Feykir


Feykir - 13.12.1989, Blaðsíða 10

Feykir - 13.12.1989, Blaðsíða 10
óháð fréttablað á Norðuriandi vestra 13. desember 1989, 45. tölublað, 9. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum Jólatilboð! 10% afsláttur Nýtt visatímabil af öllum staðgreiddum Sparta vörum til jóla Fataverslun - Skóbúð Aðalgötu 20 - Sauðárkróki Bók um byggðina undir Borginni I síðustu viku kom út myndarleg hók um sögu Skagíistrandar og Höfðahrepps og her hún heitið Byggðin undir Borginni. Bókin er 327 síður að stærð og læsilega skrifuð. 1 henni er fjöldi mynda bæði gamlar og nýjar og sumar þeirra í lit. Flestar myndanna hafa ekki hirst áður. Töflur og línurit gefa myndræna innsýn í það sem oft er sett fram sem þurr fróðleikur. ,,Ég veit ekki um annað kauptún af svipaðri stærð og Höfundur og ritnefnd verksins. F.v.: Lárus Ægir Guðmundsson, Bjarni Guðmarsson höfundur verksins, Elínborg Jónsdóttir form. ritnefndar og lngibergur Guðmundsson. Skagaströnd, sem hefur ráðið sérfræðing til þess að rita sögu sína”, sagði Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur á fundi, sem haldinn var til þess að kynna bókina. Það var árið 1986, sem hreppsnefnd Höfðahrepps ákvað að láta rita sögu staðarins og ári síðar var Bjarni ráðinn til verksins. Honum til halds og trausts var skipuð ritnefnd. I henni sátu Elínborg Jónsdóttir form., Líírus Ægir Guðmunds- son og Ingibergur Guðmunds- son. Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri telur að kostn- aður við útgáfuna sé vart undir 5 millj. kr. að núvirði. Menningarsjóður Kaupfélags Húnvetninga, Rækjuvinnsl- an á Skagaströnd og Skag- strendingur hf. hafa styrkt útgáfuna. Bifröst lokað: Jólaböll Sauð- krækinga í hættu Bæjarfógetinn á Sauðárkróki lokaði félagsheimilinu Bifröst sl. llmmtudag, þar sem ekki höfðu verið gerðar þær endurhætur til brunavarna í húsinu, sem hrunacftirlit Skagafjarðar hafði krafist. Sýslumaður varð samt við óskuni stjórnar félagsheimils- ins um undanþágu vegna árshátíðar eldridansaklúbhsins Hvells á laugardagskvöldið, enda var þátttökufjöldi á sainkomunni innan þcirra marka er cldvarnaeft irlit hafði áður samþykkt í húsinu að óuppfylltum kröfum sínum. Stjóm félagsheimilisins kom saman um kvöldið og ræddi stöðuna sem upp er komin í málefnum Bifrastar. Var þar bollalegt með hvaða hætti eldvarnarmál félagsheimilis- ins yrðu leyst til langframa. Eitt atriði af þremur sem nefnd eru í skýrslu Eldvarna- eftirlits Skagafjarðar hefur verið lagað. þ.e. dyrabúnað- ur að stóla- og gosdrvkkja- geymslu. Hin atriðin eru útgangur af leiksviði og klæðning neðan á salargólf. Að mati tveggja byggingameistara er klæðning neðan á salargólfið með því eldvarnarefni sem farið er fram á, það kostnaðarsamt, að það mundi ríða rekstri félagsheimilisins að fullu. A fundinum sl. fimmtudagskvöld var rætt um að fá matsmann frá Brunamálastofnun ríkisins norður til að taka húsið út og í samráði við hann reyna að finna ódýrari lausnir en hingað til hafa komið til greina. Grjótið í smábátahöfnina: feykjur Tilboði Króks- verks tekið Á hæjarstjórnarfundi í síðustu viku voru Króksverki hf. úthlutaðir grjótflutningar í annan áfanga sniábátahafnar- innar. Króksverk vann einmitt að söfnun grjótsins í Fagranes- skriðum í haust. Langlægsta tilboðinu í grjótflutningana, að upphæð 664 þúsund frá aðila á Akranesi, var hafnað af ástæðum þess eðlis að ástæða þótti til að loka fundinum meðan formaður hafnamefndar greindi frá þeim. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins frá Akranesi hcfur verktak- anum verið hafnað með svipuð verkefni í heimabæ sínum. Auk fyrmefndra aðila bauð Fjörður sf í verkið, að upphæð 1,380 milljónir. í tilboðinu fólst einnig hliðartilboð. um 10% afslátt á upphæðinni. sem þýddi að tilboð Fjarðar var orðið lægra en niðurstöðutölur til- boðs Króksverk sögðu, 1.252 milljónir. Við skoðun tilboð- anna reyndust allar magntölur og einingaverð réttar, en í tilboði Króksverks kom fram reikningsvilla, þannig að Króks- verk var með lægsta tilboðið 1,204 milljónir. Króksverksmenn bíða nú eftir að vegir frjósi svo hentugara verði að fást við þessa þungaflutninga. í út- boðinu frá hafnarstjórn voru ákvæði um að verkinu yrði lokið fyrir árarnót. út af virðisaukaskattinum. Útboðsraunir Umræður í bæjarstjórn Sauðárkróks í síðustu viku varðandi útboðsverk í bænum. komu áheyrendum í „blaða- mannastúkunni” svolítið einkennilega fyrir sjónir. Þar kom fyrst til tals væntanlegt útboð vegna byggingar kaup- leiguíbúða við Jöklatún. Spurðist einn bæjarfulltrúa fyrir um það hvort ekki mætti hugsa sérlokað útboð í þessu tilviki, á þeim forsend- um að í útboðum undanfarið hefði sýnt sig að byggingar- fyrirtæki í bænum ættu þegar í grimmharðri samkeppni innbyrðis, sem ekki væri á bætandi. Seinna á fundinum voru svo tekin fyrir tilboð í grjótflutninga í smábátahöfn- ina. I því máli virtist hið óvænta hafa gerst og önnur atriði voru á huldu. sem sagt. hið dularfyllsta mál. Ragnar Reykás Fyrir það fyrsta fannst reikningsskekkja í tilboði Króksverks er tilboðin voru yfirfarin, og er það næsta ótrúlegt þegar um jafn viðalítið verk er að ræða. Þetta gerði það að verkum að Króksverk var lægra en Fjörður þrátt fyrir 10% afslátt þeirra síðarnefndu. Langlægsta tilboðið kom hins vegar ekki tilgreina. Það þótti svo gjörsamlega út úr kortinu, var ekki nema 49% af hraðsoðinni kostnaðar- áætlun, sem gerð var eftir að tilboð höfðu verið opnuð. Síðan kórónaði þetta allt saman, að ekki var hægt að greina frá ástæðunum fyrir því að lægsta tilboðinu var hafnað, öðru vísi en loka fundi. Þetta leit því eins út og Ragnar Reykás er vanur að orða það: „Það er bölvuð skítalykt að málinu”. Siðgæði K-listans Jón Jósafatsson. sem nýlega var ráðinn í starf aðstoðarhafnarvarðar við Sauðárkrókshöfn, vék úr hafnarnefnd um síðustu mánaðamót. Hörður Ingimæs- son bæjarfulltrúi K-listans sagði ástæðuna fyrir afsögn Jóns, vinnureglu K-listamanna. Hún væri á þann veg að maður gæti ekki verið hvortveggja, yfirmaður og unnið hjá sjálfum sér. Enda færi það alls ekki saman. Þannig hafa þeir það á hinum hvítþvegna K-lista. Svo eru menn að tala um siðspillingu stjómmálamanna. Myndband um Skagaströnd Skagstrendingar hafa látið gera hálfrar klukkustundar langt myndband um Skaga- strönd eins og þorpið er í dag. Það var Myndbæt hf. sem gerði það og er megin uppi- staða myndir, sem teknar voru þegar fyrirtækið var að gera kvikmynd um lífið á landsbyggðinni. jvjó GÆÐAFRAMKÖLLUN gædaframkollun BÓKABÚÐ BRYNJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.