Feykir


Feykir - 13.12.1989, Blaðsíða 6

Feykir - 13.12.1989, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 45/1989 Fiskiðjan fær viðurkenningu Fyrir liclgina voru staddir í Fiskiðjunni fulltrúar frá Sjávarafurðadeild Sambands- ins í þeint erindagjörðum að veita fyrirtækinu viðurkenn- ingu fyrir vandaða framleiðslu. Tengist þessi verðlaunaviður- kenning framleiðslu í neyt- endapakkningar sem Fiskiðjan hefur unnið að upp á síð- kastið og getið var í síðasta blaði. Jóhann Þorsteinsson gæða- eftirlitsniaður hjá Sjávaraf- urðadeild SÍS ásamt trúnaðar- konunum í Fiskiðjunni, Efemiu Halldórsdóttur og Guðrúnu Kristmundsdóttur. Það var býsna mikill atgangur hjá jólasveinunum. Kveikt á jólatrénu t Innilegar þakkir til allra sem vottuðu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Margrétar Þorsteinsdóttur frá Hjaltastöðum Guð blessi ykkur öll Fyrir hönd aðstandenda Jórunn Sigurðardóttir Frostastöðum Áskrifendur! Vinsamlega greiðið heimsenda gíróseðla fyrir áskriftargjaldi sem fyrst. Feykir Vilt þú verða útundan? Áskriftasíminn er 35757 Barnakórinn söng jólalög. Síðdegis á laugardag voru tendruð Ijós á jólatrénu á Kirkjutorgi, sem erárleggjöf vinabæjarins Kongsbergs í Noregi til Sauðárkróks. Blásarasveit Tónlistarskólans flutti létt lög. Aðalheiður Arnórsdóttir forseti bæjar- stjórnar tlutti ávarp. barna- kór undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar söng og jóla- sveinar komu í heimsókn. Stækkun Sauðárkrókskirkju Mjög líklega verður á næstunni liafist handa við stækkun Sauðárkrókskirkju. Yrði kirkjan þá lengd til vesturs um 3,6 metra eða sem nemur stærð kórsins. Við þá breytingu mun hún taka um 100 manns fleiri í sæti en hún gerir í dag. Sóknarnefnd ákvað á fundi 16. nóv. sl. að vinna að framgangi málsins og þessa dagana er unnið að kvnningu jtess meðai safnaðarins. Akvörðun verður tekin á aimennum safnaðarfundi sem stefnt er að fyrir jól. Er vonast til að bygginganefnd hafi þá veitt málinu brautargengi. Húsfriðunarnefnd hefur tekið erindinu jákvætt og fallist á þau rök að stækkun kirkjunnar sé eina leiðin til að halda kirkjunni í notkun fyrir allan bæinn í náinni framtíð. Hér sé um heppilega lausn að ræða, í stað þess að áður en langt liði þyrfti að byggja nýja kirkju. Fram kom á fundi með sóknarráði og séra Hjálmari Jónssyni að Sauðárkróks- kirkja rúmar ekki alla kirkjugesti við um 30 athafnir á ári. Er ekki ólíklegt að við fjölsóttar athafnir dragi það úr kirkju- sókn. Þegar hafi orðið vart áhuga og skilnings safnaðar- fólks fyrir stækkun kirkjunnar. Senn líður að 100 ára afmæli Sauðárkrókskirkju. Hún var byggð árið 1892 af Þorsteini Sigurðssyni þekktum kirkju- smið á þeim tíma, en hann byggði margar kirkjur á Norðurlandi vestra. Undan- farið hafa staðið yfir endur- bætur á kirkjunni að utan og því talið mjög heppilegt að fara í stækkunina nú, þannig Ókeypis smáauglýsingar Hurðarhúnar óskast Gamlir hurðarhúnar óskast, helst úr tré. Mega vera illa farnir. Á sama stað óskast gamall vaskur gefins. Þóra Björk sími 36777. íbúð til leigu Til leigu frá áramótum 3ja herbergja ibúð við Viðigrund 4. Upplýsingar í síma 35300 (Sigga) á daginn og í síma 36692 á kvöldin. Til sölu Til sölu er Macintosh SE tölva ásamt Image Writer II prentara. Greiðslukjör. Upplýsingar í síma 36674. að hægt verði að ljúka þeim frágangi. Unnið hefur verið að viðgerð kirkjunnar í samráði við Leif Blummen- stein byggingarfræðing, sér- fræðingi í viðgerð gamalla húsa. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hefur hins vegar tekið að sér þann þátt er lýtur að stækkun kirkjunnar og væntanlegum endurbótum innanhúss. Til sölu Notað píanó til sölu. Upplýsingar i sima 38172 (Sveinn). Hókus Pókus Óska eftir að kaupa Hókus Pókus barnastól. Upplýsingar í sima 36648. Ti! sölu Til sölu notað sófasett á góðu verði. Upplýsingar i síma 35606. Til sölu Til sölu fjórhjól Kawasaki 250, árgerð 1987. Verð kr. 100 þúsund, staðgreitt. Einnig snjósleði Polaris Apollo, ár- gerð 1980. Mjög góður sleði, verð kr. 90 þúsund, staðgreitt. Upplýsingar í sima 95-35013 Halldór eftir kl. 18.00.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.