Jökull - 01.12.1958, Side 18
1
4
S
6
1. mynd. Útsýn úr Káraskeri yfir Breiðamerkurjökul. Breiðamerkurfjall til vinstri. 1. Rákartincl-
ur. — 2. Antafjallstindur. — 3. Káratindur. — 4. „Saumhögg"? — 5. Þuríðartindur. — 6. „Fjöl-
svinnsfjöll". — 7. Mikill.
View from Kárasker across the Breidamerkurjökull to Örœfajökull. Breiðamerkurfjall to the left.
Ljósm. S. Björnsson.
an tekin á Kárasker. Nokkuð uppi í austurhlíð
dalsins sáum við uppsprettu í jöklinum, ekki
vatnsmikla, en í henni sauð, rétt eins og þarna
væri hver, þó að vatnið væri auðvitað jökul-
kalt.
Eftir stutta göngu stigum við á fast land, efst
í Káraskeri.
Skerinu hallar til austurs, og er það að mestu
hulið smágerðri jökulurð, þó víða sjáist i bert
bergið. Virðist það að mestu leyti vera úr fín-
kornóttu blágrýti, þó að aðrar bergtegundir séu
þar til, einkum efst, en þar er allstór granófýr-
hleifur og dálítið af líparíti.
Kárasker er miklu lengra á annan veginn og
liggur frá norðvestri til suðausturs. Frá því eru
2. mynd. Mávabyggðir norðvestur af Káraskeri.
The nunatak Mávabyggðir.
Ljósm. S. Björnsson.
3.5 km til Mávabyggða, en 4 km til Esjufjalla
og 8 km til Breiðamerkurfjalls. Hæð yfir sjó
mun vera um 600 m.
Við fyrstu sýn virðist þarna lítill gróður, en
þegar farið er að ganga um skerið, sést fljótt,
að þar er furðu fjölbreyttur gróður, enda er
þarna nóg af leir og sandi fyrir gróður til að
festa rætur í, og við sáum ekki betur en þarna
væri mold saman við sandinn á nokkru svæði.
Þegar við koraum í neðri hluta skersins, sáum
við, að okkur hafði ekki missýnzt um moldina;
þar hefur smálækur, sem kemur undan jökli,
grafið alldjúpan farveg gegnum jökulruðning-
inn, og var þar efst allþykkur malarruðningur,
en undir því lagi tók við um 50 cm þykkt lag
af lítið blönduðum jökulleir, og neðst moldar-
lag, meira en metri á þykkt. Neðarlega í þessu
moklarlagi var svart öskulag um 1 cm að þykkt,
nokkuð gróft. Því miður höfðum við gleymt
að stinga málbancli í vasann og gátum því ekki
mælt þetta nákvæmlega. Moldarlag þetta er í
lægð, og þess vegna hefur leirinn safnazt fyrir
ofan á því. Þegar skriðjökull gengur hægt fram,
rótar hann ekki jarðlögum á undan sér nema
að mjög litlu leyti, heldur skríður yfir þau.
jökulbrúnin svignar auðveldlega, ef hún mætir
teljandi mótstöðu, og má oft sjá það mjög
greinilega, þegar jökull gengur yfir smáhæðir.
Mjög einkennilegur gangur liggur þvert yfir
skerið eða lítur út fyrir að gera það, en er
hulinn jökulurð, þegar upp fyrir mesta hallann
16