Feykir


Feykir - 13.12.1989, Blaðsíða 3

Feykir - 13.12.1989, Blaðsíða 3
45/1989 FEYKIR 3 Nýkomið Bolir Hjólabuxur - Hlaupabuxur Fyrir veiðimenn^fCgi Skotveiðivesti Byssupokar Veiðistangir Veiðihjól Adidas íþróttatöskur Adidas úlpur Kuldaúlpur barna Æfingaskór Körfuboltaskór Skautar Húfur Sokkar Komdu á Hólaveginn /-\ Verslaðu ódýrt! Góðar jólagjafir og allt í jólamatinn 100 vörutegundir á tilboðsveggnum Konfekt 400 gr. kr. 298 Allt í baksturinn Allt í jólamatinn Jólatilboð Bayonaiseskinka kr. 855 Lambahamborgarahryggur kr. 498 Hangikjöt frá KEA Verslunin TINDASTÓLL Glansgallar - Vindgallar - Trimmgallar Hólavegi 16 - Sími 5119 |_eikföngin öll á gamla verðinu Ný og ^ belri bÚð ||§£' Míímý 21 Jólaskreytingar og efni til jólaskreytinga Nýtt - Stálskálar og föt með 24 k. gyllingu Toppurinn í dag cuaDuoin Handan Vatna fréttir Hofsósi 6/12 Best að byrja á útgerðinni. Héðan frá Hofsósi eru gerðir út 3 bátar, 9-16 lestir að stærð, róa þeir með línu. Afli hefur verið svona í meðallagi, eða um 100 kg. á bala, en langt er á miðin, svona frá 3- 5 tíma stím. Það hefur verið tekið upp hér eins og á fleiri stöðum að bátar fái fría beitningu, beitu og línu. Þetta hefði þótt gott þegar ég var að bagsa við línuútgerð, sú útgerð ætlaði að drepa mann vegna mikils kostnaðar. Þá heyrði maður talað umaðsumstaðarfengju útgerðir fría beitu. En sem sagt allt frítt núna. Það ætti ekki að vera tap á þessari útgerð. En hvernig er hægt að borga svona mikið fyrir fiskinn? Það verður varla vandi að semja við fiskverk- endur um hærra fiskverð (landssambandsverð) um næstu áramót. Atvinna hefur verið stopul hér nú undanfarið, t.d. í Hraðfrystihúsinu. Hefur þar vantað hráefni, mest vegna siglinga togara og gámaút- flutnings á erlenda markaði. Ymsir óvissu þættir eru hér í sambandi við atvinnu eftir áramót og fólk óttast atvinnuleysi. Endurbætur á kirkjunni Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á kirkjunni okkar. Þegar þetta er skrifað er búið að mála hana í hólf og gólf að innan. Sá Jónas Þór málari á Króknum um þann þátt og virðist hafa tekist vel. Verið er að klæða kirkjubekkina og tók sá þrællagni náungi Valgeir á Vatni það að sér og sé ég ekki betur en að honum ætli að takast það vel, enda ekki við öðru að búast. Einnig hefur Valgeir gert við ýmislegt í kirkjunni. Stefnter að því að allt verði klárt áður en jólahátíð gengur í garð. Fyrirhugað er að gera við kirkjuna að utan næsta sumar og er þegar búið að ráða mann til að sjá um það verk. Skjálftavirkni og landris Ekki get ég látið hjá líða að minnast aðeins á Kaupfélagið hér. Annars fór smá skjálfta- virkni af stað hér og land reis talsvert er greinin sem ég skrifaði í Feyki kom fyrir almennings sjónir. En allt virðist nú orðið eins og áður, og meira að segja opnunar- tími sölubúðar einnig eins og áður. í pistli sem KS Hofsósi sendi í öll hús á svæðinu, er ýmislegt gott að sjá og er t.d. talað um að breyta opnunar- tíma sölubúðar og sjoppu frá 16. des. til jóla. Eg ræddi ýmis mál þessarar verslunar við Gísla útibússtjóra eftir að þessi bæklingur kom út og kom þá helst fram að verslunin þyrfti að aukast til að hægt væri að lengja opnunartíma. Eg held að það væri ekki svo fráleitt að við hér reyndum nú að versla sem allra mest hér í heimaverslun og sjá til hvort hagur hennar vænkist, en við viljum að þetta verði skoðað fljótlega eftir áramótin og staðan metin. En ein spurning í lokin. Hvernig fer Guðmann í Varmahlíð að að hafa opna verslun alla daga til jóla frá kl. 9-22? Einar Krakkar á götu á Hofsósi, heitir þessi mynd GM í myndasafni Feykis, tekin fyrir 6 áruni. Trúlega hafa þessir krakkar fullorðnast ntikið síðan: Jón Þór og Áslaug María Óskarshörn og Eygló I lauksdóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.