Feykir


Feykir - 13.12.1989, Blaðsíða 2

Feykir - 13.12.1989, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 45/1989 ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Hilmir Jóhannesson ■ BLAÐAMENN: Magnús Ólafsson A-Hún., Hólmfríður Bjarnadóttir V-Hún. ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Sólmundur Friðriksson ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 80 krónur hvert tölublað; í lausasölu 80 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Heimisbókin komin út: Söngur í 60 ár Komin er út á vegum Karlakórsins Heimis í Skaga- f'irði bókin Söngur í 60 ár, þar sem rakin er sextíu ára starfssaga kórsins. Konráð Gíslason skrásetti bókina sem er um 300 síður, prýdd 150 myndum sem tengjast starfsemi kórsins á einn eða annan hátt. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að sögn Þorvalds Oskarssonar for- manns Heimis, einungis það að forða frá gleymsku sögu þessarar merku menningar- sttirfsemi í Skagalirði. Söngur í 60 ár verður til sölu hjá Pétri Péturssyni Sauðárkróki, Guð- manni Tobíassyni Varma- hlíð og Árna Bjarnasyni Uppsölum. Auk þess sem allir félagar Heimis útvega bókina þeim sem þess óska. I Reykjavík er bókin til sölu hjá Skagfirsku söngsveitinni, Rögnvaldi Haraldssyni Brúnar- landi 4 og Antoni Angantýs- syni í Bílanausti. Söngur í 60 ár var prentuð í 300 eintökum og er seld á kostnaðarverði. Eignir Útgerðarfélagsins: Afhentar um áramót Á fundi stjórnar Útgerðar- félags Skagfirðinga í síðustu viku var ákveðið að afhending á skipum félagsins, svo og bækistöðvnm þess við Hesteyri, fari fram um næstu árantót. Eins og kunnugt er hefur kaupfélagið fest kaup á húseigninni við Hesteyri, fyrir rafmagns- og vélaverk- stæði. Á sama fundi kont fram að samið hefur verið við Ágúst Guðmundsson, að vera stjórninni innan handar um frágang á bókhaldsmál- um fyrirtækisins. Ágúst lét af starfi framkvæmdastjóra ÚS um siðustu mánaðamót, en mun halda áfram í hluta- starfi hjá félaginu til vors. Skakkt — Það er afskaplega mikilvægt að fólk, sem tilkynnir bruna á Blönduósi eða í nærsveitum hringi í símann 24111, í stað þess að hringja í símanúmer slökkvi- stöðvarinnar, sagði Þorleifur Arason slökk viliðsstjóri í samtali við blaðamann. Þetta er vegna þess að það er engin vakt í slökkvistöðinni, en neyðarvakt er í Héraðshæl- númer inu og þar er síminn 24111. Neyðarvaktin nær síðan samstundis í slökkvi 1 iðsstjóra með kalltæki hvar sem liann er staddur. Þorleifur vildi koma þessu á framfæri vegna þess að stundum eyðir fólk dýrmæt- um tíma við að reyna að ná sambandi ísímanúmerslökkvi- stöðvarinnar án árangurs. Bo* gifl*11 Það er mjög athyglisvert að lesa niðurstöðu þá sem fékkst á fjölmennum fundi hjá Alþýðufræðslubandalagi Skagastrandar nýverið. Þar voru tillögur frá hópi ungra og framsýnna manna, sem mynda undirfélag innan bandalagsins sem ber nafnið „Hirting”, bornar upp og samþykktar samhljóða. Kjarninn í þessum tillög- um er að hafin skuli þegar á næsta ári skipulögð grisjun byggðar á höfuðborgarsvæð- inu. Röksemdir fyrir þessum tillögum voru settar fram í fimm stafliðum eftirfarandi: A. Hættulegt erfyrirþjóðina, að safna öllum verðmætum sínum saman á stað þar sem eldvirkni er fyrir hendi. Gæti það þýtt allsherjar hrun íslenskrar menningar, ef til náttúruhamfara kæmi, sem vel er hugsanlegt. B. Þjóðhagsleg verðmæta- sköpun er í algeru lágmarki á Reykjavíkursvæðinu og borgin er á góðri leið með að verða sníkjudýr á þjóðarlíkaman- um, sem sýgur til sín allt blóð úr æðum Iandsins. C. Mengun fer vaxandi á höfuðborgarsvæðinu og er þar að skapast vandamál sem getur orðið mjög dýrt fyrir þjóðina, ef ekki verður ráðin þar bót á með afgerandi aðgerðum. D. Opinber spilling hagkerfis, dómskerfís og löggjafarkerfís skapast mikið af því aðallt er bundið á einn bás á sama staðnum. Dreifíng valdsinsá fleiri staði er því þjóðhagsleg nauðsyn. E. Island er lýðveldi en ekki borgríki. Reykjavík stækkar sífellt á kostnað landsins í fjölþættum skilningi. Því er aðeins um þá leið að ræða, að skipuleggja grisjun óðaþétt- býlisins og hafa þar hags- muni landsins alls að leiðar- ljósi, svo sjálfstæð þjóð megi halda áfram að lifa í frjálsu lýðveldi. Þeir Hirtingarmenn voru á einu máli um gildi tillagna sinna, er rætt var við þá eftir umræddan fund, í húsi Alþýðufræðslubandalagsins í Svanfríðargerði. Verður fróð- legt að fylgjast með fram- vindu þessara mála. Undir Borginni eru menn nokkuð á einu máli um þessar hug- myndir og telja að líkast til sé það óhjákvæmilegt, frá þjóð- hagslegu sjónarmiði að minnka höfuðborgina. Islendingar hafa hreinlega ekki efni á því að eiga svona stóra höfuð- borg. Hún er allt of dýr í rekstri og útflutningstekjur af landsbyggðinni geta ekki öllu lengur haldið borginni uppi. Einnig er óhæft með öllu að miða allt kerfisskipu- lag þjóðarinnar við það að metta þessa gengdarlausu hít. Á þessa leið töluðu Hirtingarmenn og kváðust þeir hafa skoðað þessi mál mjög vel og rannsakað alla þætti þeirra. Starfsemi Alþýðu- fræðslubandalagsins er mjög lífleg um þessar mundir og fundir mjög tíðir undir forsæti hins skelegga hug- myndafræðings Hirtingar, Marðar Lýðssonar, en hann rekur ljósritunarstofu hér í bæ. En eins og áður segir — fróðlegt verður að fylgjast með því sem gerist í þessum málum á næstunni, í kjölfar fyrmefndar samþykktar, sem hlýtur að verða forystu- mönnum þjóðarinnar ærið umhugsunarefni næstu vik- urnar. Rúnar Kristjánsson Síðara bindi Sýslunefndar- sögu komið út Sjúkrahús og heilsugæsla á Tanganum: Sameiginleg árshátíð Starfsfólk á sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Hvammstanga hélt sameiginlega árshátíð 18. nóvember sl. Var það hin líflegasta santkoma sem hófst með sameiginlegu horðhaldi. Eins og vera ber á svona kvöldi voru skemmtiatriði af léttara taginu. Áður en öllu gríni var sleppt lausu voru heiðraðir fjórir starfsmenn sent eru að láta afstörfum við sjúkrahúsið á þessu ári fyrir aldurs sakir. Það eru Hólm- fríður Magnúsdóttir, Mar- grét Theódórsdóttir, Sigríð- ur Halldórsdóttir og Karin Blöndal. Voru þeirn færðar gjafir og blóm. I skemmtidagskrá var leitast við að sýna starfið frá öðru sjónarhorni. má þar nefna sjúkraflutning með konu í barnsnauð suður. kynntar nýjar hugmyndir í sparnaði, auk þes sem makar sungu létt lög. Auðvitað var svo dansað fram á nótt. Hljómsveitin Öldungadeildin annaðist tónlistina þar sem gömlu dansarnir voru í hávegum hafðir. H. Síðara bindi Sýslunefndar- sögu Skagfirðinga eftir Krist- mund Bjarnason er komið út. Útgefandi er Sýslunefnd Skagafjarðar. Efni þessa bindis er afar fjölbreytt og girnilegt til fróðleiks, enda var sýslu- nefnd Skagafjarðar kunn að því að láta sér fátt mannlegt óviðkomandi. Dæmi um nokkra efnisþætti eru; fundar- sköp og verkahringur sýslu- nefndar, sauðfjárveikivarnir, loðdýrarækt, skógrækt, heil- brigðismál, samgöngur, sími, skemmtanir og hátíðahöld (,3ýslufundarvikan” var undan- fari Sæluviku), rafmagnsmál, húsmæðraskóli, söfn, tónlist, Drangeyjarmál og húsakostur. I bókarauka er fullkomið sýslunefndarmanna- og sýslu- mannatal, og þá fylgja margs konar skrár til mikils fróðleiks- og hægðarauka. Skemmtileg og fróðleg bók sem á erindi til allra Skagfírðinga og miklu fleiri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.