Jökull


Jökull - 01.12.1980, Side 22

Jökull - 01.12.1980, Side 22
ÁGRIP SAGA JARÐFRÆÐIRANNSÓKNA Á TJÖRNESI Jarðfræðingar við jarðfræðideild Raunvís- indastofnunar Háskólans hafa fengist við samfelldar rannsóknir á Tjörnesi síðan 1972. Viðfangsefnin hafa aðallega verið aldur hraunlaga, gerð og uppruni setlaga og dreifing plöntu- og dýrasteingervinga í lögunum. Þor- leifur Einarsson var upphafsmaður þessa verkefnis. Rannsóknarverkefni eiga sér gjarn- an ýmsa fylgifiska og er þetta yfirlit um rann- sóknasögu Tjörness einn þeirra. Yfirlitið ber með sér að fjölmargir jarðfræðingar hafa birt niðurstöður Tjörnesrannsókna sinna á prenti. Við lestur þeirra sést fljótt að svo er margt sinnið sem skinnið. Niðurstöður eru oft furðu ólíkar. Það er markmið þessa sögulega yfirlits að meta stöðu rannsóknanna. Hvaða spurn- ingum um jarðfræði Tjörness hefur verið svarað og hverjum ekki. Jarðlög á Tjörnesi spanna tertíer og kvarter hraunlög og setlög. Hin þykku setlög og stein- gervingar þeirra eru einstæð við Norður-At- lantshaf. Elstu ritgerðir um jarðfræði Tjörness fjalla einkum um steingervinga í Hallbjarn- arstaðakambi, en þegar kemur fram á þessa öld snúa menn sér einnig að jarðlagaskipun og setfræði. Heimildaskráin ber þess merki að hlutur íslenskra jarðfræðinga hefur lengi verið mikill í Tjörnesrannsóknum. Þorvaldur Thoroddsen varð fyrstur til að birta heildar- yfirlit um jarðfræði Tjörness. Skömmu síðar fann Helgi Pjetursson harðnaðar jökulurðir í Breiðuvík. Nákvæm kortlagning strandlengj- unnar um vestanvert Tjörnes beið þó uns Guðmundur G. Bárðarson birti sitt yfirgrips- mikla ritverk um plíósen jarðlög á Tjörnesi. Guðmundur naut þá leiðsagnar Kára Sigur- jónssonar, bónda og alþingismanns á Hall- bjarnarstöðum, sem var manna kunnugastur skeljalögunum. Jóhannes Áskelsson ritaði talsvert um jarðfræði Tjörness. Jóhannes sýndi ótvírætt fram á að Breiðuvíkurlögin eru kvarter að aldri, og eftir samanburð efsta hluta Tjörneslaga og hnyðlinga í Skammadal áleit hann að þau væru einnig frá kvarter. Um og eftir seinni heimsstyrjöldina rannsakaði Trausti Einarsson jarðfræðilegt byggingarlag Tjörness og segulstefnur hraunlaga. Við rannsóknir hans skýrðust aðalatriðin í jarð- lagaskipun Tjörness. Þjóðverjinn Strauch rannsakaði steingervingafræði og jarðlaga- skipun strandlengjunnar um 1960, en Þjóð- verjarnir M. Schwarzbach og H. D. Pflug höfðu áður fjallað um vitnisburð setlaga á Tjörnesi um loftslag. Um þær mundir voru Hollendingar atkvæðamiklir við jarðfræði- rannsóknir á Islandi og fjölluðu m. a. um jarðfræði Tjörness (t. d. H. Wensink). Árið 1967 birtu Þorleifur Einarsson o. fl. grein um Tjörnes, þar sem sýnt var fram á merki um 10 jökulskeið, og upphaf ísaldar var tímasett við rúmar 3 milljónir ára. Á árunum eftir 1970 gerðu sövéskir jarðfræðingar sér tíðförult til Tjörness og hafa birt margt á prenti um rannsóknir sínar. Segja má að síðastliöna tvo til þrjá áratugi hafi aðaláhersla verið lögð á segulstefnutímatal, beinar aldursákvarðanir og setfræðirannsóknir á efsta hluta jarðlaga- staflans á Tjörnesi. Gerð jarðlaga þar og merki um gróður og dýralíf bera vott um sveiflur í loftslagi og útbreiðslu jökla. 20 JÖKULL 30. ÁR

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.