Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 6
VESTFIRSKA Menningarmiðstöðin í Edinborgarhúsinu á ísafirði: J FRÉTTABLAPhT Fypstu salipnip tilbúnip eftip púman mánuð Framkvæmdum við endur- byggingu Edinborgarhússins á Isafirði að innan miðar vel, en þar verður í framtíðinni mið- stöð menningar og lista á ísa- firði. Stefnt er að því að taka fyrsta hluta húsnæðisins í notkun í janúar eða eftir rúman mánuð. Þar er um að ræða þtjú myndarleg herbergi eða litla sali, samtals tæplega 200 fer- metra, en húsið er gríðarstórt eða alls 1155 fermetrar á þremur hæðum. Magnús H. Alfreðsson húsasmíðameistari er þessa dagana að smíða grind og undirbúa einangrun og klæðningu í suðurhlutanum á annarri hæðinni. „Það er greinilega mikill áhugi á því um þessar mundir að halda nú vel áfram við þetta verk enda er mönnum ljóst að samfélagið og mannlffið þarf á þessu að halda í þeirri varnarbaráttu sem háð er þessi árin“, segir Jón Sigur- pálsson, safnavörður á ísafirði og stjórnarmaður í Edinborgar- húsinu hf. Vonir standa til þess að framkvæmdum við endur- bygginguna verði lokið eftir tvö til þrjú ár, en það fer allt eftir dugnaði og áhuga þeirra sem að því standa og þeim stuðningi sem kann að fást. Hús margra hlutverka í tæpa öld Edinborgarhúsið við Aðal- stræti á Isafirði var byggt árið 1907 eftir teikningu Rögnvald- ar Olafssonar arkiteks, fyrsta íslenska arkitektsins, sem síðar var húsameistari ríkisins. Húsið hefur gegnt ýmsum hlutverkum á bráðum níútíu ára ævi.Verslunin Edinborg í Reykjavík reisti það en fyrir- tækið starfaði einnig á Isafirði í byrjun aldarinnar. Um áratuga skeið var Edinborgarhúsið í þjónustu Kaupfélags ísfirðinga og að hluta til Rækjustöðvar- innar en þegar kom fram á tí- unda áratug aldarinnar virtist sem hlutverki þess væri lokið og dagamir senn taldir. Þá kom upp sú hugmynd að gera húsið upp og koma þar á fót menningarmiðstöð. Hug- myndin fékk góðan hljóm- grunn og ýmsir aðilar, menn- ingarfélög, fyrirtæki og einstaklingar, tóku sig saman og gengu frá kaupum á húsinu á miðju ári 1992. Teiknistofa Elísabetar Gunnarsdóttur á Isa- firði annaðist síðan hönnunar- vinnu vegna endurbyggingar þess. Tilhögun í endurbyggðri Edinborg Leitast verður við að koma Edinborgarhúsinu í sem upp- runalegast horf og gæta sem best þeirra menningarverð- mæta sem í þvf eru fólgin. Að- alinngangur verður frá torgi Pollmegin. Göngin í gegnum húsið, þar sem áður voru brautarteinar, verða framlengd yfir dyrnar með líku sniði og Svona er nú umhorfs á annarri hæð Edinborgarhússins. Eftir rúman mánuð verða þrír litlir salir frágengnir hér í suðurendanum og margvísleg starfsemi getur hafist í þessu gamia stórhýsi. þau voru á fyrri tíð. Á jarðhæð í norðurenda verður 150-180 manna salur, hugsaður fyrir leiklist, tónleika, fyrirlestra o.fl. f þeim dúr. I gamla véla- húsinu verður kaffihús sem nýtist salargestum. Önnur hæðin verður innréttuð fyrir starfsemi ýmissa mennirigarfé- laga og nýtist jafnframt'Lista- skóla Rögnvaldar Ólafssonar og fleirum. Efsta hæðin er að miklu leyti undir súð. Suður- endi efstu hæðar verður að mestu leyti opinn geimur en norðurendinn verður hólfaður niður í herbergi og verkstæði. Listaskóli Rögnvaldar Olafssonar Listaskóli Rögnvaldar Ól- afssonar var stofnaður fyrir réttum tveimur árum, þann 5. desember 1993, á afmælisdegi Rögnvaldar. Skólanum var ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir fjölbreyttara námsfram- boð á sviði lista og menningar. Markmið hans er að veita al- menna fræðslu í listum, en hana hefur lengi skort á Vestfjörðum þegar tónlistin er frátalin. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá stofnun Listaskóla Rögn- valdadr Ólafssonar skipta nemendur hundruðum, bæði börn og fullorðnir, sem tekið hafa þátt í námskeiðum eða lagt stund á lengra nám. Menningarmiðstöðin Edinborg í fullum gangi Enda þótt Menningarmið- stöðin Edinborg sé ekki ennþá búin að koma sér fyrir í sínu eigin húsnæði í gamla húsinu við Aðalstræti, þá er starf hennar í fullum blóma út um víðan völl. Má þar nefna tvo nýliðna atburði sem dæmi - kvikmyndahátíðina í Isafjarð- arbíói fyrir fáum vikum og bókmenntakynninguna á Hótel ísafirði um fyrri helgi. Aðalfundur Edinborgarhúss- ins hf. var haldinn í síðustu viku. Aðalmenn í stjórn eru nú Sveinbjöm Björnsson, Jón Sig- urpálsson og Gísli Halldór Halldórsson en varamenn Pétur Guðmundsson, Páll Gunnar Loftsson og Jóna Símonía Bjamadóttir. Allir geta gengið til liðs við Edinborgarhúsið hf. og gerst hluthafar, hvort sem um er að ræða félög, fyrirtæki eða einstaklinga. Sitthvaö smálegt kemur í Ijós þegar verið er aö rífa og tæta í gömlum húsum. Hér er Jón Sigurpálsson aö rýna í þaö sem skrifað hefur veriö meö blýanti á bita árið þegar húsiö var byggt: Jón P. Grímsson 3/10 1907. Síöan hefur verið klætt yfir þessa áletrun og hún veriö í felum í tæpa öld. „Það eru svona hlutir sem gera gömul hús svo heillandi, þau eiga sér svo mikla sögu í stóru og smáu, jafnvel milli þilja eins og í þessu tilviki, - enda er talað um aö „lesa“ hús“, segir Jón Sigurpálsson. Magnús H. Alfreösson húsasmíðameistari að störfum í Edinborgarhúsinu. Magnús er víkingur til vinnu og gengur mjög undan honum, aö sögn þeirra sem fylgjast meö framvindu verksins. Edinborgarhúsiö, Aðalstræti 5 á ísafiröi. Hnífsdalskapella Aðventuhátíð Hnífsdalssóhwr verður kl. 14.00 þann 10. desember, sem er annar sunnudagur í aðventu. Sóknarprestur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.