Jökull


Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 80

Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 80
Vorferð á Vatnajökul 1971 BJÖRN INDRIÐASON Árla morguns laugardaginn síðastan í maí lögðum við átta saman af stað úr Reykjavík í hinn árlega vorleiðangur Jöklarannsóknafé- lagsins til Grímsvatna. Þátttakendur voru: Carl Eiríksson, sem var fararstjóri, Ólafur Nielsen, Haukur Hafliðason, Soffía Vern- harðsdóttir, Pétur Sumarliðason, Páll Pálsson, Ari Tr. Guðmundsson og sá sem hér segir frá. Farartæki voru „Rauður“ (Weapon) félagsins og Bronco Páls. Þunghlaðnir voru bílarnir sem vænta mátti og drógu kerrur, en bensínbirgð- ur voru þó i Jökulheimum og á Grímsfjalli. Ekið var um Landssveit og stoppað á Galtalæk hjá Sigurjóni bróður Páls, þáðum við þar hinar bestu veitingar áður en lagt var á öræfin. Það hafði vorað heldur seint og því tafsöm færð inn í Jökulheima vegna snjóalaga, íss og vatns. Allt gekk þó vandræðalaust og undir kvöld komum við í Jökulheima í besta veðri. Þegar við höfðum matast var hafist handa við að gangsetja snjóbílana Gosa og Jökul II og ferðbúa og var því lokið áður en gengið var til náða. Morguninn eftir var hið mesta hrakviðri af suðaustri ogekkert ferðaveður. Hélst það allan daginn. Tíminn var þó notaður til að koma snjóbílunum, sleðanum með gamla eldunar- skýlinu og bensini, yfir Tungnaá að Nýjafelli. Var áin þó tæpast fær þegar leið á daginn, en „Rauður gamli“ öslaði yfir af sínu meðfædda öryggi. Aðfaranótt mánudags lægði veðrið og stytti upp og lögðum við því snemma af stað. All- mikil bleyta var frá Nýjafelli að jökulrönd og leiðin tekin að lengjast vegna hops jökulsins, enda var þetta síðasta vorið sem þessi leið var farin. Eknar voru krókaleiðir þar sem bestur var snjór og ís, því þungur sleði var í drætti, en þó var yfir auð höft að fara. Þegar upp kom á jökulinn tók að gæta snævarins sem fallið hafði síðustu dægur og því meira sem ofar dró. Færi var því frekar þungt og þokumóða byrgði sýn, en Kalli tók áttavitastefnuna á Grímsfjall af sinni alkunnu nákvæmni. Seinnipart dags heyrðist í talstöðinni í Guðmundi Jónassyni, sem þá var á Grímsfjalli ásamt mönnum frá Orkustofnun undir stjórn Gunnars Þorbergssonar sem ætluðu að gera þyngdar- og hæðarmælingar víða á jöklinum. Hafði Guðmundur komið þangað eftir að óveðrið var skollið á og trúlega fundið skálann af eðlisávísun. Á svipuðum tíma voru þarna einnig á ferð nokkrir félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík á snjóbíl sínum og einnig úr björgunarsveitinni Stakki í Keflavík á snjó- bílnum Kraka og höfðu þeir samflot. Þeir tjölduðu sunnan undir Grímsfjalli og biðu þar af sér óveðrið. Nú heyrum við í talstöðinni að Guðmundur er að láta senda sér olíuverk með flugvél úr Reykjavík í snjóbílinn „Rata“ (Muskeg með dísilvél) sem bilað hafði nokk- urn spöl norðvestan Háubungu og urðu þeir að skilja hann þar eftir, en héldu áfram á „Gusa“. Ráðgert var að varpa olíuverkinu út yfir Grímsfjalli þegar birti til, en þar sem við áttum ekki langt ófarið þangað sem Rati var og kunnáttumaður í vélum með í för, buðum við Guðmundi að taka á móti verkinu og setja það í, hvað hann þáði með þökkum. Og nú var orðið bjart á jöklinum og gekk því vel að finna Rata þótt hálffenntur væri í kaf. Nær jafn- snemma kom svo flugvélin með varastykkið og kastaði því niður, var þá komið kvöld og tekið að frysta. Upp úr miðnætti var snjóbíllinn kominn í gang og mjakaðist af stað með þungan sleða í eftirdragi hlaðinn bensíni og olíu. Færðin batnaði nú dálítið, en þótt Rati væri öflugt dráttartæki reyndist erfitt að stýra honum í hliðarhalla þeim sem verður við Háubungu og Grímsfjall, því beltið sem und- 78 JÖKULL 30. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.