Jökull


Jökull - 01.12.1958, Side 6

Jökull - 01.12.1958, Side 6
2. mynd. — Sérkennileg bráðnun við Depil. — Pe- culiar melting forms at Depill. The height of the „penitentes“ is up to 70 cm. — Ljósm. S. Þórarins- son, 10. júní 1958. Ar. Fóru þeir að þessum ráðum og komust klakk- laust til byggða. Þeir gistu tvær nætur í Gríms- vatnaskálanum og gengu þar rnjög vel um. — Okkar hópur kom í tjaldstað í Hennannaskarði um miðnættið og svaf þar um nóttina. Fösiudagur 13. júní. — Kl. 14 var hiti 0.5° C, suðaustangola og drungalegt loft. Lagt var af stað kl. 16,30 og á leiðinni til Grímsvatna var skoðaður jökulhamar með geigvænlegum sprung- um, sem er innarlega á hjarnsvæði Skeiðarár- jökuls, um 15 km suðaustur af Grímsvötnum. Er líklegt, að jökulsker skjóti þar bráðlega upp kolli, þótt ekki örli á því enn. Komið í skála kl. 22,30. Laugardagur 14. júní. — Þennan dag allan hélzt suðaustanátt fremur hæg, með nokkurri snjókomu. Hiti var 0.3° C kl. 14. Var haldið kyrru fyrir í skálanum til kvölds í von um bjartviðri og betra færi. Konur bökuðu þennan dag hlaða af pönnukökum, en karlmenn þeyttu rjóma. Varð af þessu huggulég veizla. Sunnudagur 15. júní. — Er sýnt þótti, að ekki myndi stytta upp, var lagt af stað laust eftir miðnætti. Sást þá varla út úr augum fyrir hríð og skafrenningi. Sóttist ferðin því seint vestur með vötnunum, enda ráð að fara var- lega í slíku veðri, einkum milli Svíahnúkanna, þar sem hætta er á að lenda í sprungum. Er kom niður í 1500 m hæð tók að rofa til. Að jökulrönd var komið kl. 12,45 og var þar fyrir Jón Eyþórsson með fylgdarliði, sem komið hafði til Jökulheima tveim dögum áður til að vinna að skemmubyggingunni. Veður var gott allan þennan dag og sóttist verkið við skemmuna vel. Síðari hluta dags hélt Jón Eyþórsson heim á leið við ellefta mann. Mánudagur 16. júní. — Unnið af kappi við skemmubygginguna og lauk því verki kl. 16. Skemman er Itið myndarlegasta liús, 4x8 m, stafnar stafklæddir og dyr á framstafni svo stór- ar, að snjóbílar komast þar greiðlega inn (mynd 5), hliðar skarsúðaðar, en bárujárn á þaki. A gólf skemmunnar var borið þykkt lag af rauðu gjalli. Hafi allir, er að þessari byggingu stóðu og þar lögðu liönd að verki, þökk fyrir. Kl. 17 var haldið heimleiðis í veðri slíku sem 'fegurst getur orðið á öræfum. Staldrað var við nokkra stund rétt suðvestan Ljósuf jalla og geng- ið upp á eina af hraunborgunum. Þaðan blasti við Þórðarliyrna á Vatnajökli. Einnig var numið staðar á eyrinni í Tungnaá á Hófsvaði til að gá að gæsareggjum, sem Magnús Jóhannsson hafði merkt fyrr um vorið, en þeim var svartbakur- inn nú búinn að ræna. Komið í bæinn kl. 2,30 eftir 9i/£ tíma ferð. HAUSTFERÐIN Það þarf ekki að eyða að því orðum, að til þess að fylgjast nægilega með breytingum á Grímsvötnum milli hlaupa er æskilegt, að ekki sé aðeins farin þangað ferð á vori hverju, held- ur einnig haust hvert, m. a. til að öðlast nokkra vitneskju um að hve miklu leyti vatnssöfnunin í Grímsvatnalægðinni stafar af ofanbráðnun (ablation). Fyrsta haustferðin var farin 1957 og 4

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.