan gefur út. Bókin er um 190 síður. Meðan skútan skpíðup Út er komin bókin Meðan skútan skríður eftir Eyvind P. Eiríksson rithöfund og fram- haldsskólakennara á Isafirði. Þar segir frá bræðrunum Begga og Gagga sem verja nú öðru sinni sumarfríi um borð í Blikanum ásamt pabba sín- um. Siglingin um Eystrasalt er stundum barátta upp á líf og dauða og þegar feðgarnir eru í höfn lenda þeir oftar en ekki í hringiðu óvæntra viðburða. Þessi bók er ekki síður spennandi en Á háskaslóð, fyrri bókin um sömu sögu- hetjur. Höfundurinn, Eyvind- ur Pétur Eiríksson, lýsir sigl- ingum af kunnáttusemi í hressilegum stfl og á kjarnyrtu máli. Margrét E. Laxness Eyvindur P. Eiríksson. myndskreytti. Bókin er um 130 síður. Mál og menning gefur út. Þokkir Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför Ólafs Magnússonar, skipasmiðs, Túngötu 5, ísafirði. Ragna Majasdóttir, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.