Jökull


Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 83

Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 83
„Þú stóðst á tindi...“ SIGURÐUR ÞÓRARINSSON ,,Hrædd ég heiman stari á helþrungin fjöll“ syngur Ásta í Útilegumönnum Matthíasar og túlkaði að líkindum viðhorf æði margra ís- lendinga er hún söng þetta í fyrsta sinn. Fjall- göngur voru ekki iðkaðar hérlendis að neinu ráði fyrr en á tuttugustu öld og enn er tiltölu- lega lítið um þær, enda íslendingar nú orðnir með göngulatari þjóðum. Þó eru, sem betur fer, allmargir — og í þeirra hópi vonandi fiestir lesenda Jökuls — sem gaman hafa af því að ganga á fjöll. Esjuár Ferðafélags íslands fyrir fáum árum sýndi, að hægt er að glæða þennan áhuga og mætti gera meira að því en gert er, því fáar frístundaiðkanir munu hollari líkama og sál. Fjallaklifur hefur átt erfitt uppdráttar hér og er það m. a. vegna þess, að sakir gerðar íslensks bergs og vegna mikillar frostveðrunar eru íslenskir hamraveggir erfiðari og hættu- legri fjallaprílurum en víða gerist erlendis. Sumir skriðjökla landsins bjóða upp á spenn- andi klifur og vart hættulegra en hamraklifur, ef rétt er að staðið. I eftirfarandi samantekt er þess getið um nokkur af hæstu fjöllum íslands, hvenær á þau var gengið í fyrsta sinn og hverjir það voru, sem það gerðu. Eru þessi fjöll tekin í röð eftir hæð. Einnig er getið fjögurra tinda hérlendis, sem klifnir hafa verið, og loks vikið að nokkr- um fjallgöngum fslendinga erlendis. Vænti ég þess, að einhverjir verði síðar til að auka við og betrumbæta þennan pistil. FYRSTU GÖNGUR Á NOKKUR I’SLENSK FJÖLL Örœfajökull (2119 m) Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræðingur gekk fyrstur manna á Öræfajökul þ. 11. ágúst 1794. Hann komst þó ekki á hátind, þ. e. Hvannadalshnúk, en líklegt er (sbr. grein Flosa Björnssonar, Jökull 7, bls. 37 — 39), að hann hafi komist á þann hnúk í 1927 m hæð, sem á kortum ber nú nafnið Sveinsgnýpur. Tvo menn hafði Sveinn sér til fylgdar og komst annar þeirra með honum alla leið. Á niðurleið hlóðu þeir vörðu á hnaus í 785 m hæð og hefur Sveinn klappað á hana bókstaf- inn P. Enda þótt Sveinn kæmist ekki á hæsta tind landsins, hafði hann erindi sem erfiði því það var í þessari ferð sem honum varð fullljóst, að skriðjöklar hreyfast sem seigfljótandi efni. Ferðinni lýsir Sveinn í Ferðabók (1945, bls. 493-496). Fyrstur til að klífa Hvannadalshnúk var norski landmælingamaðurinn Hans Frisak, en hann og Hans Jacob Scheel, er síðar getur, voru harðduglegastir og afkastamestir þeirra norsku liðsforingja, sem á árunum 1801-- 1815 unnu það mikla þrekvirki að mæla þrí- hyrninganet af allri strandlengju íslands og nokkuð inn í land. Frisak kleif Hvannadals- hnúk 19. júlí 1813 ásamt fylgdarmanni sínum, Jóni Árnasyni hreppstjóra á Fagurhólsmýri. Urðu þeir að höggva 86 þrep í ísinn til að komast upp á hnúkinn (Lfrs. ísl. II, bls. 279). Næstur til að klífa Hvannadalshnúk varð Englendingurinn Frederick W. W. Howell, 17. ágúst 1891. Með honum komust á hnúkinn tveir menn frá Svínafelli, Páll Jónsson og Þorlákur Þorláksson. Howell, sem taldi sig hafa fyrstan manna klifið hnúkinn, lýsir ferð- inni, sem var önnur tilraun hans til að komast þangað, í bók sinni: Icelandic pictures drawn with pen andpencil (London 1893, bls. 73—75). Þess má og geta, að Howell fór við fimmta mann yfir Langjökul, frá Flosaskarði til Þjófadala, 2.-4. ágúst 1891 og mun það fyrsta ferðin yfir þann jökul, en Eggert Ólafsson og Bjarni 6 JÖKULL 30. ÁR 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.