Jökull - 01.12.1980, Side 70
legum drunum og mörgum mönnum og
skepnum til fordjörfunar, barst aska henn-
ar í lofti alla leið til Noregs, með þeim af-
leiðingum, að skip, er sigldi á hafi úti í
nánd við Þrándheim, þaktist svo af henni,
að róðrarbekkir þess og segl huldust sem
hefðu þau fyllst af snjó og þetta öskufall
byrgði svo alla útsýn til lofts og lagar, að
um miðjan dag var sem siglt væri í algeru
myrkri. En er aska þessi var bleytt með
vatni breyttist hún í mold, sem ekki varð
þvegin af seglunum; er sjómaður sagði oss
þetta við heimkomuna og sýndi oss segl,
sem litað var af þessari jörð, fékk ég hjá
honum pjötlu til minja um atburðinn“
(Breve II, bls. 408).
Frásögn Ole Worms bendir til þess, að
gjóskufall á hafið undan Þrándheimi í Kötlu-
gosinu 1625 hafi verið hreint ekki svo lítið.
Mælingar á þykkt og útbreiðslu Kötlugjósk-
unnar frá 1625 á meginlandi Islands (1. mynd)
benda og til þess, að þetta gos, sem varaði frá
2. til 11. september, hafi verið með stærri
Kötlugosum á sögulegum tíma (G. Larsen
1978). I jarðvegssniðum syðst í Skaftártungu
er gjóskulagið úr þessu gosi þykkasta Kötlu-
lagið eftir landnám, en gjóskan barst til ANA
fyrstu daga gossins (sbr. 1. mynd). Athyglis-
vert er, að Worm notar örnefnið Hekla sem
heiti á fyrirbærinu eldfja.ll. Er þetta hliðstæða
við núverandi notkun á nafni eldfjallsins
Vulcano á Líparísku eyjunum. 1 eina tíð bar
og við, að nafnið Etna væri notað í merking-
unni eldfjall.
Frásögn Worms bendir einnig til þess, að
þrátt fyrir allt geti það verið rétt, að gjóska úr
Grímsvatnagosinu (ef það þá var í Gríms-
vötnum) 1619 hafi borist til meginlands
Evrópu, því líklegt má telja, að sú „bláa jörð“,
68 JÖKULL 30. ÁR