Jökull - 01.12.1980, Qupperneq 68
(Svar skráð í flýti), sem prentuð var í útgáfu
Jakobs Benediktssonar í ritsafninu Biblio-
theca Arnamagnæana, árið 1943. Tilefni
þessarar íslandslýsingar var það, að sumarið
1647 sendi Otte Krag, skrifstofustjóri i danska
Kansellíinu, íslensku biskupunum báðum,
Þorláki Hólabiskupi og Brynjólfi Sveinssyni í
Skálholti, spurningalista varðandi íslandslýs-
ingu í kortabók sem Hollendingurinn Jodocus
Hondius gaf út og sem kom út 1607. I korta-
bókinni er Mercatorsgerð af hinu gagnmerka
Islandskorti Guðbrands biskups Þorlákssonar,
sem birt var fyrst í viðbót við kortabók Abra-
hams Ortelíusar 1590, en Islandslýsing
Hondiusar er tekin að mestu úr kortabók
Ortelíusar. Otte Krag mun hafa beðið
biskupana að segja álit sitt á sannleiksgildi
þess, sem sagt var um ísland í kortabók
Hondiusar.
Hér fer á eftir frásögn Þorláks biskups af
gjóskufallinu 1625 í þýðingu minni:
,,Mér er í minni fjall nokkurt við suður-
strönd Islands, skammt frá Þykkvabæjar-
klaustri, sem með ferlegum krafti og ofsa
neðanjarðarelds og logandi brennisteins
rifnaði þeim megin er að hafinu veit og
steyptist í sjóinn. Þetta var fyrir um 30 ár-
um, er ég var á skipi á leið til Danmerkur
frá föðurlandi mínu. Skipherrann taldi
okkur vera í 80 mílna [um 600 kmj fjarlægð
frá Islandi, er skyndilega sást frá skutnum
þétt ský sands og vikurs, er barst fyrir vindi.
Þeim mun léttara sem þetta ský var fragt-
skipinu, sem við sigldum með, þeim mun
hraðar barst það, og þar sem við sigldum í
hægum byr nálgaðist það æ meir, þangað
til seglin urðu svört af öskufalli. Skipverjar
tóku strax að fylla ker og dollur sandi, sem
þeir sópuðu saman með höndunum og
geymdu til að geta sýnt hann síðar. Sama
aska spillti á sama tíma beitilandi í
Færeyjum svo mjög, að bændur hlutu
stórtjón af. Ég hefi heyrt, að með sama
hætti og á sama tíma hafi fallið á eitthvað
landsvæði í Norður-Noregi mikið magn af
óþéttri ösku ásamt náttúrlegu koli [„vivis
carbonibus11]. Af þessu hlýtur öllum að
skiljast, hversu mikill er kraftur og hama-
gangur eldsins neðanjarðar, sérstaklega
þegar æðandi vindur æsir hann og upp-
tendrar“ (Benediktssbn 1943, bls. 14—15).
Frásögn Þorláks biskups er ekki hin eina,
sem segir gjósku úr Kötlugosinu 1625 hafa
borist til annarra landa. I Bodleian bók-
hlöðunni i Oxford eru varðveitt tvö eigin-
handar handrit af áðurnefndum annál Gísla
biskups Oddssonar. I handritinu MS. Bor. 51,
sem Halldór Hermannsson (1917, bls. 41) tel-
ur eldra, segir, að sandur og aska úr gosinu,
sem raunar er sagt vera úr Síðujökli, hafi bor-
ist til Noregs (H. Hermannsson 1917, bls. 29).
Líklegast hefur Gísli þetta úr þeirri skýrslu um
Kötlugosið 1625, sem prentuð var í danskri
þýðingu í Kaupmannahöfn 1627, því hann
vitnar í prentara hennar, Heldvaderus, í því
handriti annálsins, sem Halldór Hermannsson
telur yngra, (ívitnað rit, bls. 22). I dönsku
skýrslunni er þess getið, að sá sandur, sem kom
upp úr eldfjallinu „floy offuer til Norrig paa
atskillige steder" (Sandferdig Relation . . .,
bls. 7). Danska skýrslan er runnin frá Þorsteini
Magnússyni, klausturhaldara í Þykkvabæjar-
klaustri, en upplýsingin um öskufallið er varla
frá honum komin, því að öllum líkindum er
danska skýrslan þýðing á skýrslu, sem Þor-
steinn lauk við 15. sept. 1625, þ. e. a. s. daginn
eftir að Kötlugosinu lauk, og sendi til Gísla
Oddssonar (S. Þórarinsson, 1977). Lýsingar
Þorsteins á þessu Kötlugosi eru itarlegar og
gagnmerkar og eiga vart sína líka fyrir þennan
tíma, ef undanskilin er hin fræga lýsing
Pliníusar yngri á gosinu í Vesúvíusi 79 e. Kr..
Björn Jónsson á Skarðsá skrifar um gosið
1625 í annál sinn, sem aðallega er saminn
1638/39: „Spurðist og að utan (að) í Noregi
hjá Björgvin var öskufall álíka og hér var, og
einninn þeir, sem sigldu héðan fyrir norðan,
sögðu að öskufall hefði komið á sín skip í háf-
inu, svo seglin urðu svört sem bik, og hefur
þessi aska héðan komið úr þeim eldgangi og
undrum, er komu úr Mýrdalsjökli 2. dag
Septembris“ (Ann. 1400—1800 I., bls. 223).
Maður er nefndur Ole Worm, mikilhæfur
danskur lærdómsmaður og fjölfræðingur, f.
66 JÖKULL 30. ÁR