Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 17.–20. október 2014
Frjálsir en undir
rafrænu eftirliti
n Þeim föngum sem haga sér vel býðst að taka út hluta refsingarinnar með ökklabandi
Þ
að er óalgeng sjón að sjá
menn ganga með raf
ræn ökklabönd og flest
ir hafa eflaust aðeins séð
slíkt í sjónvarpinu. Nú
býðst föngum hér á landi að taka
út síðasta hluta refsingarinnar
með slíkt band um ökklann. Úr
ræðið sem föngum býðst er kallað
„afplánun undir rafrænu eftirliti“
en Fangelsis málastofnun tók upp
á þessu árið 2012. Hefur þessi að
ferð gefið góða raun að sögn Páls
Winkel, forstjóra Fangelsismála
stofnunar.
„Alþingi samþykkti lög þar sem
fallist var á tillögu Fangelsismála
stofnunar þess efnis að hluta lengri
fangelsisrefsinga mætti afplána
undir rafrænu eftirliti. Um er að
ræða mjög eðlilega framþróun í
fullnustukerfinu sem eykur líkur á
að fangar sem afplána langa fang
elsisrefsingu geti staðið sig vel í líf
inu eftir að afplánun lýkur,“ segir
Páll en með þessu hefur stofnun
inni tekist að setja upp nokkurs
konar þrepakerfi í afplánun fang
elsisdóms.
Samkvæmt lögunum getur
einstaklingur sem hefur verið
dæmdur í 12 mánaða, eða lengra,
óskilorðsbundið fangelsi, afplánað
hluta dómsins undir rafrænu eftir
liti. Sá sem fær 12 mánaða óskil
orðsbundinn dóm gæti þannig
fengið að taka út 30 daga af dómi
sínum með ökklaband. Afplánun
undir rafrænu eftirliti lengist um
2,5 daga fyrir hvern dæmdan
mánuð og því gætu þeir sem hlotið
hafa þunga fangelsisdóma afplán
að allt að 240 daga með ökklaband.
Alltaf heima í kvöldmat
En slíku frelsi fylgja skilyrði sem
Fangelsismálastofnun fylgir fast
eftir. Þannig þarf fangi til dæmis
að hafa fastan dvalarstað sem sam
þykktur hefur verið af Fangels
ismálastofnun. Þá þarf hann að
stunda vinnu, nám, vera í starfs
þjálfun, í meðferð eða sinna öðrum
verkefnum sem Fangelsismála
stofnun hefur samþykkt og er liður í
aðlögun hans að samfélaginu á ný.
Þá má viðkomandi ekki eiga mál til
meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi
eða dómstólum þar sem hann er
kærður fyrir refsiverðan verknað.
En er hægt að svindla á þessu á
einhvern hátt? Páll Winkel fullyrðir
að það sé ekki hægt og engin dæmi
eru um að menn hafi reynt að taka
bandið af: „Það hefur enginn reynt
að taka bandið af en komi til þess er
litið á það sem strok úr refsivist og
viðkomandi sendur aftur til afplán
unar í fangelsi.“
Þó eru dæmi um að menn hafi
brotið reglurnar sem fylgja því að
taka út dóm með rafrænu eftirliti
og snúa þau brot aðallega að „úti
vistartíma“ viðkomandi en sömu
reglur eru á Vernd, þar sem menn
eru nokkuð frjálsir, og í rafræna
eftirlitinu. Reglurnar eru þær að
fangi sé undantekningarlaust á
dvalarstað sínum frá klukkan 18
til 19 og frá klukkan 23 til 7 mánu
daga til föstudaga en á laugardög
um og sunnudögum styttist hann
um tvo klukkutíma eða frá 21 til 7.
Þá má hann ekki neyta áfengis eða
ávana og fíkniefna en heimilt er að
krefjast þess að fangi undirgangist
rannsókn á öndunarsýni eða blóð
og þvagrannsókn hvenær sem er.
Synjun fanga á slíkri rannsókn jafn
gildir rofi á skilyrðum rafræns eftir
lits.
Spara fé og stytta biðlista
Frá því að Fangelsismálastofnun
fór að nota ökklabönd sem hluta af
afplánun hafa aðeins fjórir fangar
brotið reglurnar. Einn árið 2012,
tveir árið 2013 og í ár hefur einn
gerst brotlegur við þær reglur og
skilyrði sem sett eru. Páll segir brot
in tengjast útivistarreglunum. „Já,
það hefur gerst einstaka sinnum.
Fangar hafa þá ekki verið komnir
heim á réttum tíma. Þá fara menn
einfaldlega aftur í lokað fangelsi.“
Með rafræna eftirlitinu nær
Fangelsisstofnun að spara ríkinu
töluvert fé í vistun fanga í lokuðu
fangelsi auk þess sem úrræðið
styttir biðlista sem er orðinn ansi
langur. Samkvæmt upplýsingum
frá stofnuninni er kostnaðurinn við
rafrænt eftirlit um það bil 10 pró
sent af því sem það myndi kosta
ríkið að vista fanga í lokuðu fang
elsi.
Í dag eru á bilinu 12 til 15 fangar
sem afplána fangelsisrefsingu und
ir rafrænu eftirliti hverju sinni og
hafa þeir þá farið í gegnum þetta
nýja þrepakerfi sem Fangelsis
málastofnun hefur náð að búa til
og miðar að því að breyta fangels
isvistinni í betrunarvist. n
Atli Már Gylfason
atli@dv.is
Ökklabandið Með nýrri
tækni hefur verið hægt
að minnka ökklaböndin
sem nú líta svona út, að
minnsta kosti á Íslandi.
Mynd SiGtryGGur Ari
Þetta færðu heim! Búnaðurinn sem
þarf í rafræna eftirlitið lítur svona út. Ökkla-
bandið ásamt litlu tæki sem minnir helst á
gamalt myndbandstæki sem fanginn setur
í samband heima hjá sér. Það sendir síðan
upplýsingar til Fangelsismálastofnunar
sem fylgist grannt með málum.
Skrítið en það venst
Blaðamaður DV prófaði ökklabandið
Blaðamaður DV fékk að prófa ökkla-
bandið í 48 klukkustundir en fékk þó ekki
heimastöðina með sér eins og aðrir fangar
þurfa að setja upp á dvalarstað sínum.
Bandið var því ótengt.
Ökklabandið er alls ekki þungt og
auðvelt er að klæða sig í sokka þótt það
líti út fyrir að vera erfitt á myndum. En
þrátt fyrir að vera lítið og bundið við ökkla
þá minnir það á sig yfir daginn, hvort sem
verið sé að klæða sig í skó, buxur eða úti í
göngutúrnum.
Ökklabandið þolir nánast allt en sam-
kvæmt upplýsingum DV hefur kafari til að
mynda prófað að fara með bandið á tölu-
vert dýpi án þess að það hafi eyðilagst.
Það er því í lagi að fara með það í sturtu,
bað eða ljósatíma ef út í það er farið.
Hvað svefninn varðar þá er skrítið
að sofa með ökklabandið en það venst.
Fyrstu nóttina taldi blaðamaður DV að
hann svæfi ofan á sjónvarpsfjarstýringu
en áttaði sig síðan fljótt á því að þarna var
um ökklabandið að ræða. Ekki er hægt að
segja að það sé óþægilegt að vera með
ökklabandið en það hlýtur óneitanlega að
vera stöðug áminning fyrir fanga um að
halda sig réttum megin við lögin.
Hvernig virkar
ökklabandið?
Fylgist ekki með ferðum
Búnaðurinn virkar þannig að einstak-
lingurinn ber á sér ökklaband sem ekki
er hægt að losa af sér nema með því
að klippa það af. Bandið sendir frá
sér merki sem svokölluð heimastöð
nemur merki frá. Ef heimastöðin nemur
merkið er viðkomandi heima hjá sér og
eftirlitskerfið fær upplýsingar um það.
Kerfið getur ekki staðsett bandið
betur, dómþolinn er því ekki feril-
vaktaður að öðru leyti eins og við höfum
mögulega séð í bíómyndum.
Ef klippt er á bandið berast boð í
eftirlitskerfið hjá Fangelsismálastofnun
og eins ef heimastöðin er færð eða átt
við hana.
„Ég tel niður dagana í ökklabandið“
Fangi sem DV ræddi við hlakkar til að sofa heima hjá sér
„Fyrir mér er eins og ég sé laus því það er
ekkert sem maður saknar meira í fangelsi
en að sofa við hliðina á konunni og vakna
við litla skæruliðann sinn,“ segir fangi
sem DV ræddi við en hann mun eftir rúma
tvo mánuði fá ökklaband og fær þá að
sofa heima hjá sér í staðinn fyrir að sofa
á Vernd.
Viðmælandi DV fékk tveggja og hálfs
árs dóm fyrir alvarleg brot sem hann
framdi í mikilli fíkniefnaneyslu en frá
því hann hóf afplánun hefur hann sýnt
af sér góða hegðun og látið áfengi og
vímuefni í friði og þá stundar hann nám af
kappi. Hann er sáttur við umbunina sem
hann fær og segist telja niður dagana í
ökklabandið.
„Þetta er náttúrlega stórt stökk frá
Vernd þar sem það versta við fangelsi
er að vera fjarri fjölskyldunni og á ökkla-
bandinu ertu eiginlega bara frjáls nema
með útivistartíma,“ segir fanginn og bætir
við að hann sé ekki hræddur um að brjóta
reglurnar.
„Nei, nei, þetta er sami útivistartími
og á Vernd og ég verð búinn að venjast
honum vel. Þetta er líka bara einfalt.
Mæta heim í mat og vera kominn heim
fyrir 23 á kvöldin.“
Páll Winkel Forstjóri Fangelsismálastofn-
unar segir ökklaböndin eðlilega framþróun í
fullnustukerfinu sem eykur líkur á að fangar
sem afplána langa fangelsisrefsingu geti
staðið sig vel í lífinu eftir að afplánun lýkur.
Mynd HeiðA HelGAdóttir
ekki hægt að svindla Enginn hefur
reynt að svindla á ökklabandinu með því
að reyna að taka það af sér en nokkrir hafa
brotið reglurnar með því að hafa ekki verið
heima hjá sér á tilteknum tímum sólar-
hringsins.
Blekhylki.is
Við seljum
ódýra
tónera og
blekhylki
Fjarðargötu 11 og Smáralind • S: 517-0150