Feykir


Feykir - 13.12.1989, Blaðsíða 1

Feykir - 13.12.1989, Blaðsíða 1
^ raísjá hf JótKCLrt- Sérverslanir meö raftæki Sæmundargötu 1 Sauöárkróki Skapast öngþveiti um áramótin?: Hjúkrunarfræðingar hjá Heilsugæslunni segja upp störfum Forráðamenn sjúkrahúss- og heilsugæslu á Sauðárkróki eru áhvggjufullir þessa dagana, því í dag stefnir í að um næstu áramót gangi hjúkrunarfræð- ingar við heilsugæsluna út. Þeir hafa sagt upp störfum sínum og litlar líkur taldar að húið verði að ráða í störf þeirra fyrir áramót. ,,Það liggur alveg í augum uppi að uppsagnir þessara þriggja hjúkrunarfræðinga eru launalegs eðlis. Sveitar- félögin greiddu ákveðna launauppbót til hjúkrunar- fræðinga við heilsugæsluna til samræmis við launaupp- bót sem hjúkrunarfræðingar við sjúkrahúsið hafa haft. Um næstu áramót eiga þær breytingar sér stað í rekstri sjúkrastofnana að ríkið yfir- tekur rekstur bæði sjúkra- húss og heilsugæslu. Af þessum sökum hefur launa- nefnd sveitarfélaga vísað kjaramálum starfsfólks við sjúkrastofnanir til samning- anefndar ríksins. Það er greinilegt að hjúkrunarfræð- ingarnir eru hræddir um að missa launauppbótina og þeir standi uppi með ber- strípaða dagvinnutexta. Reyndar kann ég ákaflega illa þeirri aðferð sem hefur tíðkast að fólk beiti uppsögnum í samningum. Með því móti eru samningamálin komin úr eðlilegum farvegi”, segir Hörður Ingimarsson einn stjórnarmanna Sjúkrahúss Skagfirðinga á bæjarstjómar- fundi í síðustu viku. Björn Sigurbjörnsson for- maður bæjarráðs lagði fram tillögu á fundinum þar sem hann óskaði eftiráskorun frá bæjarstjórn til ríkisvaldsins, um að gera eitthvað í þessum málum tafarlaust, þannig að yfirvofandi ófremdarástandi í heilsugæslumálum í hérað- inu eftir áramótin verði afstyrt. Tillögunni var vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar. Það hefur færst jólasvipur á Aðalgötuna á Króknum síðustu daga. Hegranes: Mokar upp ufsanum Skafti seldi vel í síöustu viku Hegranes landaði um helgina 160 tonnum af fiski, þar af 100 tonnum af ufsa, sem er líklega mesti ufsaafli sem nokkurt skagfirskt skip hefur komið með að landi fyrr og síðar. Ufsinn er utan kvóta. Skafti seldi ágætlega í Bremenhafen í síðustu viku Sl. haust seldu Daníel Pétursson á Eyri og þrír synir hans: Ársæll, Péturog Eðvald. bát sinn Neista HU-5, 24 tonna trébát og hugðust kaupa minni hát. Ekki gekk það þrautalaust fyrir sig, þar sem þeir oftar en einu sinni misstu af hát sem þeir höfðu hug á til aðila sem gjarnan kaupa slíka háta til úreldingar vegna kvótans. Þeir feðgar hafa nú fest kaup á bátnum Jökli SF-75 frá Höfn í Hornafirði. Þetta 153 tonn af karfa fyrir 83 krónur kílóið. Drangey selur á sama stað í þessari viku 180-190 tonn. Á fimmtudag- inn kom Skagfirðingur með um 150 tonn, karfi og ufsi í bland. Mjög góð veiði hefur verið hjá togurunum síðustu 10 dagana. er stálbátur, 9,77 tonn að stærð. smíðaður árið 1987 í Bátalóni í Hafnarfirði. Hann er í slipp núna en er væntanlegur til Hvamms- tanga í þessari viku. Að sögn Eðvalds er ætlunin að fara á línu til að byrja með því báturinn á enn ai'gang af kvóta þessa árs. Eftir áramótin fer Jökull á innljarðarrækjuna. en línu- fiskurinn fer trúlega á markað suðu r. Gjaldheimtu- karpið til einskis Nú liggur fyrir að karp uni staðsetningu gjaldheimtu, sem sveitarstjórarmenn á Norður- landi vestra, og ryndar víða á landinu, hafa eytt drjúgum tíma í síðustu misserin, hafi verið unnið fvrir gýg. Fjár- málaráðuneytið tilkynnti með bréfi nýlega að ráðuneytið mundi ekki taka þátt í stofnun fleiri gjaldheimtna á þessu ári og því næsta. Sveitarstjórnarmenn hér í kjördæminu munu hafa rætt það, síðast á fundi nýlega, að til greina kæmi að gjald- heimtur yrðu á fleiri en einum stað í kjördæminu. Fjármálaráðuneytið „klippir” á þessar hugmyndir í bréfinu. „Af hálfu ríkissjóðs hefur hingað til ekki komið til greina að semja um aðra leið en gert er ráð fyrir í tillögum gjaldheimtunefndar sem starfar á vegum fjármálaráðuneytis- ins”, stendur í bréfinu. Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri á Skagaströnd og formaður gjaldheimtu- nefndar á Norðurlandi vestra segir þessa niðurstöðu von- brigði eftir alla þessa miklu vinnu í málinu. „Mér sýnist þetta vera ávísun á óbreytt kerfi næstu tvö árin”, segir Guðmundur. Hallbjörn „kántrýkóngur" Hjartarson skemmti gestum í íþróttahúsinu á Króknum sl. föstudagskvöld. Hór syngur hann um I.ukku-Láka og að sjálfsögðu er reiðskjótinn til staðar. Eyrarfeðgar kaupa bát

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.