Jökull


Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 22

Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 22
ÁGRIP SAGA JARÐFRÆÐIRANNSÓKNA Á TJÖRNESI Jarðfræðingar við jarðfræðideild Raunvís- indastofnunar Háskólans hafa fengist við samfelldar rannsóknir á Tjörnesi síðan 1972. Viðfangsefnin hafa aðallega verið aldur hraunlaga, gerð og uppruni setlaga og dreifing plöntu- og dýrasteingervinga í lögunum. Þor- leifur Einarsson var upphafsmaður þessa verkefnis. Rannsóknarverkefni eiga sér gjarn- an ýmsa fylgifiska og er þetta yfirlit um rann- sóknasögu Tjörness einn þeirra. Yfirlitið ber með sér að fjölmargir jarðfræðingar hafa birt niðurstöður Tjörnesrannsókna sinna á prenti. Við lestur þeirra sést fljótt að svo er margt sinnið sem skinnið. Niðurstöður eru oft furðu ólíkar. Það er markmið þessa sögulega yfirlits að meta stöðu rannsóknanna. Hvaða spurn- ingum um jarðfræði Tjörness hefur verið svarað og hverjum ekki. Jarðlög á Tjörnesi spanna tertíer og kvarter hraunlög og setlög. Hin þykku setlög og stein- gervingar þeirra eru einstæð við Norður-At- lantshaf. Elstu ritgerðir um jarðfræði Tjörness fjalla einkum um steingervinga í Hallbjarn- arstaðakambi, en þegar kemur fram á þessa öld snúa menn sér einnig að jarðlagaskipun og setfræði. Heimildaskráin ber þess merki að hlutur íslenskra jarðfræðinga hefur lengi verið mikill í Tjörnesrannsóknum. Þorvaldur Thoroddsen varð fyrstur til að birta heildar- yfirlit um jarðfræði Tjörness. Skömmu síðar fann Helgi Pjetursson harðnaðar jökulurðir í Breiðuvík. Nákvæm kortlagning strandlengj- unnar um vestanvert Tjörnes beið þó uns Guðmundur G. Bárðarson birti sitt yfirgrips- mikla ritverk um plíósen jarðlög á Tjörnesi. Guðmundur naut þá leiðsagnar Kára Sigur- jónssonar, bónda og alþingismanns á Hall- bjarnarstöðum, sem var manna kunnugastur skeljalögunum. Jóhannes Áskelsson ritaði talsvert um jarðfræði Tjörness. Jóhannes sýndi ótvírætt fram á að Breiðuvíkurlögin eru kvarter að aldri, og eftir samanburð efsta hluta Tjörneslaga og hnyðlinga í Skammadal áleit hann að þau væru einnig frá kvarter. Um og eftir seinni heimsstyrjöldina rannsakaði Trausti Einarsson jarðfræðilegt byggingarlag Tjörness og segulstefnur hraunlaga. Við rannsóknir hans skýrðust aðalatriðin í jarð- lagaskipun Tjörness. Þjóðverjinn Strauch rannsakaði steingervingafræði og jarðlaga- skipun strandlengjunnar um 1960, en Þjóð- verjarnir M. Schwarzbach og H. D. Pflug höfðu áður fjallað um vitnisburð setlaga á Tjörnesi um loftslag. Um þær mundir voru Hollendingar atkvæðamiklir við jarðfræði- rannsóknir á Islandi og fjölluðu m. a. um jarðfræði Tjörness (t. d. H. Wensink). Árið 1967 birtu Þorleifur Einarsson o. fl. grein um Tjörnes, þar sem sýnt var fram á merki um 10 jökulskeið, og upphaf ísaldar var tímasett við rúmar 3 milljónir ára. Á árunum eftir 1970 gerðu sövéskir jarðfræðingar sér tíðförult til Tjörness og hafa birt margt á prenti um rannsóknir sínar. Segja má að síðastliöna tvo til þrjá áratugi hafi aðaláhersla verið lögð á segulstefnutímatal, beinar aldursákvarðanir og setfræðirannsóknir á efsta hluta jarðlaga- staflans á Tjörnesi. Gerð jarðlaga þar og merki um gróður og dýralíf bera vott um sveiflur í loftslagi og útbreiðslu jökla. 20 JÖKULL 30. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.