Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 9
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ J^^^^^^^^^^^^^^Miðvilojdagur6uTÓvembeH^995^ 9 Líf og fjöp á Silfurtorgl Það var líf og fjör og fjölmenni á Silfurtorgi á ísafirði sl. laugardag eins og venja er í byrjun aðventunnar ár hvert. Þá er Styrktarsjóður hús- byggingar Tónlistarskóla Isafjarðar með torgsölu og kennir þar ýmissa grasa, bæði ætra og ó- ætra. Barnakór Tónlistar- skólans söng torgverjum jólalög undir stjórn Huldu Bragadóttur. Myndirnar voru teknar á Silfurtorgi á laugardag- inn - annars vegar er barnakórinn að syngja á tröppunum hjá Einari og Kristjáni og hins vegar er Geir Sigurðsson hjá Vegagerðinni í för með tveimur litlum og falleg- um jólasveinum... Jólahlaðborð fyrir fjölskylduna sunnudaginn 17. desember. Glæsilegt og fjölbreytt hlaðborð. - Létt jólalög og fallega skreyttur veislusalur. Verð kr. 2.350 fyrir fullorðna og kr. 1.200 fyrir börn 6-14 ára. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára. Pantið borð tímanlega. 0 SÍIVl I 456 4111 PÓSTUR OG SÍMI fe/ ÍSAFIRÐI Viðskiptavinir, athugið! OPNUNARTÍMI pósthússins á ísafirði í desember er sem hér segir: Fimmtudagur 14. des. kl. 8.30-18.00 Föstudagur 15. des. kl. 8.30-18.00 Sunnudagur 17. des. kl. 13.00-16.00 Þriðjudagur 19. des. kl. 8.30-18.00 Laugardagur 23. des. (Þorláksmessa) kl. 13.00-17.00 Aðra daga verður opið eins og venjulega (kl. 8.30-16.30). Stöðvarstjóri. Nftt sveitarfélag á Vestfjörðum Laugardaginn 2. desem- ber 1995 greiddu íbúar Þingeyrarhrepps, Mýra- hrepps, Mosvallahrepps, Flateyrarhrepps, Suðureyr- arhrepps og ísafjarðar- kaupstaðar atkvæði um sameiningu og úrslitin voru afdráttarlaus. Nú skal sam- einað og ber aðfagna því. Það er líka fagnaðarefni eitt og sér að íbúar sveitar- félaganna sex sem ákváðu að kjósa um sameiningu skyldu sýna hug sinn svona rœkilega í verki. Meira en helmingur kjósenda tók þátt og um 75% sögðu já. Nú sýndu Isfirðingar og ná- grannar gott fordœmi. Loksins, loksins sýndu Vestfirðingar lofsvert framtak og vonandi verður framhaldið með öðrum og giœsilegri hœtti en reynst hefur í Vesturbyggð. Fyllsta ástœða er til þess að œtla að með sameiningu Vest- ur-Isafjarðarsýslu og ísafjarð- arkaupstaðar komi ný og góð áhrif Djúpmegin í byggðina - og öfugt. Samgöngurnar eru grundvöllurinn, samstaðan er verkfœrið sem dugar. Kjör- sóknin var alls staðaryfir helmingi nema á Isafirði, þar sem tœp 48% kusu og afþeim nœrri 75% já-menn en afgang- urinn sagði nei, ekki samein- ingu. Annars staðar var kjörsókn- infrá 54% og upp í 83% í Mýrahreppi. Félagsþroskinn er greinilega mestur í sveita- hreppunum, því 81% kaus í Mosvallahreppi. Á Suðureyri, þar sem 65% kusu, voru níu af hverjum tíu sammála samein- ingu. Afstaða íbúanna er því mjög afgerandi. Helst vekur athygli áhugaleysi Isfirðinga - og þó. Þeir sem ekki nenna á kjörstað, einhverra hluta vegna, eru þar með búnir að fela hinum ólatari umboð sitt í raun. Bersýnilega höfðu ísfirskir áhugamenn um sameiningu sveitarfélaganna miklu meiri áliuga en þeir sem á móti voru. Og ef eitthvað má marka mannlegt eðli, þá hafa þeir neikvœðu vœntanlega skilað sér aðstoðarlaust á kjörstað. Þeir sem komu til að segja já voru rúm 35% afmannskapn- um á kjörskrá í Isafjarðar- kaupstað. Með sama hœtti voru nei-mennirnir tœplega 12%. Þeir sem sátu heima og veittu óbeint umboð voru rúm 52%. Segja má þetta mikla einföldun, en samt er mikið til í þessari röksemdafœrslu. Hins vegar var ekki smalað á kjörstaði neins staðar. Ahugi hins almenna íbúa var svona gríðarlega mikill. Stjórnmála- flokkarnir mœttu vera ánœgðir með þennan árangur efþeir hefðu engar kosningaskrifstof- ur. Sérstaklega er hinn al- menni áhugi íbúa vestan heið- ar eftirtektarverður. Þeir eru rúm 26% allra kjósenda í nýja sveitarfélaginu, hvað svo sem það verður látið heita. Hér erþví spáð að ekki komi til flokkadrátta eftir landslagi. Því verður ekki trú- að um þá sem kusu afþessari miklu skynsemi. Engu að síður vega Vestur-Isfirðingar þungt, ekki bara vegnafjöldans, heldur líka vegna alls þess sem þeir hafafram aðfæra í reynslu og atvinnulífi. En einmitt atvinnulífið mun vega þungt í nýja sveitarfélaginu. Að því verður á nœstu árum sótt, beint og óbeint, frá suð- vesturhorninu. Ekki verður sú aðsókn meðvituð, heldur miklu frekar grundvölluð á keppni um minnkandi auðlind nœstu árin. I þessum efnum hafa Vesturbœingar mikiðfram að fœra til viðbótar við reynslu Djúpmegin. Um síðustu helgi var búið til nýtt landslag í sveitar- stjórnarmálum á Vestfjörðum. Um er að rœðaframhald þró- unar, sem orðið hefur á innan við áratug, en 1986 voru sveit- arfélögin á Vestjjörðum 32 talsins. Tala þeirra hefur lœkkað, svo notað sé marg- þvœlt fjölmiðlamál, en ífjöl- miðlum fer tala einhvers hœkkandi, engu fjölgar þar eðafækkar, sem auðvitað er mikhi skýrara mál. Fœkkun sú sem orðið hefur um mitt nœsta árþýðir að 32 sveitarfélögum hefur fœkkað í 20 með samein- ingu og þau verða aðeins 12 í kjördœminu. Vœntanlega verða þau styrkari og burð- ugri til aðfást við málefni íbúa sinna en þau sem áður voru. 1 raun er 5000 manna sveitarfélag ekki mjög stórt á nútímavísu, en það mun hafa innan sinna vébanda rúm- lega helming íbúa í Vest- fjarðakjördæmi. Framhaldið rœðst afþví hvernig tekst til með valfyrstu sveitarstjórn- arinnar. Nýja sveitarfélagið verður að vera eittfrá upp- hafi. Þeir sem veljast tilfor- ystu þurfa að hafa til að bera nægilega víðsýni til þess að gœta hagsmuna allra umbjóðenda sinna. En hvað á barnið að heita? A morgun, 7. desem- ber, eru liðin 116 árfrá and- láti Jóns Sigurðssonar for- seta, sem var alþingismaður Isfirðinga alla sína þing- mennsku. Honum til heiðurs cetti að gœta þess að íbúar nýja sveitarfélagsins verði Isfirðingar í anda hans.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.