Feykir


Feykir - 13.12.1989, Síða 8

Feykir - 13.12.1989, Síða 8
8 FEYKIR 45/1989 Gönguskarðsár- virkjun 40 ára I'.ins og fram kom í síðasta hlaði voru 8. þessa mánaðar-40 ár liðin frá gangsetninj’u Gönguskarðs- árvirkjunar. Guðjón Guðmunds- son fyrrverandi rekstrarstjóri Rafmagnsveitna ríkisins hefur tekið saman úrdrátt úr sögu virkjunarinnar sem hér hirtist. Vegna plássleysis verður hluti greinarinnar að hiða hirtingar a.m.k. til næsta hlaðs. Á árunum eftir 1940 voru rafmagnsmálin mikið til um- ræðu í Skagafirði sem annars staðar á landinu. Skagfirðingar töldu sig eiga nokkurra kosta völ um virkjun minniháttar vatnsfalla, sem höfðu verið til umfjöllunar og athugunar um alllangt árabil. Hvað helst var þar um að ræða virkjun í Gönguskarðsá í námunda við Sauðárkrók. Hólakotsá, 10 km utan við Sauðárkrók og Reykja- foss í Svartá í rúmlega 30 km fjarlægð frá Sauðárkróki. Þar sem vatnsaflstöð þeirra Sauð- krækinga við Sauðá var orðin alltof lítil (45 kW. starfrækt frá árinu 1933) hafði hreppsnefnd Sauðárkróks mikinn áhuga á að hafist yrði handa um aðgerðir hið allra fyrsta. Gekkst hrepps- nefndin fyrir því með góðum stuðningi sýslunefndar að gerð var ítarleg áætlun um virkjun Gönguskarðsár. Þessi áætlun var gerð af verkfræðingunum Höskuldi Bald- vinssyni og Sigurði Thoroddsen og lauk henni í febrúarmánuði 1946. Hún hljóðaðiannars vegar uppá 1000 ha virkjun.hins vegar uppá 1500 ha virkjun. Mæltu verkfræðingarnir með stærri virkjuninni. í maímánuði sanra ár lekkst leyfi ráðherra fyrir 1500 ha virkjun. Hreppsnefndin (Rafveita Sauðárkróks) hófst þegar handa við frekari undir- búning að framkvæmdum. Var Rafmagnseftirliti tikisins (síðar Raforkumálastjóri og Rafmagns- veitur ríkisins) falin hönnun virkjunarinnar. tæknilegur undir- búningur og eftirlit með fram- kvæmdunum við þetta verkefni sem var sameiginlegt áhugamál Skagfirðinga. Fjármálaþátturinn var hins vegar óleystur en sýslunefnd gekk i fjárhagslega ábyrgð vegna lántöku Sauðárkróks ti! byrjunar- framkvæmda. Á fundum sínum árið 1946 og 1947 skoraði sýslunefnd Skagafjarðarsýslu „á Rafmagnseftirlit rikisins. ríkis- stjórn og Alþingi að samþykkja byggingu raforkuvers við Göngu- skarðsá. samkvæmt gerðunr teikningum sem ríkisrafveitu”. Siðan voru samþykkt lög á Alþingi nr. 92. 5. júni 1947 þar sem ríkisstjórninni var heimilað að fela Rat'magnsveitum ríkisins (sem liófu starf sitt 1. janúar 1947) að reisa 1500 ha raforkuver við Gönguskarðsá. Á vegum hreppsnefndar og rafveitunnar var unnið að ýmis konar byrjunarframkvæmdum sumrin 1946 og 1947 undir eftirliti sérfræðinga, senr fyrr getur um. Þá voru aðalverk- þættirnir boðnir út. Almenna byggingafélagið hf. tók að sér megi n h 1 u ta b y gg i n ga rfra nr- kvæmdanna. Þegar hér var komið sögu ákvað ríkisstjórnin að nota áðurgreinda lagaheimild Gönguskarðsárstíflan. og í apríl 1948 tóku Rafmagns- veitur ríkisins við framkvæmd verksins og luku því að mestu i árslok 1949. en virkjunin var formlega gangsett 8. desember 1949. Þá fór Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráðherra meðorku- mál. Eftir að Rafmagnsveitur ríkis- ins tóku við framkvæmd verksins og fjármagn hafði verið útvegað var hafist handa af fullum krafti viðverkið. Stærstu verkþættirnir voru bygging stillu. þrýstivatnspipu. 2.3 km á lengd (sú lengsta hér á landi) og stöðvarhúss, sem byggt var inní Sauðárkróksbæ. Aðalverktakamir voru senr áður getur: Almenna byggingarfélagið hf„ en staðar- verkfræðingur frá þeim var Marteinn Björnsson verkfræð- ingur og yfirverkstjóri á bygg- ingarstað Jón Halldórsson bygg- ingarmeistari. Það annaðist gerð stiflu, allan frágang á þrýsti- vatnspipu, undirstöður og niður- ÉSt VERKSMIÐJAN VESTURVÖR 11 A, KÓPAVOGI SAMUR SlMI 42090 Vekjum athygli á eftirtöldum framleiðslu- vörum vorum, sem eru í háum gæðaflokki LYTOL — Sótthreinsandi sápa fyrir matvælaiðnaðinn. KLÓR — 15%. SÁM-SUPER — Véla-, tækja- og gólfhreinsiefni. HANDOL — Fjölhæf hand- og baðsápa. SÁM-SILIKON — Alhliða rakavari. Afbragðs smurefni. RESOL SUPER — Olíuhreinsir. GAMA-SPEED — Fljótvirk ryðolia með grafit. SÁM 2000 TÚRBÓ oliu- og sápuhreinsar samtímis. TEPPANOL — Froðuhreinsir fyrir teppi, húsgagnaáklæði o.m.fl. ORIGINAL — Tekk- og palisander viðarolía. DÍMA — Háþrýsti þvottatæki, margar gerðir. SÁMS UPPÞVOTTALÖGUR — með sítrónuilm. VANDERS — handþvottakrem fyrir verkstæði, prentsmiðjur, málningarvinnu o.fl. Einnig viðurkenndar pappírsvörur og aðrar rekstrarvörur fyrir matvælaidnað og aðra vinnustaði. ÞÚ HRINGIR OG VIÐ SENDUM SAMDÆGURS. gröft, byggingu á jöfnunarturni. byggingu stöðvarhúss og gerð frárennslisskurðar. Landssmiðjan sá um smíði og niðurlagningu síðustu 100 m af þrýstivatnspípunni, stálpípu. sem liggur ofan af Nöf'um niður að stöðvarhúsi. Fjöldi iðnaðarmanna og verkamanna frá Sauðárkróki og nærliggjandi sveitum vann við byggingu virkjunarinnar á þessu tímabili og að ýmsum lokafrágangi á næstu árum eftir að virkjunin tók til starfa. Uppsetningu véla og rafbúnaðar önnuðust starfsmenn Rafmagns- veitna ríkisins. Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur annaðist allar vinnu- teikningar og verklýsingar á mannvirkjum virkjunarinnar og hafði einnig eftirlit með bygg- ingaframkvæmdum. Allt verkið var unnið undir yfirstjórn Eiríks Briem rafmagnsveitustjóra. Jafn- framt byggingu orkuversins var unnið að umbyggingu á veitu- kert'i Rafveitu Sauðárkróks og var hluti þess tengdur við Gönguskarðsárvirkjun, þegar hún var gangsett. Einnig var á þessum tíma unnið að lagningu 11 kv háspennulínu inn sveitina allt að Glaumbæ á vegum Rafmagnsveitna ríkisins. Raf- magn fengu bæir i Skarðshreppi. Staðarhreppi og Seyluhreppi skömmu eftirað virkjunin tók til starfa. Fljótlega varsvo allt kerl'i Rafveitu Sauðárkróks tengt virkjuninni og línulögnum um sveitir Skagafjarðar var haldið áfram á næstu áratugum. hægt og sígandi. Nokkrnr kennistærðir virkjunar- innar: Þrýstivatnspípa: 2300 m löng, þaraftrépípa 2200m ogstálpípa 100 m. Jöfnunarturn: 13 m á hæð. Fallhæð: 65 m brúttó. Stöðvarhús: Ofanjarðar úr stein- steypu 200 m:. eftir stækkun fyrir dísilvélar. Vatnsvél: verksmiðja Gilkers. gerð Francis. Ástimplað afl 1500 hö., 1064 kW. Rafali: verksmiðja Meffopolitan Veckers 1330 kva, 1 l(XX) V. Dísilvélar. 2 MAK. 301 FAK. 2x1000 hö = samt. 2000 hö. Rafalar 2 AEG. 750 kva. samt. 1200 kva. Úrvalsdeildin: Glansleikur gegn Haukum Tindastólsmenn eru komnir á sigurhraut á ný eftir góðan sigur á Haukum í Úrvalsdeild- inni sl. fimmtudagskvöld. Oðru fremur var það stórgóður leikur Vals Ingimundarsonar er skóp sigurinn. Hann skoraði hvorki meira né minna en 47 stig, þar af 30 í fyrri hálfleik. Skotnýtingin var mjög góð og hittni hans í 3ja stiga skotum er nýtt met í óframlengdum leik í deildinni. Valur hitti úr 11 slíkum. ..Hugarfarið var rétt, við slepptum öllu röfli við dómarana og einbeittuni okkur að leiknum. Þessi sigur þýðir að við eigum enn möguleika á úrslitasæti”, sagði Valur eftir leikinn. Það var aðeins í upphafi leiksins sem Haukar náðu forystu, síðan fóru Stólarnir í gang og höfðu örugga forystu allan leikinn. í hálfleik var staðan 47:36 og í seinni hálfleik mátti sjá 71:51 á stigatöflunni. Haukarnir náðu síðan aðeins að klóra í bakkann undir lokin og úrslit leiksins urðu 95:84. Valur var eins og áður segir langbestur, Bo var góður í seinni hállleik, en annars stóðu allir leikmenn Tindastóls fyrir sínu. Bo kom næstur Val með 26 stig. Sverrir gerði 10, Óli Adolfs 7 og Pétur Vopni 5. Það misritaðist í síðasta blaði að leikur Tindastóls og Þórs í ..Síkinu”, væri á sunnudag, hann átti að fara fram í gærkveldi. Síðasti leikur liðsins fyrirjól verður síðan í Ijónagryfjunni í Njarðvík á sunnudaginn.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.