Jökull


Jökull - 01.12.1958, Page 26

Jökull - 01.12.1958, Page 26
Fjallamenn I þessum bálki mxin JÖKULL framvegis birta stuttar greinar með myndum þeirra karla og kvenna, sem hafa veitt félagi voru drýgstan stuðning og gengið fastast fram i þvi að kanna ókunna stigu um fjöll og firnindi íslands. 1. GUÐMUNDUR JÓNASSON Hann er Húnvetningur að ætt og uppruna, fæddur ] 1. júní 1909 að Sauðadalsá á Vatnsnesi, en ólst upp í Múla í Línakradal, þar sem for- eldrar hans bjuggu langa ævi. Til 25 ára aldurs átti Guðmundur heima í Múla, en fluttist þá til Reykjavíkur, árið 1934. Síðustu árin nyrðra stundaði hann aðallega bif- reiðaakstur, og á þessu ári eru liðin 30 ár, síðan hann tók bifreiðarstjórapróf. Eftir að Guðmundur kom til Reykjavíkur starfaði hann hjá vegamálastjóra um sinn, m. a. hélt hann uppi ferðum yfir Holtavörðuheiði að vetrarlagi með fyrsta snjóbílnum, sem vega- málastjórnin fékk til umráða. A þessum árum fór Guðmundur marga vegleysu fyrstur manna á bíl, bæði í byggðum og óbyggðum. Og þar sem einn bíli hefur farið, sigla jafnan fleiri í slóðina. Árið 1938 staðfesti Guðmundur ráð sitt og gekk að eiga ágæta konu, Stefaníu Eðvarðsdótt- ur frá Helgavatni í Vatnsdal. Eiga þau þrjú mannvænleg börn og notalegt heimili að Miklu- braut 5 í Reykjavík. Fyrir 20 árum eignaðist G. J. fyrsta lang- ferðabíl sinn, og litlu síðar kom hann upp verk- stæðinu í Þverholti 15. Þaðan gerir hann i'it allmikinn bílakost til hópferða. Er það al- manna rómur, að bílar Guðmundar séu jafnan vel hirtir og öruggir. Það hefur aflað honum trausts viðskiptavina. ☆ Árið 1951 keypti hann fyrsta Bombardier- snjóbíl, sem til landsins fluttist. Kom hann þegar í góðar þarfir. Þá var snjóavetur mikill austan lands, heyleysi og samgönguvandræði. Ók Guðmundur þá norður um land til Aust- fjarða og gekk ötullega fram í hey- og matar- flutningum milli byggðarlaga, meðan brýnust var þörfin. Um þessar mundir stóð yfir björgun banda- Guðmundur Jónasson fimmtugur. rísku flugvélarinnar á Bárðarbungu og björgun verðmæta úr flakinu af Geysi. Ók Guðmundur þá við annan mann af Fljótsdalshéraði upp Brúarjökul og síðan vestur á Bárðarbungu til þess að annast flutninga á vörum og mönnum þaðan til byggða. Síðan hafa þeir Guðmundur og snjóbíll hans R-345, sem oft gengur undir nafninu Gusi, marga hildi háð og víða farið. Verður það ekki rakið hér, en aðeins greint nokkuð frá sam- vinnu Jöklarannsóknafélags Islands við Guð- mund. Fyrstu vorferðir á Vatnajökul í snjóbíl voru farnar 1953 og 1954. Til þess þurfti að koma snjóbílnum alla leið frá Reykjavik að vestur- brún Vatnajökuls, en á þeirri leið er stórfljótið Tungná og reginöræfi innan hennar. Guð- mundur fann bílfært vað á Tungná (Hófsvað) haustið 1950 og árið eftir valdi hann bílfæra slóð þaðan inn að Tungnárjökli og raunar þvert norðaustur yfir land til Öskju og Mý- vatnssveitar. 24

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.