Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1958, Qupperneq 7

Jökull - 01.12.1958, Qupperneq 7
var það mest að þakka áhuga Magnúsar Jó- hannssonar, að af þeirri ferð varð. Sú ferð tókst það vel, að ákveðið var að halda slíkum ferðum áfram, ef þess væri nokkur kostur. Guðmundur Jónasson gaf kost á sér og Gusa og varð það að ráði, kostnaðar vegna, að fara með liann einan snjóbíla á jökulinn, þótt slíku fylgi vitan- lega nokkur áhætta, sér í lagi þar sem skrið- jökullinn er allt annar og verri yfirferðar snjó- bílum á haustin en framan af sumri. Tíu þátttakendur völdust í þessa ferð: Guðmundur Jónasson Sigurður Þórarinsson Magnús Jóhannsson Jóhannes Briem Halldór Olafsson Valur Jóhannsson Hanna Brynjólfsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Margrét Halldórsdóttir Þóra Gíslason. Úr Reykjavík var haldið kl. 10,30 þ. 6. sept- ember, komið að Tungnaá kl. 18,30 og í Jökul- heima kl. 21,30. Veður var bjart og stillt þenn- an dag. Sunnudagur 7. september. — Kl. 8 var hiti 4° C, alskýjað og hæg suðaustanátt. Snemma dags tóku menn að búast til jökulferðar. Ekki reyndist mögulegt að komast á jökulröndina, þar sem áður hafði verið farið, og varð að ryðja Gusa leið gegnum jökulöldur rétt sunnan við jaðarhólana háu. Skriðjökullinn var öllu úfnari og örðugri yfirferðar en haustið áður og sóttist ferðin seint, enda gerði þoka erfitt um að finna beztu leið. Myrkur skall á áður en komið væri á hjarn, og varð því að tjalda á berum skriðjöklinum og láta þar fyrirberast um nóttina. Mánudagur 8. september. — Veður var enn svipað um morguninn, kyrrt, en þoka grúfði yfir. Lagt var af stað kl. 11,25 og tók færið brátt að skána, er kom nær hjarnmörkunum, en þau reyndust vera í um 1120 m hæð og röska 10 km frá jökulrönd. Hefur því vetrar- ákoman við hjarnmörk ekki verið mikið meiri en sú, er mældist í gryfju þeirri, sem grafin var um vorið (sbr. hér að framan), og samsvaraði 1100 mm vatns, en samkvæmt reglu þeirri, sem kennd er við Ahlmann og þann, er þetta ritar, og reynzt hefur gilda um allmarga jökla, er 3. mynd. Niðurfallið norðaustan undir Gríðar- horni. I hjarnhamrinum sjást nokkur haustlög. — Ice cauldron at the N foot of Gridarhorn. Firn cliff with dark autumn layers. — Ljósm. K. Maute, 10. júní 1958. ákoma og bráðnun á hjarnmörkum svipuð og meðalákoma og bráðnun viðkomandi jökuls i heild. Það gekk dálítið böngulega að finna Svía- 5

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.