Jökull


Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 82

Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 82
gengið vel. Nú var hins vegar brotið drif í farartæki hinna síðarnefndu, Kraka, og var flugvél nýkomin með annað drif til þeirra. Svo nákvæm var miðunin að sendingin kom niður fáein skref frá snjóbílnum og myndaði þar 2 metra djúpan gíg. Okkur dvaldist við fjallið við steinaleit o. fl. og fórum ekki fyrr en undir kvöld, nokkru síðar en hinir hóparnir. Þá var komið frost og færð betri. Um nóttina var komið niður af jöklinum og þræddum við okkar vikugömlu slóð, nokkru norðar en hinir fóru nú, komnir langleiðina að Nýjafelli. Ekki held ég að neinu okkar hafi litist önnur leið betri en gamla slóðin, þar virtist tiltölulega minnst vatn og héldum við hana því ótrauð. Nokkrir gengu á undan svo sem vant er við slíkar aðstæður. Auðu kaflarnir höfðu nú stækkað í hinni miklu sólbráð dagana á undan og var því það ráð tekið að binda saman snjó- bílana til þess að létta sleðadráttinn. Og nú stefndi allt að einu. Spölkorn norðaustan Nýjafells varð í vegi ísilagður slakki. Ekki töldum við þarna djúpt vatn undir og í öðru lagi álitum við ísinn nægilega þykkan fyrir farartækin. Veðrið var hið blíðasta og það var létt yfir okkur. Brátt hefðum við fast land undir fótum og síðan innan stundar í Jökul- heimum. En áður en nokkurn varði sannaðist enn gamla máltækið að „veikur er vorísinn1'. Þegar lestin var komin um það bil hálfa leið yfir slakkann brotnaði nærri fetsþykkur ísinn undan þunganum. Og nú varð mikið boms- araboms, hviss og hvæs þegar vatnið flæddi inn í bílana og fyllti heitar vélarnar. J akar risu upp á rönd og bílarnir ultu sitt á hvað á meðan þeir sigu í djúpið. Þeir sem innanborðs voru (einn í öðrum bílnum, en tveir í hinum) not- uðu þær útgönguleiðir sem tiltækar voru og fór annar ökumaðurinn t. d. út um þaklúg- una, þar sem ísinn lokaði öðrum leiðum. Allir voru ómeiddir. Hér hafði skjótt skipast um okkar hagi, farartæki okkar og farangur lágu nú í tveggja metra djúpu jökullóni, allt nema myndavélar þær sem sumir báru á göngunni. Það merkilega gerðist með Soffíu, að í stað þess að verða agndofa hóf hún upp mynda- vélina og tók röð mynda af atburðinum og þótti það mikil stilling. Nú fór hver sem betur gat á jakahlaupum að veiða upp þann far- angur, sem mögulega náðist í. Nokkuð flaut út úr sleðahúsinu, aðallega svefnpokar sem ekki gegnblotnuðu, hitt skildi enginn þegar áhaldatösku Kalla níðþungri skaut upp í lúgugatið á Gosa og var snarað yfir á næsta ísjaka. Aftur á móti varð t. d. Páll fyrir því að missa kvikmyndavél sína og filmur áteknar fyrir sjónvarpið. Þegar við höfðum bjástrað þarna um stund, komu menn úr hinum hóp- unum sem komist höfðu klakklaust á þurrt við Nýjafell. Þótt þeir hefðu ekki séð til okkar, þar sem leiti bar á milli, fengu þeir hugboð um að ekki myndi allt með felldu, en tæpast munu þeir hafa búist við svo kaldri aðkomu. Þessir ágætu menn buðu nú aðstoð sína við björgun. Fyrsta var athugað hvort trukkur Guðmundar Maríssonar kæmist á staðinn, en fljótlega kom í ljós að ekki var fært öðrum en beltatækjum vegna aurbleytu. Varð því úr að þeir kæmu með báða snjóbílana, en tii þess þurftu þeir upp á jökulrönd aftur og tók það ærinn tíma. A meðan bjuggum við í haginn m. a. með því að taka bílana úr gír sem ekki reyndist hlaupið að. Björgunartækjunum tókst svo um síðir með samstilltu átaki að draga allt saman upp úr, utan nokkuð af dóti sem féll af sleðanum, sem var svo kafað eftir seinna um sumarið. Það bætti mikið, að veðrið var fádæma gott og gátum við strax farið að þurrka dótið. I hlað í Jökulheimum ókum við svo sólar- hringseinna vegna þessa óhapps. Ýmsir hlutir báru skiljanlega ekki sitt barr eftir volkið, svo sem myndavélar, sjónaukar og hæðarmælir Sigurðar Þórarinssonar, þrátt fyrir mikla natni Kalla við hreinsun. En eftir lifir í hug- anum ógleymanleg ferð með góðum félögum. 80 JÖKULL 30. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.