Jökull - 01.12.1980, Side 84
Pálsson gengu á Geitlandsjökul 10. ágúst 1753
og líkur eru fyrir því, að Björn Gunnlaugsson
hafi gengið á hann í júlibyrjun 1837 (Lfrs. ísl.
III, bls. 26 og 311).
Hæsti hnúkur Öræfajökuls utan Hvanna-
dalshnúks er á austurbarmi öskjunnar, 2044 m
hár og nefnist nú Sveinstindar á kortum. A
hann gengu þrír Kvískerjabræður 9. ágúst
1936 (sbr. Jökull 9, bls. 51) og er ekki vitað til
að aðrir hafi komið þar áður, þótt ekki sé alveg
útilokað, að Sveinn Pálsson hafi komist alla
leið þangað.
Bárðarbunga (um 2000 m)
Hæsta bunga hins eiginlega Vatnajökuls er
Bárðarbunga. Samkvæmt mælingum Stein-
þórs Sigurðssonar, er fór á bunguna 13. ágúst
1946, er hæð hennar 1988 m, en á kortum er
nú dregin 2000 m hæðarlína efst í bungunni,
sem raunar er flatneskja og askja undir.
Fyrstur á þessa bungu var leiðangur þriggja
manna. Þeir voru: Andrea de Pollitzer-Pol-
lenghi frá Trieste, Rudolf Leutelt jöklafræð-
ingur frá Innsbruck og ungur þýskur fjall-
göngumaður, Karl Schmid frá Stuttgart. Þeir
gengu á bunguna 29. maí 1935. En fyrstur
íslendinga mun Guðmundur Einarsson frá
Miðdal hafa komist á Bárðarbungu sumarið
1936.
Kverkfjöll eystri (1920 m)
Hinn 10. ágúst 1910 gekk þýskur jarðfræð-
ingur, Max Trautz, fyrstur manna á Kverk-
fjöll eystri ásamt fylgdarmanni sínum sunn-
lenskum, Tómasi Snorrasyni. Kverkfjöll eystri
eru þriðja hæsta fjall á Islandi, en ekki fóru
þeir Trautz á hæsta tind, en gengu á tind, sem
er norður af kverkinni innst og er hæð hans
1812 m skv. herforingjaráðskortinu. Steinþór
Sigurðsson og Pálmi Hannesson gengu á
Kverkfjöll eystri 6. ágúst 1933 og af dagbók
Pálma (Frá óbyggðum, bls. 146—147) að
dæma gengu þeir einnig á 1812-tindinn, en
fyrstur á hátind Kverkfjalla mun vera Guð-
mundur frá Miðdal, er þangað komst 20. júlí
1933. Kverkfjöll eystri eru þriðja hæsta fjall
ísiands og það næst hæsta, ef miðað er við fast
berg.
Snœfell (1833 m)
Fyrstur manna á Snæfell, hæsta fjall lands-
ins utan Vatnajökuls með Öræfajökli — og trú
sumra Austfirðinga í æsku minni, að það væri
hæsta fjall landsins — var Guðmundur nokk-
ur Sveinsson frá Bessastaðagerði í Fljótsdal, er
vann þetta afrek 11. ágúst 1872.
Hofsjökull (1765 m)
Hofsjökull gengur næst Snæfelli að hæð.
Sakir legu sinnar hefur þetta fagra jökulhvel
orðið nokkuð afskipt um jöklaferðir fyrr og
síðar. Mér er ekki kunnugt um ferð yfir jökul-
inn fyrr en 1944. Þá gengu yfir hann vestan-
verðan á ferð úr Eyjafirði suður yfir hálendið
sexmenningarnir Árni Haraldsson, Björn
Hjaltested, Gunnar Guðjónsson, Kjartan
Hjaltested, Magnús Andrésson og Stefán G.
Björnsson. Þeir fyrstu, sem að líkindum kom-
ust á hæstu bungu hans svo mér sé kunnugt,
voru Magnús Hallgrímsson' verkfræðingur og
enskur læknir, Kenneth H. Pridie, sem gengu
á hábunguna frá vestri í ágúst 1951
og voru á hábungunni, eða því sem næst, 18.
ágúst. Magnús hefur gengið á hábunguna
tvisvar síðan, 27. mars 1956 ásamt fimm
læknum og læknanemum og 10. apríl 20 árum
síðar gisti hann á hábungunni á leið norður
yfir hálendið ásamt Leifi Jónssyni lækni, er
var með í förinni 1956, og fjórum öðrum.
Grímsfjall (1719 m)
Fyrstir á Grímsfjall svo vitað sé voru tveir
sænskir jarðfræðingar, Erik Ygberg og Hakon
Wadell, er komust þangað síðasta dag ágúst-
mánaðar 1919 og endurfundu þar með
Grímsvötn. Þeir teymdu hross er báru farang-
ur þeirra og var það hrossunum að þakka, að
þeir lentu ekki fram af hengjum og hömrum
Grímsfjalls er þeir komu þangað í þoku, en
hestarnir neituðu með öllu að láta toga sig
fram af brún hengiflugsins. Fyrstir íslendinga
á Grímsfjall voru þeir bræður Guðmundur frá
Miðdal og Sveinn, Einarssynir, og Jóhannes
Áskelsson jarðfræðingur. Þessir þremenningar
komu þangað ásamt þýskri konu, Lydiu
82 JÖKULL 30. ÁR