Jökull


Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 35

Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 35
sýni frá brúnni (Sl-sýni). Auk þess voru tekin S3-sýni á þremur stöðum við vesturbakka, við Utfall, brú og 10 km neðan brúar, og F-sýni við austurbakka nærri Skaftafelli. í töflu 1 má sjá, að þessar þrjár tökuaðferðir gefa mjög mismikinn svifaur og eru Sl-sýnin, sem eiga að gefa nákvæmustu útkomu, með áberandi langmestan svifaur. Aurburðarlyklar Skeiðarárhlaups 1976 (3. og 4. mynd) sýna, að gott samband var milli svifaurs og rennslis og lítill munur á svifaurs- magni frá einum tökustað til annars. Munur á svifaursmagni Sl- og S3-sýna er að mestu i grófa hluta svifaursins. I hlaupinu 1972 var samband svifaurs og rennslis hins vegar mjög lélegt og svifaur mjög mismikill frá einum tökustað til annars (5. mynd). Tveimur til þremur dögum eftir hámark Skeiðarár- hlaupsins 1972 jókst svifaursmagnið mjög mikið í stuttan tíma (6. mynd). Svifaur í þess- um aurtoppi var 80—90% dökkt gler með sama ljósbroti og í ösku úr Grímsvötnum. Enginn tilsvarandi aurtoppur fannst í hlaup- inu 1976 (7. mynd). Eftir hlaupið 1972 var mestur hluti hlaup- farvegarins þakinn um 10 cm þykku, svörtu sandmókenndu lagi. Ekkert slíkt lag var í far- veginum eftir hlaupið 1976. Myndun svo fín- kornótts lags í straumvatni er í mótsögn við straumfræðileg lögmál. Nærri Útfalli var rnikið af mjög aurblönduðum ís í og undir svarta laginu. Þessi ís innihélt álíka mikið af uppleystum efnum og hlaupvatnið. Sýnishorn af jökulís, sem tekin voru meðan á hlaupinu stóð innihéldu margfalt minna af uppleystum efnum eða álíka og vatn Skeiðarár milli hlaupa. ísinn virðist því vera frosið hlaupvatn, grunnstingull. Á 9. mynd sést, að lofthiti hefur hvað eftir annað farið niður fyrir frostmark, einkum meðan 1972-hlaupið var í rénun, og þannig skapast aðstæður fyrir grunnstingulsmyndun. Á 8. mynd sést, að aur í grunnstinglinum (SKÚ-4) hefur mjög álíka kornastærðarskipt- ingu og botnefnið SKÚ lag 1 (svarta lagið). SKG á 8. mynd sýnir kornastærðardreifingu eðlilegs botnefnis Skeiðarár á þessum slóðum, en það er miklu grófara en svarta lagið. Á meðan hlaupið 1976 stóð yfir var lofthiti yfir- leitt um 8°C og komst aldrei nærri frostmarki, svo að grunnstingull gat ekki myndast. Sú skýring er sett fram, að í hlaupinu 1972 hafi orðið mikil grunnstingulsmyndun, sem hafi sett þetta lag á botninn og um leið valdið breytilegu svifaursmagni frá einum tökustað til annars. Grunnstingulsmyndun getur sam- kvæmt þessu skýrt mjög fínkornótt lög i ýms- um fornum straumvatnasetum. 3 JÖKULL 30. ÁR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.