Jökull - 01.12.1980, Síða 91
þyngdist færið er komið var austur fyrir
Austurbjörg í Esjufjöllum, svo að af og til
þurfti að hafa alla þrjá bílana í drætti sökum
snjódýptar, sem var 30—40 cm. Vélsleðamenn
húsvitjuðu í Esjufjöll uin leið og lestin fór þar
hjá. Var þar allt í góðu lagi. Fljótlega er komið
var upp á jökulinn, dreif yfir þoku og hélst hún
til um kl. 2 um nóttina, en þá létti og sást til
fjalla nokkurn tíma. Um kl. 9 að morgni, er við
vorum komin hátt í vesturhlíðar Breiðu-
bungu, opnaðist 3 metra sprunga á milli
tveggja dráttarbíla,, Jaka“ Landsvirkjunar og
,,Muskeg“ Orkustofnunar. Voru nú bílarnir
leystir sundur og snjóþekjan yfir sprungunni
styrkt með plönkum, eftir að einn félagi í
FI. S. S. R. hafði sigið í hana og kannað, hvar
þekjan væri þykkust. Vélsleðamenn fóru á
undan til að leggja slóð. Auðveldaði það
dráttarbíium ferðina, þvi að þoku dreif yfir af
og til er á leið morguninn, og er komið var
fram undir hádegi var komin þétt þoka og
skyggni næstum ekkert. Um kl 19 rofaði lítillega
til suðurs og héldum við okkur þá vera norður
af Hoffellsjökli og komin full sunnarlega mið-
að við æskilega stefnu. Reyndum við að stað-
setja okkur eftir fjallatindum, sem við sáum og
stóð það á endum að aftur lokaðist útsýnið.
Þegar klukkan var nálægt 21 á föstudags-
kvöld, eftir um 24 stunda ferð á jökli, til-
Við jaðar Breiðamerkurjökuls.
A fullri ferð yfir snjóbreiðuna.
kynntu sleöamenn að komið væri að hlíöum
Goðahnúks. Þar var áð og slegið upp tjöldum,
mikiö boröað og gengið til náða um miðnætti
eftir um 40 tíma ferð frá Reykjavík. Að vísu
höfðu flestir fengið sér smádúr í skálanum eða
bílunum á leiðinni upp jökulinn, en ekki var
það teljandi hvíld, þar eð ekki var um slétta
vegi ekið.
Að morgni laugardags var enn svarta þoka.
Eftir róleg morgunverk var farið á sleðum á
,,hnúkinn“ og hugað að skálastæði. Reyndum
við að kanna skálastæði með járnstöng. Þótt-
umst við finna fast undir rúmlega eins metra
snjólagi. Var nú tekið til óspilltra mála og
grafin 6 x 6 m gryfja. Er grafið hafði verið um
það bil 1 metra niður, kom í ljós klakalag og
þar fyrir neðan reyndist a. m. k. 2 m snjór.
Ekki leist okkur á að halda áfram, en ákváðum
að bíða betra skyggnis og reyna þá að finna
snjóléttari stað. Var nú farið að huga að grjóti
í undirstöður fyrir húsið og farið á hnúk sem
merktur er á korti 1260 m hár og var þar
nægilegt grjót í sökklana. Hlaut hnúkurinn
síðan nafnið „Sökkull“. Meðan verið var í
þessari athugun, batnaði skyggni nokkuð.
Kom þá i ljós, að hnúkar þeir sem við vorum
að bjástra á milli, eru á rana milli fyrirheitnu
hnúkanna og Goðaborgar, um 1 km sunnan
JÖKULL 30. ÁR 89