Jökull


Jökull - 01.12.1958, Side 8

Jökull - 01.12.1958, Side 8
4. mynd. Gryfjugröftur í Grímsvötnum. — Digging a pit in Grimsvötn. — Ljósm. K. Maute, 10. júní 1958. hnúkana í svarta þoku og voru skíðamenn send- ir út og suður í hnúkaleit, en kl. um 20 rofaði til, svo að grillti í Grímsvötn og var Gusi þá staddur skammt vestur' af Svíahnúk vestri. Mun meiri bráðnun hafði verið við Svíahnúk eystri þetta sumar en sumarið áður. Haustið 1957 var hæðarmunur þrepskjaldar skáladyra og hjarn- flatarinnar norður af skálanum 2.8 m; nú var munurinn 4.8 m. Leysingarvatnslækur rann vestur með hnúknum og þurfti ekki að bræða snjó til matseldunar og þvotta. Hámarks-lág- marksmælir á norðurvegg skálans sýndi + 28° C og ~ 6° C. Þriðjudagur 9. september. — Þennan dag all- an var sunnangola og súld. Hiti kl. 14 3° C. Skyggni um 20 m. Var lítið hægt að aðhafast, en síðari hluta dagsins varið til að tína saman spýtnarusl, er var á víð og dreif um allan hnúkinn. Síðan voru hellar kannaðir og fundust nokkrar nýjar hvelfingar vestur af Varmhól, viðbrigða fallegar, þar sem þak var svo þunnt, að birtu lagði í gegn, fagurbláa í einni hvelf- ingunni, en blágræna í annarri. Miðvikudaginn 10. september. — Að morgni þessa dags var enn þoka, en komin hæg norð- vestanátt. Kl. 12,30 var haldið niður í Grims- vötn. Er komið var neðarlega í Svíahnúk tók að rofa til og sást móta fyrir sleðaslóðinni frá því um vorið. Það reyndist því auðvelt að finna staðinn, þar sem gryfjan hafði þá verið grafin. Valur Jóhannsson og Halldór Ólafsson voru kvaddir til að grafa gryfju rétt hjá þeirri fyrri, 6

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.