Feykir


Feykir - 13.12.1989, Blaðsíða 7

Feykir - 13.12.1989, Blaðsíða 7
45/1989 FEYKIR 7 Átaksverkefni V-Hún,: Ðúkonur selja brodd Húnvetnskar búkonur aug- lýstu brodd til sölu í kaupfélaginu á Hvamms- tanga 1. des. sl. Að sögn Jónínu Sigurðardóttur á Kolugili gekk salan vel. Broddurinn er seldur fros- inn í liálfs og eins lítra plastumbúðum, tilbúinn til eldunar. A umbúðunum er límmiði með leiðbeiningum um matreiðslu, upplýsingum um framleiðslumánuð og ár, ásamt númeri framleiðanda og símanúmeri. Húnvetnskar búkonur hyggjast safna broddi í vetur og selja. Hór er á ferðinni merkileg tilraun i að nýta það hráefni sem til fellur í íslenskum landbúnaði. Er þetta liður í átaksverkefni Vestur-Hún- vetninga. H „Ef ég sé fallega náttúrusýn er Skagafjörður mælikvarðinn” spjallað við Birgi Dýrfjörð Fjölbreytileikinn í birtunni einstakur Eftir að ég fór burtu fannst mér ég alltaf eiga cftirað koma á Krókinn al'tur. Tilfinningin til staðarins var þannig að það stóð aldrei annað til en ég flytti á Krókinn aftur að loknu námi. Þær eru æði sterkar minning- arnar frá því maður varsmápolli á Króknum. seni var farinn að skynja náttúruna og umhverfið. Það kom fyrir að ég hvarf úr rúminu um miðja nótt. Fór bara út ef veðrið var gott og labbaði mig þá niður á gömlu bryggjuna sem var niður undan trésmiða- verkstæði kaupfélagsins. Að minnsta kosti einu sinni varð þess vart eldsnemma morguns. ;ið ég var ekki i rúminu mínu og farið að leita að mér. A gcimlu bryggjunni var staðsett spil og trébóma sem skagaði út yfir bryggjuna. Éggat lesið mig cftir járnrörum út á bómuna og þaðan alveg l'ram á topp. með riturnar tlögrandi i kringum mig og gjarnan komu þær og settust hjá mér. Þarna lá ég i algievmi og fylgdist með morgunsólinni rísa úr sæ út \ ið Drangey. Það er einmitt þessi birta, fallega birta sem mér l'innst svo einstakt \ ið Skaga- fjörð. Fjölbreytileikinn i birtu á öllum árstímum er svo einstak- lega mikill. F.f ég sé fallega náttúrusýn einhvers staðar þá er Skagafjörðurinn alltaf mæli- kvarðin n". YAMAHA hljómborð AKAI OG SANYO hljómtæki SANYO - SIEMENS sjónvörp og myndbönd RADIQtW_@rafejáM Sérverslanir með raftæki Sæmundargötu 1 Sama kvöldið og líklega síðasti opinberi fundurinn í Útgerðarfélagi Skagfirðinga, framhaldsaðalfundurinn, var haldinn, sátu tveir menn að spjalli í liúsi einu í útjaðri Kópavogs, og rifjuðu upp stofnun þessa mikilvæga fyrir- tækis sem öðru fremur varð til þess að skjóta stoðum undir blómlegt atvinnulíf á Sauðár- króki og í héraðinu. Annar þeirra átti sæti í fyrstu stjórn ÚS og ritaði m.a. fyrstu 100 fundargerðir félagsins, Birgir Dýrfjörð rafvirki. Það eru æði niargir hér fyrir norðan sem þekkja Birgi og sjálfur segir hann það spursmál hvort hann sé meiri Siglfirðingur eða Skagfirðingur. Hann fæddist á Siglufirði og átti þar heima til sjö ára aldurs, er hann flutti ásamt móður sinni og bræðrum til Sauðárkróks. A Króknum átti hann heima fram yfir fermingu, flutti þá burtu en kom svo aftur á Krókinn 1961 eftir að hafa lokið námi. Þar bjó hann í 10 ár, en flutti þá suður og hefur búið þar síðan. Tvímælalaust er það stofnun Útgerðarfélagsins seni stendur upp úr í minningunni frá síðara tímabili mínu á Króknum. Mér er það algjörlega ógleymanlegt þegar við héldum hér til i tvær vikur samfleytt á Cityhóteli. sendinefnd l'rá Króknum. Okkar starl'i var að ganga á milli ráðamanna og peningastofnana til að útvega peninga til kaupa á fyrsta togara útgerðarfélágsins. Við höfðum þá augun á 250 tonna sildarbát sem Jón Gísla- son útgerðarmaður í Hafnarfirði átti og hét Fróðaklettur. Þetta útgerðarbrölt okkar mætti mikilli andstöðu hjá sumum ráðamönnum hér syðra. sem prédikuðu stöðugt að Skagfirðingar ættu að halda sig \ið landbúnaðinn áfram og iðnaðinn. Það væri framtíðin. en alls ekki að vera að Intgsa um útgerð. Þeir væru engir sjómenn og hefðu ekkert vit á sjó. frekar en kýrnar. Samstaðan vakti mikla athygli Það var ansi erfitt að reka þetta sjónarntið á l'lótta, og það er mitt mat að Sauðkrækingar eigi mikið skagfirskum bænd- um að þakka að stofnun útgerðarfélagsins tókst. Það myndaðist gífurlega breið sam- staða. bæði á Króknum og i sveitinni um stofnun félagsins. Það vakti mikla athygli ráða- manna, sérstaklega stjórnmála- manna. að af 300 einstaklingum sem skrifuðu sig fyrir hlutafc i fclaginu, voru mjög margir bændur. Það var þessi mikla samstaða sent gerði útslagið með að við höfðum okkar mál í gegn. ÚS var stofnað árið 1967 og Fróðaklettur varð Drangey SK I fyrsta skip félagsins”. Var góð eining innan bæjar- stjórnarinnar með stofnun út- gerðarfélagsins? ,.Já, mjög góð. Þá voru i meirihluta Framsókn, Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkurinn. Sjálfstæðisnokkurinn einn í minnihluta, en það breytti því ekki að Arni Guðmundsson fulltrúi flókksins vann af miklum dugnaði að þessunt málum með okkur og starfaði af miklum heijindum eins og hans er von og vísa". Bý að því alla ævi að... ..Þetta er svona eins og að gera upp á milli föður síns og móður. Að sjálfsögðu er ég hreykinn af því að vera Siglfirðingur, en ég held samt að Skagafjörðurinn sé sterkari i minningunni. enda árin lá á Siglufirði sem ég man. Svo eru mínar ættir ntikið úr austa nve rðum Skagafirðinu m". sagði Birgir þegar talið barst að fyrra Krókstimabilinu. ..Ég held égeigi eftirað búa að því alla ævina að hafa alist upp á Króknum. Fullriaðarpróf tók ég í gantla barnaskólanum hjá Jóni Þ. Björnssyni og fermdist siðan hjá séra Helga Konráðssyni. Skólinn hjá Jóni hefur líklega verið einn besti skóli landsins á þessum tíma. Jón var með menntuðustu kennurum og margt af því sem liann kenndi situr i manni sem lífsviðhorf. Hann var sannkallaður framúr- stefnumaður í skólamálum á þessum tinta. Á eigin spýtur kom hann upp merkilegu náttúrugripasafni við skólann. kenndi nemendum að lesa nótur og í síðasta bekk skólans tók hann upp fræðslu sem ekki þekktist iskólum þá og var mikið feimnismál víða. Það er það sent í dag er kölluð kynfræðsla og stóð Jón vel að þessu eins og öllu öðru. sahyo AKAI * © YAMAHA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.