Feykir


Feykir - 24.02.1988, Qupperneq 4

Feykir - 24.02.1988, Qupperneq 4
4 FEYKIR 7/1988 Þá er Hvati á Stöðinni mættur aftur í opnuviðtal Feykis og er þetta seinni hluti viðtalsins. Því fylgir m.a. ansi merkileg mynd af honum og Gísla í Miðhúsum að afloknu fræknu helsingjaskytteríi. Heilmargar sögur eru til af Hvata og ekki skal lagður dómur á það hér og nú um sannleiksgildi þeirra. En eitt er víst að þær eru margar hverjar með þeim betri sem maður heyrir. I tilefni af því að minnst er á Baltikuferð Hvata í þessu viðtali skal ein saga af honum úr þessari ferð fylgja hér. I skemmtisiglingunni með Baltiku var komið við í Egyptalandi og pýramídarnir frægu skoðaðir. Landkostir voru þar rýrir að sjá, grjót, sandur og urðir miklar, og lítið af grasi. Þama gat að líta Qárhirða álengdar sem gættu hjarða sinna, líkt og sýnt er í Biblíumyndunum. Hvati, sem hafði auga fyrir því smáa jafnt sem hinu stóra, veitti þessu athygli og aumkaði fjárhirðana að þurfa að nýta svo illt land til beitar. Honum verður nú hugsað til Islands með öllum sínum gróðursælu dölum og til þeirra manna sem hann mundi mesta fjármenn. Gengur hann þá að einum fjárhirðinum, klappar honum á öxlina, og segir: , Ja, þetta held ég að Goðdalabræðmm þætti nú léleg beit elskan nokkrum sinnum á gömlu Drangeynni og eins á Hegranesinu. Guðmundur tók við því á eftir og ég fór með honum þangað. Svo þegar hann fór af því fór hann á Drangeyjuna nýju. Það var í 3 eða 4 ár eftir að hún kom ný að hann sigldi aldrei, ekki fyrr en seinustu árin sem ég var þá. Ég hef ekki komið nema tvisvar til Hull, því við lögðum alltaf upp í Grimsby. Tvö seinustu árin seldum við í Hull.” „Þar var ekki dýr vodkinn maður.” Nú þegar við Hvati vorum farnir að tala um siglingar með togurum út í lönd fannst mér tilvalið að spyrja hann út í siglinguna með rússneska skemmtiferðaskipinu Baltiku haustið ‘66, sem hann fór í með Herdísi konu sinni. „Já, sú ferð, það var ekki fritt maður, það var ekki nema 5 vikur. Við fórum til Austurlanda hér nær maður, Krímskagann, Möltu, Jerúsa- lem og allt þetta, sigldum eftir Miðjarðarhafi. Þetta var yfir 400 manns um borð maður. Okkur Herdísi minni j var boðið með af Sveini, Hvati og Gísli í Miðhúsum með aflann fræga, 110 helsii frá kl. 2 að nóttu fram til kl. 10 um morguninn. Aflinr bróður hennar sem var í Karlakór Reykjavíkur, en hann stóð fyrir þessari ferð. Annars var þetta hundbillegt elskan mín, farið í 5 vikur kostaði 20 þúsund kall. Fæðið var eitthvað um 3 þúsund í viðbót. Svo varð maður að borga sér fyrir ferðir sem farnar voru þegar í land var komið, það var ekki innifalið. Fallegast fannst mér þarna á Krímskaganum. Þar var ekki dýr vodkinn maður, hann kostaði þá sá rússneski 70 krónur flaskan á meðan hún kostaði hér heima 5-600 kr. Þeir seldu þetta bara með sínu verði. Og það var alveg jafn dýrt hvort þú keyptir heila flösku eða hvort þú keyptir í glas, það var það skrýtna maður. Ég mældi það niður að gamni mínu, því maður var nú ekki með of mikið af aurum. Þá kostaði 9 kr. í það og það voru alveg full vatnsglös, það var ekki hægt að blanda í það. Það voru tveir barir á Baltikunni og það var alltaf meira við afturbarinn því þar var danssalurinn, það var dansað frá kl.10 til 2 á hverju kvöldi. Hljómsveitin var skipuð þrem mönnum, sem einnig unnu í vélinni. Stúlkurnar í skipinu höfðu 3 þúsund kr. á mánuði og unnu 16 tíma á dag, ég veit ekki með karlmennina sko. Þetta var skínandi fólk og gekk afskaplega vel um allt. Ég hafði mjög gaman af skugga- myndunum sem þeir sýndu og þeir voru líka með bíó en það var helvítis áróður maður, ég var ekki eins hrifinn af því. Við fengum alveg skínandi veður báðar leiðir, eins og á heiðartjörn að haustinu. Að vísu gerði helvítis rok á okkur á Miðjarðarhafínu en það var alveg sjólaust. Skipið gekk 22 mílur og skipstjórinn keyrði á fullri ferð þangað til hann mölvaði ofan af tvo loftventla að framan og það varð allt vitlaust. Kerlingarnar héldu Hvati stoltur með tvíhleypuna, Huskvarna nr. 12 frá 1934. „Hún hefur tekið nokkra fuglana, selina og hnísurnar þessi”. Þú hefur verið á togurum Iíka Hvati? „Jú, ég var í 11 ár með honum Guðmundi mínum Árnasyni, sem byrjaði á gömlu Drangeynni, hún var 250 lestir. Ég byrjaði ‘68 og var til ‘79. Við fórum ekki í margar siglingar, við sigldum Hún bara gaptí áþ Rætt við Hvata á Stöðin

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.